„BDSM á Íslandi hefur ekki 'sameinast' Samtökunum '78“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 7. mars 2016 14:23 Stjórn Samtakanna '78 hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna aðildar BDSM á Íslandi að samtökunum. Vísir/Vilhelm Stjórn Samtakanna ’78 segir að fréttir um klofning í samtökunum séu stórlega ýktar. „Í dag hafa verið bæði skráningar í félagið og úr því en hvorugur hópurinn er fjölmennur miðað við heildarfjölda félaga sem telur um 1.100 manns,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn félagsins. Í yfirlýsingunni er farið yfir aðdraganda þess að BDSM Ísland fékk aðild að samtökunum en samtökin eru enn sjálfstæð. Þá segir stjórnin að hvorki núverandi né fyrrverandi stjórn hafi tekið afstöðu í málinu, það hafi verið í höndum félagsmanna að taka afstöðu. „BDSM á Íslandi hefur ekki ‘sameinast’ Samtökunum ‘78. Samtökin ‘78 eru regnhlífarsamtök ólíkra hinsegin félaga, þótt félagsaðild hafi verið og sé enn bundin við einstaklingsaðild. BDSM á Íslandi verður nú í hópi 8 annarra félaga,“ segir stjórnin. Málið hófst með umsókn BDSM samtakanna um aðild að Samtökunum ’78 en stjórnin segir að strax hafi verið ljóst að málið yrði umdeilt á meðal félagsmanna. „ Stjórninni var fullljóst að umsóknin kynni að reynast umdeild meðal félagsfólk, að margt félagsfólk hefði spurningar um hvað möguleg aðild BDSM á Íslandi að samtökunum þýddi og hefði hugsanlega áhyggjur af ímynd félagsins,“ segir í yfirlýsingunni. „Bæði þáverandi og núverandi stjórnir félagsins skilja vel þessar áhyggjur fólks og hafa reynt að koma til móts við félaga með því að efna til upplýsinga- og umræðufunda,“ segir stjórnin en bætir við að töluverður hluti félagsfólks hafi stutt umsókn BDSM á Íslandi. Til stendur að halda félagsfund í samtökunum til að fara betur yfir málið en stjórnin óskar eftir að fá svigrúm til að bregðast frekar við málinu en gert er í yfirlýsingunni. Hinsegin Tengdar fréttir Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13 BDSM-félagið fékk aðild að Samtökunum 78 Samþykkt með 37 atkvæðum gegn 31. 5. mars 2016 16:34 Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Stjórn Samtakanna ’78 segir að fréttir um klofning í samtökunum séu stórlega ýktar. „Í dag hafa verið bæði skráningar í félagið og úr því en hvorugur hópurinn er fjölmennur miðað við heildarfjölda félaga sem telur um 1.100 manns,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn félagsins. Í yfirlýsingunni er farið yfir aðdraganda þess að BDSM Ísland fékk aðild að samtökunum en samtökin eru enn sjálfstæð. Þá segir stjórnin að hvorki núverandi né fyrrverandi stjórn hafi tekið afstöðu í málinu, það hafi verið í höndum félagsmanna að taka afstöðu. „BDSM á Íslandi hefur ekki ‘sameinast’ Samtökunum ‘78. Samtökin ‘78 eru regnhlífarsamtök ólíkra hinsegin félaga, þótt félagsaðild hafi verið og sé enn bundin við einstaklingsaðild. BDSM á Íslandi verður nú í hópi 8 annarra félaga,“ segir stjórnin. Málið hófst með umsókn BDSM samtakanna um aðild að Samtökunum ’78 en stjórnin segir að strax hafi verið ljóst að málið yrði umdeilt á meðal félagsmanna. „ Stjórninni var fullljóst að umsóknin kynni að reynast umdeild meðal félagsfólk, að margt félagsfólk hefði spurningar um hvað möguleg aðild BDSM á Íslandi að samtökunum þýddi og hefði hugsanlega áhyggjur af ímynd félagsins,“ segir í yfirlýsingunni. „Bæði þáverandi og núverandi stjórnir félagsins skilja vel þessar áhyggjur fólks og hafa reynt að koma til móts við félaga með því að efna til upplýsinga- og umræðufunda,“ segir stjórnin en bætir við að töluverður hluti félagsfólks hafi stutt umsókn BDSM á Íslandi. Til stendur að halda félagsfund í samtökunum til að fara betur yfir málið en stjórnin óskar eftir að fá svigrúm til að bregðast frekar við málinu en gert er í yfirlýsingunni.
Hinsegin Tengdar fréttir Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13 BDSM-félagið fékk aðild að Samtökunum 78 Samþykkt með 37 atkvæðum gegn 31. 5. mars 2016 16:34 Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13
Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08