Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 20. febrúar 2016 07:00 Eigandi Vonta International var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær. Vísir Maðurinn sem handtekinn var á fimmtudag vegna gruns um mansal á saumastofu í Vík í Mýrdal hefur fengið fólk til landsins frá Srí Lanka til að vinna fyrir sig. Maður frá Srí Lanka sem Fréttablaðið ræddi við og var boðin vinna hjá fyrirtækinu átti að greiða tiltekna upphæð til þess að koma og fá að vinna hjá fyrirtækinu. Að sögn mannsins, sem ekki vill koma fram undir nafni af ótta við afleiðingarnar, var honum boðið að borga eina milljón srílanskra rúpína eða sem samsvarar um 893 þúsundum króna, til þess að fá að vinna hjá fyrirtækinu Vonta International.Hér má sjá húsið sem um ræðir þar sem konurnar eru sagðar hafa starfað og búið.Mynd/Þórhildur ÞorkelsdóttirMaðurinn átti að borga milliliðum, sem sjá um að útvega fólk til vinnu, þessa upphæð. Eftir að hafa fengið upplýsingar um að svona gengju hlutirnir ekki fyrir sig á Íslandi, ekki þyrfti að borga fyrir að fá að vinna hér, ákvað hann að taka ekki boðinu. Fyrir greiðsluna skildist manninum að hann ætti að fá vinnu, húsnæði og uppihald. Tilgangur Vonta International samkvæmt skráningu er að framleiða föt, inn- og útflutningur fatnaðar, véla og hráefna til fataframleiðslu og önnur skyld starfsemi svo og fjárfestingarstarfsemi.Samkvæmt ársreikningi voru að meðaltali tvö störf skráð hjá fyrirtækinu á síðasta ári. Fyrirtækið var undirverktaki Icewear á Íslandi en það fyrirtæki rifti samningum þegar karlmaðurinn var handtekinn. Það eru ekki miklir peningar sem farið hafa um hendur eigenda félagsins, samkvæmt opinberum gögnum. Árið 2014 tapaði félagið 395.591 krónu. Laun og launatengd gjöld námu 2.562.147 krónum og annar rekstrarkostnaður nam 938.33 krónum. Kostnaður vegna seldra vara nam 1.014.564 krónum. Þetta er eini ársreikningur félagsins. Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal frá júlímánuði 2015 er greint frá sívaxandi fjölda þolenda mansals í Srí Lanka. Karlar, konur og börn eru hagnýtt í nauðungarvinnu og í kynlífsiðnað Í nauðungarvinnu er algengast að fólk frá Srí Lanka sé hagnýtt í byggingariðnaði, áhættusömum störfum, saumavinnu og textílvinnu og þjónustustörfum. Sérstaklega er tekið fram í skýrslunni að áður en fólk fer frá Srí Lanka sé algengt að það skuldsetji sig, borgi fyrir að fá að ferðast og fá starf í öðrum heimshluta. Það er svo í ánauð og borgar upp skuldina. Þetta er algengt fyrirkomulag mansals og fer oft í gegnum umboðsskrifstofur.Icewear keypti prjónaverksmiðjuna Víkurprjón í Vík í Mýrdal árið 2012.Vísir/ÞórhildurMaðurinn sem var handtekinn á fimmtudag vegna gruns um mansal í Vík í Mýrdal flutti hingað fyrir nokkrum árum frá Srí Lanka. Maðurinn rekur fyrirtækið Vonta International ásamt eiginkonu sinni sem hefur búið hér á landi í rúman áratug. Aðgerð lögreglu miðaði að því að uppræta meint vinnumansal sem á að hafa farið fram í fyrirtæki mannsins á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Aðgerðir lögreglu voru samhæfðar og réðst hún inn í þrjú hús samtímis í bænum og fann konurnar í einu þeirra. Sérsveit ríkislögreglustjóra og mansalsteymi höfuðborgarsvæðisins voru fengin til aðstoðar lögreglunni á Suðurlandi. Þá komu að aðgerðinni starfsmenn frá ríkisskattstjóra.Lögregla áður haft afskipti Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögregla hefur afskipti af manninum. Í desember fór lögreglan á saumastofuna vegna þess að ábendingar höfðu borist um að þar væri fólk í vinnu sem ekki hefði atvinnuleyfi. Þeim starfsmönnum var vísað úr landi. Ekki fengust upplýsingar um það hvort konurnar tvær hafi á þeim tíma verið hér á landi á vegum mannsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu þá hafa áður verið gerðar athugasemdir við framkomu mannsins við starfsfólk; hann hafi ekki borgað laun á réttum tíma og verið með starfsfólk sem ekki hafi haft tilskilin leyfi.Vöktu eftirtekt Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur verið langvarandi grunur um heimilisofbeldi af hálfu mannsins sem var handtekinn gagnvart eiginkonu sinni. Heimildir fréttastofu herma að hún hafi leitað þónokkrum sinnum til nágranna sinna í Vík eftir ofbeldi af hálfu mannsins og að hann hafi verið úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart henni. Krafist var gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir manninum og konunum hefur verið fengin viðeigandi aðstoð sem þolendur mansals. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir aðgerðir lögreglunnar vissulega hafa vakið eftirtekt í bænum. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear.Maðurinn er grunaður um að hafa haldið konunum í vinnuþrælkun. Maðurinn er skráður eigandi að Vonta International ehf. Hann er fæddur árið 1975. Hann er til heimilis á sama stað og konurnar tvær, sem taldar eru hafa verið fórnarlömb mansalsins, fundust. Ekki fengust upplýsingar um það við hvernig aðbúnað konurnar hefðu búið.Saumuðu fatnað fyrir Icewear Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear, segir málið ekki tengjast fyrirtækinu. „Þetta tengist ekki okkar fyrirtæki beint. Málið er í rannsókn hjá lögreglu og við viljum ekki tjá okkur um þetta.“ Vonta International var undirverktaki Icewear og konurnar saumuðu fatnað fyrir fyrirtækið. Icewear rifti samningum við Vonta International eftir að eigandi þess var handtekinn og sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis í gær. Í henni kom einnig fram að lögregla og skattayfirvöld færu nú með rannsókn málsins sem beindist eingöngu að umræddu verktakafyrirtæki og starfsemi þess. Engin vitneskja hafi verið innan Icewear um það atferli sem maðurinn er grunaður um. Sveitarstjórinn í Víkurhreppi, Ásgeir Magnússon, segist ekki hafa vitað til þess að konurnar störfuðu í húsinu. „Ég hef ekki vitað af þessu. Ég vissi ekki að það væru neinir starfsmenn þarna annað en að þau hjón væru að vinna í verktöku fyrir Víkurprjón,“ segir hann. Ásgeir kannast þó við að þrír starfsmenn hefðu verið sendir úr landi í haust fyrir að hafa unnið fyrir saumastofuna án tilskilinna leyfa. „Maður hafði ekki grun um að einhver svona starfsemi væri í gangi.“Bæjarbúar í sjokki Ásgeir segist ekki hafa þekkt konurnar tvær sem talið er að hafi verið fórnarlömb mannsalsins. „Menn verða líka að horfa til þess að þó að þetta sé ekki stórt sveitarfélag er þetta mjög alþjóðlegt sveitarfélag. Það er alls konar fólk hér á gangi og við kippum okkur ekkert upp við það þó við sjáum fólk sem við könnumst ekkert við hér á götunum. Við erum 500 manns sem búum hér og það segir sig sjálft að það fólk þekkist býsna vel eða að minnsta kosti málkunnugt flest. En það eru á hverjum einasta degi ársins um tvö til þrjú þúsund ferðamenn hér á ferðinni,“ segir hann. „Það eru allir í hálfgerðu sjokki hér yfir því að þetta geti gerst í okkar litla samfélagi,“ segir Ásgeir.DrÃfa SnædalKeðjuábyrgð ekki virk Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir spurningar vakna um keðjuábyrgð fyrirtækja vegna málsins. „Þetta svakalega mál vekur margar spurningar, þar á meðal spurninguna um keðjuábyrgð fyrirtækja, þ.e. hver er ábyrgð fyrirtækja sem nýta undirverktaka sem svína svo á fólki í launum eða stunda hreinlega mansal. Að mínu mati er siðferðislega ábyrgðin og mannúðarábyrgðin mikil en því miður er keðjuábyrgð ekki virk þrátt fyrir baráttu verkalýðshreyfingarinnar síðustu ár,“ segir hún. Drífa segir gríðarlegt starf hafa verið unnið síðustu tvö ár í að fræða fagfólk um mansal. „Ég held við séum að sjá árangurinn af því og örugglega munu fleiri mál koma upp á næstunni.“Fræðsla skilar sér Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tekur undir þetta. Mikið fræðslustarf hefur verið unnið á undanförnum tveimur árum til þess að opna augu fólks fyrir mansali. Hvernig það birtist og hvernig megi þekkja það. „Það er búið að halda hátt í 35 fræðslufundi og vel yfir eitt þúsund manns hafa fengið fræðslu. Það er að skila sér. Það er gaman, ef hægt er að orða það þannig, að fræðslan sé að skila sér en þá vitundarvakningu sem hefur orðið innan verkalýðsfélaganna er m.a að rekja til hennar. Það er bæði að skila sér í ábendingum og við erum að fá meiri vitneskju um hvað er að gerast í samfélaginu.“Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu,Fyrir hrun var mikið af erlendu vinnuafli á Íslandi. Þá hins vegar var lítið talað um mansal. „Þetta fylgist að. Hingað eru að koma fleiri þúsund manns í erlendu vinnuafli og margir þekkja ekki réttindi sín. Það eru margir að koma frá Austur-Evrópu þar sem kjör eru lág og margir fátækir. Hér gilda ákveðin lög sem við viljum framfylgja. Það á ekki að gefa afslátt af því að það sé verið að hagnýta fólk,“ segir Alda. Hún segir það einnig hafa þekkst hér að fólk hafi þurft að greiða svokallaða verndartolla. Þá hafi komið upp mál þar sem fólk sé að innheimta verndartolla af samlöndum sínum.Keyptu Víkurprjón Icewear er rekið af fyrirtækinu Drífu ehf. en það var stofnað árið 1973. Þann 30. apríl árið 2012 keypti það Víkurprjón og var reksturinn sameinaður Icewear. Á sama tíma eignaðist félagið tæplega 900 fermetra lagerhúsnæði og verslun Víkurprjóns í Vík í Mýrdal. Fyrirtækið er í dag einn stærsti, ef ekki sá stærsti, heildsali minjagripa á Íslandi. Auk starfseminnar í Vík rekur Icewear minnst sex verslanir í Reykjavík, Garðabæ og á Akureyri. Árið 2014 gerði félagið einnig samning við Faxaflóahafnir um rekstur þjónustumiðstöðvar fyrir skemmtiferðaskip á Skarfabakka við Sundahöfn í Reykjavík. Mikill hagnaður hefur verið á rekstri félagsins undanfarin ár og er samanlagður hagnaður þess á tímabilinu 2011 til 2014 rétt tæpar 345 milljónir króna. Síðasti birti ársreikningur félagsins er fyrir árið 2014 og nam þá hagnaðurinn rúmum 97 milljónum króna. Eignastaða félagsins verður einnig að þykja nokkuð góð, en samkvæmt efnahagsreikningi fyrirtækisins átti það eignir fyrir tæplega 929 milljónir króna og var bókfært eigið fé í árslok 2014 tæplega 391 milljón. Skuldir félagsins, bæði til skamms og langs tíma, stóðu í tæpum 538 milljónum. Mansal í Vík Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Maðurinn sem handtekinn var á fimmtudag vegna gruns um mansal á saumastofu í Vík í Mýrdal hefur fengið fólk til landsins frá Srí Lanka til að vinna fyrir sig. Maður frá Srí Lanka sem Fréttablaðið ræddi við og var boðin vinna hjá fyrirtækinu átti að greiða tiltekna upphæð til þess að koma og fá að vinna hjá fyrirtækinu. Að sögn mannsins, sem ekki vill koma fram undir nafni af ótta við afleiðingarnar, var honum boðið að borga eina milljón srílanskra rúpína eða sem samsvarar um 893 þúsundum króna, til þess að fá að vinna hjá fyrirtækinu Vonta International.Hér má sjá húsið sem um ræðir þar sem konurnar eru sagðar hafa starfað og búið.Mynd/Þórhildur ÞorkelsdóttirMaðurinn átti að borga milliliðum, sem sjá um að útvega fólk til vinnu, þessa upphæð. Eftir að hafa fengið upplýsingar um að svona gengju hlutirnir ekki fyrir sig á Íslandi, ekki þyrfti að borga fyrir að fá að vinna hér, ákvað hann að taka ekki boðinu. Fyrir greiðsluna skildist manninum að hann ætti að fá vinnu, húsnæði og uppihald. Tilgangur Vonta International samkvæmt skráningu er að framleiða föt, inn- og útflutningur fatnaðar, véla og hráefna til fataframleiðslu og önnur skyld starfsemi svo og fjárfestingarstarfsemi.Samkvæmt ársreikningi voru að meðaltali tvö störf skráð hjá fyrirtækinu á síðasta ári. Fyrirtækið var undirverktaki Icewear á Íslandi en það fyrirtæki rifti samningum þegar karlmaðurinn var handtekinn. Það eru ekki miklir peningar sem farið hafa um hendur eigenda félagsins, samkvæmt opinberum gögnum. Árið 2014 tapaði félagið 395.591 krónu. Laun og launatengd gjöld námu 2.562.147 krónum og annar rekstrarkostnaður nam 938.33 krónum. Kostnaður vegna seldra vara nam 1.014.564 krónum. Þetta er eini ársreikningur félagsins. Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal frá júlímánuði 2015 er greint frá sívaxandi fjölda þolenda mansals í Srí Lanka. Karlar, konur og börn eru hagnýtt í nauðungarvinnu og í kynlífsiðnað Í nauðungarvinnu er algengast að fólk frá Srí Lanka sé hagnýtt í byggingariðnaði, áhættusömum störfum, saumavinnu og textílvinnu og þjónustustörfum. Sérstaklega er tekið fram í skýrslunni að áður en fólk fer frá Srí Lanka sé algengt að það skuldsetji sig, borgi fyrir að fá að ferðast og fá starf í öðrum heimshluta. Það er svo í ánauð og borgar upp skuldina. Þetta er algengt fyrirkomulag mansals og fer oft í gegnum umboðsskrifstofur.Icewear keypti prjónaverksmiðjuna Víkurprjón í Vík í Mýrdal árið 2012.Vísir/ÞórhildurMaðurinn sem var handtekinn á fimmtudag vegna gruns um mansal í Vík í Mýrdal flutti hingað fyrir nokkrum árum frá Srí Lanka. Maðurinn rekur fyrirtækið Vonta International ásamt eiginkonu sinni sem hefur búið hér á landi í rúman áratug. Aðgerð lögreglu miðaði að því að uppræta meint vinnumansal sem á að hafa farið fram í fyrirtæki mannsins á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Aðgerðir lögreglu voru samhæfðar og réðst hún inn í þrjú hús samtímis í bænum og fann konurnar í einu þeirra. Sérsveit ríkislögreglustjóra og mansalsteymi höfuðborgarsvæðisins voru fengin til aðstoðar lögreglunni á Suðurlandi. Þá komu að aðgerðinni starfsmenn frá ríkisskattstjóra.Lögregla áður haft afskipti Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögregla hefur afskipti af manninum. Í desember fór lögreglan á saumastofuna vegna þess að ábendingar höfðu borist um að þar væri fólk í vinnu sem ekki hefði atvinnuleyfi. Þeim starfsmönnum var vísað úr landi. Ekki fengust upplýsingar um það hvort konurnar tvær hafi á þeim tíma verið hér á landi á vegum mannsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu þá hafa áður verið gerðar athugasemdir við framkomu mannsins við starfsfólk; hann hafi ekki borgað laun á réttum tíma og verið með starfsfólk sem ekki hafi haft tilskilin leyfi.Vöktu eftirtekt Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur verið langvarandi grunur um heimilisofbeldi af hálfu mannsins sem var handtekinn gagnvart eiginkonu sinni. Heimildir fréttastofu herma að hún hafi leitað þónokkrum sinnum til nágranna sinna í Vík eftir ofbeldi af hálfu mannsins og að hann hafi verið úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart henni. Krafist var gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir manninum og konunum hefur verið fengin viðeigandi aðstoð sem þolendur mansals. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir aðgerðir lögreglunnar vissulega hafa vakið eftirtekt í bænum. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear.Maðurinn er grunaður um að hafa haldið konunum í vinnuþrælkun. Maðurinn er skráður eigandi að Vonta International ehf. Hann er fæddur árið 1975. Hann er til heimilis á sama stað og konurnar tvær, sem taldar eru hafa verið fórnarlömb mansalsins, fundust. Ekki fengust upplýsingar um það við hvernig aðbúnað konurnar hefðu búið.Saumuðu fatnað fyrir Icewear Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear, segir málið ekki tengjast fyrirtækinu. „Þetta tengist ekki okkar fyrirtæki beint. Málið er í rannsókn hjá lögreglu og við viljum ekki tjá okkur um þetta.“ Vonta International var undirverktaki Icewear og konurnar saumuðu fatnað fyrir fyrirtækið. Icewear rifti samningum við Vonta International eftir að eigandi þess var handtekinn og sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis í gær. Í henni kom einnig fram að lögregla og skattayfirvöld færu nú með rannsókn málsins sem beindist eingöngu að umræddu verktakafyrirtæki og starfsemi þess. Engin vitneskja hafi verið innan Icewear um það atferli sem maðurinn er grunaður um. Sveitarstjórinn í Víkurhreppi, Ásgeir Magnússon, segist ekki hafa vitað til þess að konurnar störfuðu í húsinu. „Ég hef ekki vitað af þessu. Ég vissi ekki að það væru neinir starfsmenn þarna annað en að þau hjón væru að vinna í verktöku fyrir Víkurprjón,“ segir hann. Ásgeir kannast þó við að þrír starfsmenn hefðu verið sendir úr landi í haust fyrir að hafa unnið fyrir saumastofuna án tilskilinna leyfa. „Maður hafði ekki grun um að einhver svona starfsemi væri í gangi.“Bæjarbúar í sjokki Ásgeir segist ekki hafa þekkt konurnar tvær sem talið er að hafi verið fórnarlömb mannsalsins. „Menn verða líka að horfa til þess að þó að þetta sé ekki stórt sveitarfélag er þetta mjög alþjóðlegt sveitarfélag. Það er alls konar fólk hér á gangi og við kippum okkur ekkert upp við það þó við sjáum fólk sem við könnumst ekkert við hér á götunum. Við erum 500 manns sem búum hér og það segir sig sjálft að það fólk þekkist býsna vel eða að minnsta kosti málkunnugt flest. En það eru á hverjum einasta degi ársins um tvö til þrjú þúsund ferðamenn hér á ferðinni,“ segir hann. „Það eru allir í hálfgerðu sjokki hér yfir því að þetta geti gerst í okkar litla samfélagi,“ segir Ásgeir.DrÃfa SnædalKeðjuábyrgð ekki virk Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir spurningar vakna um keðjuábyrgð fyrirtækja vegna málsins. „Þetta svakalega mál vekur margar spurningar, þar á meðal spurninguna um keðjuábyrgð fyrirtækja, þ.e. hver er ábyrgð fyrirtækja sem nýta undirverktaka sem svína svo á fólki í launum eða stunda hreinlega mansal. Að mínu mati er siðferðislega ábyrgðin og mannúðarábyrgðin mikil en því miður er keðjuábyrgð ekki virk þrátt fyrir baráttu verkalýðshreyfingarinnar síðustu ár,“ segir hún. Drífa segir gríðarlegt starf hafa verið unnið síðustu tvö ár í að fræða fagfólk um mansal. „Ég held við séum að sjá árangurinn af því og örugglega munu fleiri mál koma upp á næstunni.“Fræðsla skilar sér Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tekur undir þetta. Mikið fræðslustarf hefur verið unnið á undanförnum tveimur árum til þess að opna augu fólks fyrir mansali. Hvernig það birtist og hvernig megi þekkja það. „Það er búið að halda hátt í 35 fræðslufundi og vel yfir eitt þúsund manns hafa fengið fræðslu. Það er að skila sér. Það er gaman, ef hægt er að orða það þannig, að fræðslan sé að skila sér en þá vitundarvakningu sem hefur orðið innan verkalýðsfélaganna er m.a að rekja til hennar. Það er bæði að skila sér í ábendingum og við erum að fá meiri vitneskju um hvað er að gerast í samfélaginu.“Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu,Fyrir hrun var mikið af erlendu vinnuafli á Íslandi. Þá hins vegar var lítið talað um mansal. „Þetta fylgist að. Hingað eru að koma fleiri þúsund manns í erlendu vinnuafli og margir þekkja ekki réttindi sín. Það eru margir að koma frá Austur-Evrópu þar sem kjör eru lág og margir fátækir. Hér gilda ákveðin lög sem við viljum framfylgja. Það á ekki að gefa afslátt af því að það sé verið að hagnýta fólk,“ segir Alda. Hún segir það einnig hafa þekkst hér að fólk hafi þurft að greiða svokallaða verndartolla. Þá hafi komið upp mál þar sem fólk sé að innheimta verndartolla af samlöndum sínum.Keyptu Víkurprjón Icewear er rekið af fyrirtækinu Drífu ehf. en það var stofnað árið 1973. Þann 30. apríl árið 2012 keypti það Víkurprjón og var reksturinn sameinaður Icewear. Á sama tíma eignaðist félagið tæplega 900 fermetra lagerhúsnæði og verslun Víkurprjóns í Vík í Mýrdal. Fyrirtækið er í dag einn stærsti, ef ekki sá stærsti, heildsali minjagripa á Íslandi. Auk starfseminnar í Vík rekur Icewear minnst sex verslanir í Reykjavík, Garðabæ og á Akureyri. Árið 2014 gerði félagið einnig samning við Faxaflóahafnir um rekstur þjónustumiðstöðvar fyrir skemmtiferðaskip á Skarfabakka við Sundahöfn í Reykjavík. Mikill hagnaður hefur verið á rekstri félagsins undanfarin ár og er samanlagður hagnaður þess á tímabilinu 2011 til 2014 rétt tæpar 345 milljónir króna. Síðasti birti ársreikningur félagsins er fyrir árið 2014 og nam þá hagnaðurinn rúmum 97 milljónum króna. Eignastaða félagsins verður einnig að þykja nokkuð góð, en samkvæmt efnahagsreikningi fyrirtækisins átti það eignir fyrir tæplega 929 milljónir króna og var bókfært eigið fé í árslok 2014 tæplega 391 milljón. Skuldir félagsins, bæði til skamms og langs tíma, stóðu í tæpum 538 milljónum.
Mansal í Vík Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent