Ungar konur styðja Sanders Snærós Sindradóttir skrifar 20. febrúar 2016 07:00 Bernie Sanders er gríðarlega vinsæll á meðal ungs fólks en síður meðal svartra. Kosningaherferð hans miðar að því að ná til svartra kjósenda. Vísir/EPA Bernie Sanders, 74 ára gamall maður með áratugi að baki í stjórnmálum, er óvænt að næla í atkvæði ungra kvenna í Bandaríkjunum í stórum stíl. Nýjar kannanir sýna að stuðningur kvenna undir 35 ára við Sanders er nærri tuttugu prósentum meiri en við mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton, í slagnum um útnefningu Demókrataflokksins í forsetaembættið. Samkvæmt fréttastofu NBC studdu 55 prósent kvenna Bernie Sanders í kosningunum í New Hampshire en aðeins 44 prósent studdu Hillary. Fjölmiðlar ytra reyna eftir fremsta mætti að leita svara við því hvers vegna Sanders er svona vinsæll á meðal ungra kvenna. Ekkert einfalt svar virðist til. Mest lesna kvennatímarit í heimi, Cosmopolitan, birti á fimmtudag viðtal við ungar konur um stuðning þeirra við Sanders. „Hann er óhræddur við að segja það sem hann hugsar, hvað honum finnst skynsamlegt og er mjög mannúðlegur. Hann hefur enga tengingu við Wall Street og aðra hagsmunahópa,“ segir Elizabeth Lee, 21 árs gamall háskólanemi. Hún kveður Sanders höfða til þess sem meirihluti þjóðarinnar þarf og vill. „Ég er mikið spurð að því hvers vegna ég styð ekki Hillary en ég held að þetta snúist ekki um að ég styðji hana ekki. Ég samsama mig Bernie bara innilega og ég held að hann sé meira alvöru. Hann er virkilega að berjast fyrir alla en ekki nokkra útvalda,“ segir Emmy Ham, 22 ára. Fjölmiðlar telja ungar konur fráhverfar þeirri hugmynd að þær séu skyldugar til að kjósa Clinton einungis vegna þess að hún sé kona. Tvær þekktar baráttukonur, Gloria Steinem og Madeleine Albright, gengu nærri frá Clinton á meðal þessa hóps þegar þær gáfu í skyn að ungu konurnar hefðu ekki hugsun á að kjósa annan en þann sem strákarnir ætluðu að kjósa. Albright gekk svo langt að segja að það væri staður í helvíti fyrir konur sem „hjálpa ekki hver annarri“. „Það að kjósa konu af því hún er kona er merki um kynjamisrétti?…Ungar konur eins og ég vita að kyn fólks er ekki það sem gerir það að femínistum,“ sagði Ariana Javidi við CNN. Bernie hefur ítrekað lýst því yfir að hann sé femínisti og getur sýnt fram á það með áralangri baráttu. Í dag er kosið í Nevada. Sanders og Clinton eru nærri hnífjöfn í skoðanakönnunum. Könnun CNN sýnir að stuðningur við Clinton er 48 prósent en við Sanders 47 prósent. Í næstu viku er síðan kosið í Suður-Karólínu. Þar er Hillary nær örugg um sigur með mikið fylgi svartra kjósenda, ungra sem aldinna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Sjá meira
Bernie Sanders, 74 ára gamall maður með áratugi að baki í stjórnmálum, er óvænt að næla í atkvæði ungra kvenna í Bandaríkjunum í stórum stíl. Nýjar kannanir sýna að stuðningur kvenna undir 35 ára við Sanders er nærri tuttugu prósentum meiri en við mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton, í slagnum um útnefningu Demókrataflokksins í forsetaembættið. Samkvæmt fréttastofu NBC studdu 55 prósent kvenna Bernie Sanders í kosningunum í New Hampshire en aðeins 44 prósent studdu Hillary. Fjölmiðlar ytra reyna eftir fremsta mætti að leita svara við því hvers vegna Sanders er svona vinsæll á meðal ungra kvenna. Ekkert einfalt svar virðist til. Mest lesna kvennatímarit í heimi, Cosmopolitan, birti á fimmtudag viðtal við ungar konur um stuðning þeirra við Sanders. „Hann er óhræddur við að segja það sem hann hugsar, hvað honum finnst skynsamlegt og er mjög mannúðlegur. Hann hefur enga tengingu við Wall Street og aðra hagsmunahópa,“ segir Elizabeth Lee, 21 árs gamall háskólanemi. Hún kveður Sanders höfða til þess sem meirihluti þjóðarinnar þarf og vill. „Ég er mikið spurð að því hvers vegna ég styð ekki Hillary en ég held að þetta snúist ekki um að ég styðji hana ekki. Ég samsama mig Bernie bara innilega og ég held að hann sé meira alvöru. Hann er virkilega að berjast fyrir alla en ekki nokkra útvalda,“ segir Emmy Ham, 22 ára. Fjölmiðlar telja ungar konur fráhverfar þeirri hugmynd að þær séu skyldugar til að kjósa Clinton einungis vegna þess að hún sé kona. Tvær þekktar baráttukonur, Gloria Steinem og Madeleine Albright, gengu nærri frá Clinton á meðal þessa hóps þegar þær gáfu í skyn að ungu konurnar hefðu ekki hugsun á að kjósa annan en þann sem strákarnir ætluðu að kjósa. Albright gekk svo langt að segja að það væri staður í helvíti fyrir konur sem „hjálpa ekki hver annarri“. „Það að kjósa konu af því hún er kona er merki um kynjamisrétti?…Ungar konur eins og ég vita að kyn fólks er ekki það sem gerir það að femínistum,“ sagði Ariana Javidi við CNN. Bernie hefur ítrekað lýst því yfir að hann sé femínisti og getur sýnt fram á það með áralangri baráttu. Í dag er kosið í Nevada. Sanders og Clinton eru nærri hnífjöfn í skoðanakönnunum. Könnun CNN sýnir að stuðningur við Clinton er 48 prósent en við Sanders 47 prósent. Í næstu viku er síðan kosið í Suður-Karólínu. Þar er Hillary nær örugg um sigur með mikið fylgi svartra kjósenda, ungra sem aldinna.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Sjá meira