Hjólreiðamenn eltir af strúti á 50 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 8. mars 2016 12:18 Strútar eru ótrúlegar skepnur og geta hlaupið á allt að 65 km hraða og geta haldið 50 km hraða samfellt í yfir 30 mínútur. Þeir eru fótfráustu skepnur jarðar á tveimur fótum. Það er því ekki gaman að vera eltur af strúti á einmitt þeim hraða mjög lengi. Það fengu þessir tveir hjólreiðamenn að reyna í S-Afríku um daginn og líklega gætti örlítillar hræðslu hjá þeim, enda eru strútar grimmar skepnur og nokkur dæmi um að strútar hafi drepið fólk í árásum sínum ef þeim finnst þeim ógnað. Eins og á myndskeiðinu sést heldur strúturinn miklum hraða og sá sem tók myndirnar, sem líklega var á mótorhjóli, sagði að hann hafi farið létt með að halda 50 km hraða á eftir hjólreiðamönnunum, sem áttu að vonum fullt í fangi með að halda þeim hraða og er slíkt aðeins góðum hjólreiðamönnum gerlegt. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent
Strútar eru ótrúlegar skepnur og geta hlaupið á allt að 65 km hraða og geta haldið 50 km hraða samfellt í yfir 30 mínútur. Þeir eru fótfráustu skepnur jarðar á tveimur fótum. Það er því ekki gaman að vera eltur af strúti á einmitt þeim hraða mjög lengi. Það fengu þessir tveir hjólreiðamenn að reyna í S-Afríku um daginn og líklega gætti örlítillar hræðslu hjá þeim, enda eru strútar grimmar skepnur og nokkur dæmi um að strútar hafi drepið fólk í árásum sínum ef þeim finnst þeim ógnað. Eins og á myndskeiðinu sést heldur strúturinn miklum hraða og sá sem tók myndirnar, sem líklega var á mótorhjóli, sagði að hann hafi farið létt með að halda 50 km hraða á eftir hjólreiðamönnunum, sem áttu að vonum fullt í fangi með að halda þeim hraða og er slíkt aðeins góðum hjólreiðamönnum gerlegt.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent