Fannar hló dátt að misheppnuðum troðslum, sniðskotum og sendingum eins og honum einum er lagið, en hann var síðan skammaður sjálfur í beinni útsendingu.
Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, tísti á myllumerki þáttarins #dominos365:
@korfuboltakvold Ég er ömurleg tískulögga ef Fannar skammar einhvern í kvöld með þetta bindi við þessa skyrtu þá ...#dominos365
— Haraldur Dean Nelson (@HalliNelson) March 7, 2016
„Ég talaði við Hemma Hauks og sagðist vera með græna skyrtu og bláan jakka. Ég spurði hvort þetta gæti virkað saman. Hann sagði já, ég þyrfti bara að setja á mig blátt bindi og setja grænt drasl í brjóstvasann. Þá gengur þetta upp. Þetta er Hemma að kenna,“ sagði Fannar.
Kjartan Atli Kjartansson spurði þá eðlilega hvar blái jakkinn væri þar sem Fannar var í gráum jakka. Hermann var að horfa á þáttinn og var fljótur að svara fyrir sig.
Þetta er ekki BLÁR jakki Fannar
@dominos365
— Hermann Hauksson (@HemmiHauks) March 7, 2016
Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.