Fyrra undanúrslitakvöld hæfileikakeppninnar Ísland Got Talent var sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöldi. Þau Símon og Halla stóðu uppi sem sigurvegarar eftir harða baráttu og hljómsveitin Kyrrð hafnaði í öðru sæti.
Sjá einnig: Sjáðu siguratriði kvöldsins
Ásamt keppendum kom einnig fram söngkonan Alda Dís, sem bar sigur úr býtum í keppninni í fyrra. Hún flutti lagið Augnablik sem hafnaði í öðru sæti í söngvakeppni sjónvarpsins í síðasta mánuði.
Nokkrar vel valdar myndir frá fyrra undanúrslitakvöldinu má sjá hér að neðan.
Svona var stemningin á fyrra undanúrslitakvöldi Ísland Got Talent

Tengdar fréttir

Sjáðu flutning Öldu Dísar á laginu Augnablik í Ísland Got Talent
Söngkonan Alda Dís flutti lagið á fyrsta undanúrslitakvöldi Ísland Got Talent í gærkvöldi.

Þessi atriði komust áfram í Ísland Got Talent
Afar mjótt var á munum.

Fylgstu með umræðum um Ísland Got Talent
Fyrsti undanúrslitaþáttur Ísland Got Talent fer nú fram í beinni útsendingu á Stöð 2.