Rafdrifinn Audi Q7 e-tron kominn í sölu Finnur Thorlacius skrifar 9. mars 2016 09:40 Audi Q7 e-tron verður til afgreiðslu frá Heklu í ágúst. Nú geta viðskiptavinir Audi á Íslandi pantað Audi Q7 e-tron. Um er að ræða sportlegan, hentugan og skilvirkan tengiltvinnbíl sem gengur fyrir bæði rafmagni og dísil. Þegar ekið er eingöngu á rafmagni er Q7 e-tron fjórhjóladrifinn og drægnin allt að 56 kílómetrar sem gerir það að verkum að ferðir innanbæjar geta verið útblásturslausar. Audi Q7 e-tron er fyrsti tengiltvinnbíll heims sem státar bæði af V6 TDI vél og quattro fjórhjóladrifi. Audi Q7 e-tron sameinar það besta úr báðum heimum: rafmótor og kraftmikla dísilvél. Hann er 373 hestöfl og er með 700 Nm í tog. Það tekur Q7 e-tron 6,2 sekúndur að komast í hundraðið og hann eyðir aðeins 1,8 lítrum af dísil samkvæmt NEDC-staðlinum. Nýr Q7 e-tron er virkilega vel útbúinn og í staðalbúnaði eru meðal annars LED framljós, MMI Navigation Plus íslenskt leiðsögukerfi með MMI touch og Audi Virtual skjár í mælaborði. Skjárinn sýnir hnífskarpar myndir í hárri upplausn og hægt er að fylgjast með stöðu aflmælis, drægni og orkuflæðis kerfisins. Audi Q7 var fyrst frumsýndur um mitt síðasta ár og hefur fengið mikið lof blaðamanna og ánægðra kaupanda hvað varðar aksturseiginleika, hönnun á innréttingu og úrvali aukahluta. Audi Q7 e-tron er enginn eftirbátur og bíður upp á framúrskarandi margmiðlunarviðmót og tengimöguleika við Google Android Auto og Apple CarPlay. Aðstoðarkerfi ökumanns eru mörg og má þar nefna að hann getur lagt sjálfur í stæði, séð um að bakka með kerru og keyrt sjálfur í umferðaröngþveiti. Enginn annar fjöldaframleiddur bíll bíður upp á fleiri aðstoðarkerfi sem valkost. Með nýrri hleðslutækni tekur það aðeins tvo og hálfan tíma að fullhlaða bílinn ef notað er iðnaðartengi. Hitastýrikerfi með innbyggðri varmadælu hefur verið sérþróað fyrir Q7 tengiltvinnbíla. Audi er fyrsti bílaframleiðandi heims til að koma þessari tækni á markað sem setur hann í sérflokk hvað varðar drægni, hitastjórnun og þægindi í innra rými. Með Audi connect viðbótinni er hægt að tengjast við bílinn og stýra miðstöð, skoða stöðu á rafhlöðu, auk fjölda annarra aðgerða. Hekla umboðsaðili Audi á Íslandi á von á fyrstu bílunum í ágúst og eru byrjaðir að taka við pöntunum. Audi Q7 e-tron kostar frá kr. 11.990.000 og honum fylgir 5 ára ábyrgð.Ekki slorlegt innanrými í Audi Q7 e-tron.Audi Q7 e-tron hlaðinn. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent
Nú geta viðskiptavinir Audi á Íslandi pantað Audi Q7 e-tron. Um er að ræða sportlegan, hentugan og skilvirkan tengiltvinnbíl sem gengur fyrir bæði rafmagni og dísil. Þegar ekið er eingöngu á rafmagni er Q7 e-tron fjórhjóladrifinn og drægnin allt að 56 kílómetrar sem gerir það að verkum að ferðir innanbæjar geta verið útblásturslausar. Audi Q7 e-tron er fyrsti tengiltvinnbíll heims sem státar bæði af V6 TDI vél og quattro fjórhjóladrifi. Audi Q7 e-tron sameinar það besta úr báðum heimum: rafmótor og kraftmikla dísilvél. Hann er 373 hestöfl og er með 700 Nm í tog. Það tekur Q7 e-tron 6,2 sekúndur að komast í hundraðið og hann eyðir aðeins 1,8 lítrum af dísil samkvæmt NEDC-staðlinum. Nýr Q7 e-tron er virkilega vel útbúinn og í staðalbúnaði eru meðal annars LED framljós, MMI Navigation Plus íslenskt leiðsögukerfi með MMI touch og Audi Virtual skjár í mælaborði. Skjárinn sýnir hnífskarpar myndir í hárri upplausn og hægt er að fylgjast með stöðu aflmælis, drægni og orkuflæðis kerfisins. Audi Q7 var fyrst frumsýndur um mitt síðasta ár og hefur fengið mikið lof blaðamanna og ánægðra kaupanda hvað varðar aksturseiginleika, hönnun á innréttingu og úrvali aukahluta. Audi Q7 e-tron er enginn eftirbátur og bíður upp á framúrskarandi margmiðlunarviðmót og tengimöguleika við Google Android Auto og Apple CarPlay. Aðstoðarkerfi ökumanns eru mörg og má þar nefna að hann getur lagt sjálfur í stæði, séð um að bakka með kerru og keyrt sjálfur í umferðaröngþveiti. Enginn annar fjöldaframleiddur bíll bíður upp á fleiri aðstoðarkerfi sem valkost. Með nýrri hleðslutækni tekur það aðeins tvo og hálfan tíma að fullhlaða bílinn ef notað er iðnaðartengi. Hitastýrikerfi með innbyggðri varmadælu hefur verið sérþróað fyrir Q7 tengiltvinnbíla. Audi er fyrsti bílaframleiðandi heims til að koma þessari tækni á markað sem setur hann í sérflokk hvað varðar drægni, hitastjórnun og þægindi í innra rými. Með Audi connect viðbótinni er hægt að tengjast við bílinn og stýra miðstöð, skoða stöðu á rafhlöðu, auk fjölda annarra aðgerða. Hekla umboðsaðili Audi á Íslandi á von á fyrstu bílunum í ágúst og eru byrjaðir að taka við pöntunum. Audi Q7 e-tron kostar frá kr. 11.990.000 og honum fylgir 5 ára ábyrgð.Ekki slorlegt innanrými í Audi Q7 e-tron.Audi Q7 e-tron hlaðinn.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent