Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. Erlent 1.3.2025 11:31
Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði þakklæti sitt til bandarísku þjóðarinnar í viðtali á Fox sjónvarpsstöðinni vestra í kvöld í framhaldi af því sem mætti kalla hitafund forsetans með forseta og varaforseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í kvöld. Í tæplega hálftíma viðtali talaði Selenskí aldrei illa um Bandaríkjaforseta, baðst ekki afsökunar og sagði mikilvægt að samskipti væri hreinskiptin. Erlent 1.3.2025 00:11
Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Spennan var áþreifanleg á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, Donalds Trump Bandaríkjaforseta og J.D. Vance varaforseta og orðskiptin kaldranaleg. Fulltrúar Bandaríkjanna saka Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og segja hann hætta á heimsstyrjöld. Erlent 28.2.2025 18:55
Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Á meðal meginþátta sem greinir Donald Trump frá flestum öðrum stjórnmálamönnum samtímans er hvernig hann beitir samsæriskenningum sem pólitísku vopni – ekki bara af og til, heldur sem meginuppistöðu í orðræðu sinni. Frá því að hann steig fram á svið bandarískra stjórnmála hefur hann gert út á tortryggni og upplýsingaóreiðu, bæði til að veikja andstæðinga sína og til að efla fylgjendur sína. Lífið 26. febrúar 2025 13:32
Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Myndskeiði sem búið var til með aðstoð gervigreindar og sýnir ákveðna framtíðarsýn fyrir Gasa, hefur verið deilt á samfélagsmiðlaaðgöngum Donald Trump Bandaríkjaforseta. Erlent 26. febrúar 2025 12:23
Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur greint frá fyrirætlunum um að taka upp „gullkort“ áþekkt hinu svokallaða „græna korti“, nema það verður selt auðjöfrum fyrir fimm milljónir dala. Erlent 26. febrúar 2025 11:21
Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi virðist ekki geta fullyrt að Íslendingar sem eru með kynsegin skráningu í vegabréfinu sínu lendi ekki í vandræðum við komuna til Bandaríkjanna. Innlent 26. febrúar 2025 08:35
Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, tilkynnti í kvöld að í framtíðinni muni starfsmenn Donalds Trump, forseta, sjálfir velja hvaða blaðamenn fái að sækja Hvíta húsið heim og sitja blaðamannafundi og hverjir fá að fylgja Trump eftir á ferðum hans um heiminn. Hingað til hefur það verið ákveðið af samtökum blaðamanna. Erlent 25. febrúar 2025 21:56
Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Ráðamenn í Úkraínu hafa komist að samkomulagi við ríkisstjórn Donalds Trump, um samstarf á sviði efnahagsmála. Þetta kemur fram í frétt Financial Times en þar segir að Bandaríkjamenn hafi látið af kröfum sínum um fimm hundruð milljarða dala sjóð sem helmingur tekna Úkraínuríkis átti að fara í. Erlent 25. febrúar 2025 19:40
Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í dag stærstu aukningu í fjárútlátum til varnarmála frá tímum kalda stríðsins. Bretar ætla sér að verja 2,5 prósentum af landsframleiðslu í varnarmál fyrir árið 2027 en það er fyrr en áður stóð til og á hlutfallið að fara í þrjú prósent eftir það. Erlent 25. febrúar 2025 18:07
Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum vita nú vart í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, eftir að hafa fengið afar misvísandi skilaboð frá stjórnvöldum og yfirmönnum sínum. Erlent 25. febrúar 2025 12:30
Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Ólík afstaða stjórnvalda í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar kom bersýnilega í ljós þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Emmanuel Macron Frakklandsforseta í Hvíta húsinu í gær. Innlent 25. febrúar 2025 06:59
Segir Selenskí á leið til Washington Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vólódímír Selenskí, kollega hans frá Úkraínu, hugsanlega á leið til Washington DC í þessari eða næstu viku. Þá myndu forsetarnir skrifa undir samkomulag varðandi aðgengi Bandaríkjamanna að auðlindum Úkraínu og endurgreiðslu Úkraínumanna fyrir hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum. Erlent 24. febrúar 2025 18:57
Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Leikmenn Philadelphiu Eagles hafa hafnað boði Donalds Trump í Hvíta húsið eftir að liðið vann Ofurskálina fyrr í mánuðinum. Félagið hafnar því boði forsetans öðru sinni, en ekkert varð af álíka boði í fyrri forsetatíð Trumps. Sport 24. febrúar 2025 12:30
Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að nær allir starfsmenn USAid yrðu sendir í launað leyfi og samhliða yrðu 2.000 störf hjá stofnuninni lögð niður. Erlent 24. febrúar 2025 06:40
Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Keith Kellogg, erindreki bandraískra stjórnvalda gagnvart Úkraínu, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta víggirtan og hugrakkan leiðtoga þjóðar í stríði. Þetta sagði Kellogg áður en hann kvaddi Úkraínu í gær og setur allt annan tón en Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur kallað Selenskí einræðisherra. Erlent 22. febrúar 2025 10:07
Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Hinsegin kórnum hafði þegið boð um að koma fram á World Pride í Washington D.C. í Bandaríkjunum í sumar en er hættur við. Hinsegin fólk er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og hvort kynsegin einstaklingum verði yfir höfuð hleypt inn í landið. Innlent 21. febrúar 2025 08:34
Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Alríkisdómari hefur neitað kröfu verkalýðsfélaga um að stöðva fjöldauppsagnir opinberra starfsmanna í Bandaríkjunum og vísað máli þeirra frá. Erlent 21. febrúar 2025 07:58
Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Þóra Tómasdóttir dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu henti fyrirspurn um Teslu-skömm inn á Facebook-hópinn „Tesla eigendur og áhugafólk“ en hlaut frekar dræmar viðtökur við spurningum sínum. Innlent 20. febrúar 2025 15:22
Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stendur í vegi þess að G7 ríkin sendi út sameiginlega yfirlýsingu á þriggja ára afmæli innrásar Rússa í Úkraínu. Trump-liðar eru sagðir þvertaka fyrir að Rússar séu nefndir sem „árásaraðili“ í yfirlýsingunni en Trump hefur á undanförnum dögum haldið því fram að Úkraínumenn beri sjálfir ábyrgð á innrás Rússa. Erlent 20. febrúar 2025 14:05
Trump fetar í fótspor Breivik „Sá sem bjargar landi sínu brýtur engin lög,“ sagði Donald Trump á samfélagsmiðlum síðustu helgi. Frasinn er gjarnan eignaður Napóleon Bónaparte og hefur verið notaður af ýmsum mönnum, þar á meðal forseta El Salvador og Anders Behring Breivik. Erlent 20. febrúar 2025 11:57
Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Háttsettur embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að mútuþægnimálið gegn Eric Adams, borgarstjóra New York, komi niður á getu hans til að starfa með Donald Trump, forseta, í aðgerðum hans varðandi farand- og flóttafólk. Því sé rétt að láta málið niður alla. Erlent 20. febrúar 2025 10:12
Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað leiðtogum varnarmálaráðuneytisins (Pentagon) að undirbúa stórfelldan niðurskurð á næstu árum. Til stendur að skera niður um átta prósent á ári hverju, næstu fimm ár, og er markmiðið að fjármagna sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar. Erlent 20. febrúar 2025 08:11
Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi „Ég held að Rússar vilji sjá stríðið taka enda; virkilega. Ég tel þá halda svolítið á spilunum þar sem þeir hafa tekið yfir mikið landsvæði. Þeir eru með spilin í höndunum.“ Erlent 20. febrúar 2025 07:03