Gert ráð fyrir fimm hundruð íbúðum í Skeifunni Atli Ísleifsson skrifar 20. febrúar 2016 11:43 Skeifan er sögð ekki sérlega aðlaðandi og einkennist mjög af bílastæðaflæmum fyrir framan byggingarnar, sem slíti þær frá götunni og hefta aðgengi fyrir aðra ferðamáta en einkabílinn. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir aukningu húsnæðis í Skeifunni um 85 þúsund fermetra og þar af fimm hundruð íbúðir í aðalskipulagi Reykjavíkur. Verklýsing sem lýsir fyrirhugaðri vinnu við gerð deiliskipulags var samþykkt í kynningarferli á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og borgarráðs fyrr í mánuðinum.Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að stefnt sé að því að gera deiliskipulagstillögu sem skapi ramma fyrir þétta og blandaða byggð með íbúðir og skrifstofur á efri hæðum og verslun og þjónustu á jarðhæð. Samkvæmt verklýsingu sé gert ráð fyrir að svæðið fái að þróast og byggjast upp á eigin forsendum og frumkvæði einstakra lóðarhafa.Í kjölfar bruna sem varð í Skeifunni 11 sumarið 2014 fóru af stað umræður um mögulega uppbyggingu í Skeifunni.Vísir/ValliSkeifan ekki sérlega aðlaðandiÍ kjölfar bruna sem varð í Skeifunni 11 sumarið 2014 fóru af stað umræður um mögulega uppbyggingu í Skeifunni. Í lýsingu borgarinnar á endurskoðuðu deiliskipulagi segir að Skeifan sé eftirsótt verslunar- og þjónustusvæði ekki síst vegna miðlægrar staðsetningar í borginni og nálægðar við stórar stofnbrautir. Svæðið sé hins vegar ekki sérlega aðlaðandi og einkennist mjög af bílastæðaflæmum fyrir framan byggingarnar, sem slíti þær frá götunni og hefta aðgengi fyrir aðra ferðamáta en einkabílinn. „Landið sem Skeifan liggur á er tiltölulega flatt og þar undir er mýri og líklega langt niður á fast land. Þegar horft er á loftmynd af svæðinu er mjög áberandi hversu gróðursnautt það er og grátt á að líta. Gatnaskipulag er nokkuð ruglingslegt og dæmi er um að götur tengist yfir bílastæði á einkalóðum. Skortur er á göngutengingum og almennt er ekki gott aðgengi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur á svæðinu þrátt fyrir að það sé í nálægð við mjög góðar almenningssamgöngur,“ segir í lýsingunni.Bréf sendi til lóðarhafaÍ frétt borgarinnar kemur fram að bréf verði sent til lóðarhafa í Skeifunni og auglýsing birt í fjölmiðlum um kynninguna, sem hefst á mánudag og mun standa í fjórar vikur. Á þeim tíma mun áhugasömum aðilum gefast tækifæri á því að koma með athugasemdir við lýsinguna, sem verða teknar inn í áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulagsins. Jafnframt verði haldinn kynningarfundur fyrir hagsmunaaðila í Skeifunni á kynningartímabilinu. „Ekki er gert ráð fyrir að þau fyrirtæki sem eru á svæðinu flytji burt og mun deiliskipulagið verða unnið í sem mestri sátt við hagsmunaaðila. Gert er ráð fyrir að byggð á svæðinu haldi að einhverju leyti í sín upprunalegu einkenni og að uppbygging eigi sér stað yfir langt tímabil, þegar lóðarhafar telja slíkt tímabært,“ segir í fréttinni. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Gert er ráð fyrir aukningu húsnæðis í Skeifunni um 85 þúsund fermetra og þar af fimm hundruð íbúðir í aðalskipulagi Reykjavíkur. Verklýsing sem lýsir fyrirhugaðri vinnu við gerð deiliskipulags var samþykkt í kynningarferli á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og borgarráðs fyrr í mánuðinum.Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að stefnt sé að því að gera deiliskipulagstillögu sem skapi ramma fyrir þétta og blandaða byggð með íbúðir og skrifstofur á efri hæðum og verslun og þjónustu á jarðhæð. Samkvæmt verklýsingu sé gert ráð fyrir að svæðið fái að þróast og byggjast upp á eigin forsendum og frumkvæði einstakra lóðarhafa.Í kjölfar bruna sem varð í Skeifunni 11 sumarið 2014 fóru af stað umræður um mögulega uppbyggingu í Skeifunni.Vísir/ValliSkeifan ekki sérlega aðlaðandiÍ kjölfar bruna sem varð í Skeifunni 11 sumarið 2014 fóru af stað umræður um mögulega uppbyggingu í Skeifunni. Í lýsingu borgarinnar á endurskoðuðu deiliskipulagi segir að Skeifan sé eftirsótt verslunar- og þjónustusvæði ekki síst vegna miðlægrar staðsetningar í borginni og nálægðar við stórar stofnbrautir. Svæðið sé hins vegar ekki sérlega aðlaðandi og einkennist mjög af bílastæðaflæmum fyrir framan byggingarnar, sem slíti þær frá götunni og hefta aðgengi fyrir aðra ferðamáta en einkabílinn. „Landið sem Skeifan liggur á er tiltölulega flatt og þar undir er mýri og líklega langt niður á fast land. Þegar horft er á loftmynd af svæðinu er mjög áberandi hversu gróðursnautt það er og grátt á að líta. Gatnaskipulag er nokkuð ruglingslegt og dæmi er um að götur tengist yfir bílastæði á einkalóðum. Skortur er á göngutengingum og almennt er ekki gott aðgengi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur á svæðinu þrátt fyrir að það sé í nálægð við mjög góðar almenningssamgöngur,“ segir í lýsingunni.Bréf sendi til lóðarhafaÍ frétt borgarinnar kemur fram að bréf verði sent til lóðarhafa í Skeifunni og auglýsing birt í fjölmiðlum um kynninguna, sem hefst á mánudag og mun standa í fjórar vikur. Á þeim tíma mun áhugasömum aðilum gefast tækifæri á því að koma með athugasemdir við lýsinguna, sem verða teknar inn í áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulagsins. Jafnframt verði haldinn kynningarfundur fyrir hagsmunaaðila í Skeifunni á kynningartímabilinu. „Ekki er gert ráð fyrir að þau fyrirtæki sem eru á svæðinu flytji burt og mun deiliskipulagið verða unnið í sem mestri sátt við hagsmunaaðila. Gert er ráð fyrir að byggð á svæðinu haldi að einhverju leyti í sín upprunalegu einkenni og að uppbygging eigi sér stað yfir langt tímabil, þegar lóðarhafar telja slíkt tímabært,“ segir í fréttinni.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira