Sjóðandi heitar pítur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2016 07:00 Ég hafði ekki borðað pítur síðan ég var krakki þegar gróft pítubrauð rataði í innkaupakörfuna fyrir nokkrum vikum. Gúrka, tómatar, paprika, avókadó, pítusósa og beikon. „Ég elska beikon,“ segir sú fimm ára og biður um aukasneiðar á diskinn. Síðan höfum við borðað pítur reglulega með bestu lyst. Pítubrauðin eru hituð í brauðrist en þar er komið að áttunda undri veraldar. Eini staðurinn sem keppir við sólina hvað hita varðar í okkar sólkerfi virðist vera inni í nýristuðu pítubrauði. Þvílíkur hiti og með tilheyrandi reyk þegar brauðið er opnað. Frægt er orðið þegar Ali G, í samnefndum þáttum, reyndi að selja Donald Trump hanska til að borða ís með, svo ísinn læki ekki á hann. Viðskipajöfurinn keypti þá hugmynd ekki alveg en svei mér þá ef sérstakur hanski til að meðhöndla nýristað pítubrauð er ekki þúsund dollara hugmynd. Neikvæðni hefur ekki einkennt bakþankaskrifin hingað til ef frá er talinn einn pistill þar sem reykinga- og tyggjósóðar fengu að kenna á því. Mig langaði hins vegar að leggja til eina óskráða reglu. Hún er sú að fólk sem biður um far sé tilbúið þegar það er sótt. Það er eitthvað í meira lagi óeðlilegt við að sá sem skutlar sé sá sem bíður í einhverjar mínútur eftir þeim sem greiðan þiggur. En minna tuð og meira stuð. Akstur um höfuðborgarsvæðið varð nefnilega að forréttindum á dögunum þegar ég uppgötvaði nýja útvarpsstöð. Ég hlusta aldrei á útvarp nema í bílnum og þar er Retro FM 89,5 orðin að fyrsta kosti. Slagarar allt frá Stjórninni og Nýdönsk yfir í Eagles og Bon Jovi með viðkomu hjá Abba og Sir Elton gera alla rúnta betri. Þá kemur stöðin sér sérstaklega vel á meðan beðið er eftir þeim bíllausa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Ég hafði ekki borðað pítur síðan ég var krakki þegar gróft pítubrauð rataði í innkaupakörfuna fyrir nokkrum vikum. Gúrka, tómatar, paprika, avókadó, pítusósa og beikon. „Ég elska beikon,“ segir sú fimm ára og biður um aukasneiðar á diskinn. Síðan höfum við borðað pítur reglulega með bestu lyst. Pítubrauðin eru hituð í brauðrist en þar er komið að áttunda undri veraldar. Eini staðurinn sem keppir við sólina hvað hita varðar í okkar sólkerfi virðist vera inni í nýristuðu pítubrauði. Þvílíkur hiti og með tilheyrandi reyk þegar brauðið er opnað. Frægt er orðið þegar Ali G, í samnefndum þáttum, reyndi að selja Donald Trump hanska til að borða ís með, svo ísinn læki ekki á hann. Viðskipajöfurinn keypti þá hugmynd ekki alveg en svei mér þá ef sérstakur hanski til að meðhöndla nýristað pítubrauð er ekki þúsund dollara hugmynd. Neikvæðni hefur ekki einkennt bakþankaskrifin hingað til ef frá er talinn einn pistill þar sem reykinga- og tyggjósóðar fengu að kenna á því. Mig langaði hins vegar að leggja til eina óskráða reglu. Hún er sú að fólk sem biður um far sé tilbúið þegar það er sótt. Það er eitthvað í meira lagi óeðlilegt við að sá sem skutlar sé sá sem bíður í einhverjar mínútur eftir þeim sem greiðan þiggur. En minna tuð og meira stuð. Akstur um höfuðborgarsvæðið varð nefnilega að forréttindum á dögunum þegar ég uppgötvaði nýja útvarpsstöð. Ég hlusta aldrei á útvarp nema í bílnum og þar er Retro FM 89,5 orðin að fyrsta kosti. Slagarar allt frá Stjórninni og Nýdönsk yfir í Eagles og Bon Jovi með viðkomu hjá Abba og Sir Elton gera alla rúnta betri. Þá kemur stöðin sér sérstaklega vel á meðan beðið er eftir þeim bíllausa.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun