„Ég ætla ekki í neinn slag, ég ætla í ferðalag“ Una Sighvatsdóttir skrifar 6. mars 2016 19:25 Nú eru tæpar 16 vikur þar til nýr forseti verður kjörinn á Bessastaði. Fáir hafa enn staðfst framboð sitt, en sagan sýnir að mars er sá mánuður sem sigurstranglegustu frambjóðendurnir koma fram. Svo nú fer hver að verða síðastur. Það sem af er marsmánuði hafa tveir stigið fram og boðið sig fram til embættis forseta. Sá fyrri er Heimir Örn Hólmarsson, 36 ára rafmagnstæknifræðingur. Í dag bættist svo í hópinn Vigfús Bjarni Albertsson, starfandi sjúkrahúsprestur.Áskorun sem vatt upp á sig Stuðningsmenn Vigfúsar boðuðu til fundar á Hótel Borg þar sem þeir afhentu Vigfúsi 500 undirskriftir með áskorun um framboð, og Vigfús og eiginkona hans Valdís Ösp Ívarsdóttir, tóku áskoruninni. „Hugmyndin var alls ekki okkar hjóna, alls ekki, en svo vatt þetta svona upp á sig og nú finnst okkur þetta orðið það stórt að okkkur langar að fara í þessa vegferð og sjá hvað gerist," sagði Vigfús Bjarni í samtali við fréttastofu að loknum áskorunarfundinum í dag. Vigfús Bjarni er guðfræðingur að mennt og starfar á Landspítalanum. Hann kemur því úr allt annarri átt en sitjandi forseti og áherslur hans eru ekki pólitískar.Lítur á kosningabaráttuna sem ferðalag „Ef ég yrði valin þá vona ég að ég hafi hugrekki tl að ganga fram og leiða það sem er sameiginlegt í okkar þjóðarsál, að vilja standa vörð um heilbrigðiskerfið og eldri borgara og þetta daglega líf okkar. Mig langar til þess að vera hluti af þessu og tala um þetta og minna á þetta.“Og þú ert tilbúinn í slaginn? „Ég ætla ekki í neinn slag, ég ætla í ferðalag," sagði Vigfús Bjarni brosandi. Alls hafa nú átta manns opinberlega sóst eftir forsetaembættinu, en einnig hafa þær Salvör Nordal og Katrín Jakobsdóttir sagst íhuga málið alvarlega auk þess sem Össur Skarphéðinsson er sterklega orðaður við framboð. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Vigfús Bjarni býður sig fram til forseta Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur, tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á Hótel Borg í dag. 6. mars 2016 14:58 Katrín Jakobsdóttir íhugar forsetaframboð Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri grænna, er nú að íhuga það hvort hún gefi kost á sér sem forseti Íslands. 3. mars 2016 09:08 Heimir Örn býður sig fram til forseta Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. 4. mars 2016 08:45 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Nú eru tæpar 16 vikur þar til nýr forseti verður kjörinn á Bessastaði. Fáir hafa enn staðfst framboð sitt, en sagan sýnir að mars er sá mánuður sem sigurstranglegustu frambjóðendurnir koma fram. Svo nú fer hver að verða síðastur. Það sem af er marsmánuði hafa tveir stigið fram og boðið sig fram til embættis forseta. Sá fyrri er Heimir Örn Hólmarsson, 36 ára rafmagnstæknifræðingur. Í dag bættist svo í hópinn Vigfús Bjarni Albertsson, starfandi sjúkrahúsprestur.Áskorun sem vatt upp á sig Stuðningsmenn Vigfúsar boðuðu til fundar á Hótel Borg þar sem þeir afhentu Vigfúsi 500 undirskriftir með áskorun um framboð, og Vigfús og eiginkona hans Valdís Ösp Ívarsdóttir, tóku áskoruninni. „Hugmyndin var alls ekki okkar hjóna, alls ekki, en svo vatt þetta svona upp á sig og nú finnst okkur þetta orðið það stórt að okkkur langar að fara í þessa vegferð og sjá hvað gerist," sagði Vigfús Bjarni í samtali við fréttastofu að loknum áskorunarfundinum í dag. Vigfús Bjarni er guðfræðingur að mennt og starfar á Landspítalanum. Hann kemur því úr allt annarri átt en sitjandi forseti og áherslur hans eru ekki pólitískar.Lítur á kosningabaráttuna sem ferðalag „Ef ég yrði valin þá vona ég að ég hafi hugrekki tl að ganga fram og leiða það sem er sameiginlegt í okkar þjóðarsál, að vilja standa vörð um heilbrigðiskerfið og eldri borgara og þetta daglega líf okkar. Mig langar til þess að vera hluti af þessu og tala um þetta og minna á þetta.“Og þú ert tilbúinn í slaginn? „Ég ætla ekki í neinn slag, ég ætla í ferðalag," sagði Vigfús Bjarni brosandi. Alls hafa nú átta manns opinberlega sóst eftir forsetaembættinu, en einnig hafa þær Salvör Nordal og Katrín Jakobsdóttir sagst íhuga málið alvarlega auk þess sem Össur Skarphéðinsson er sterklega orðaður við framboð.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Vigfús Bjarni býður sig fram til forseta Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur, tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á Hótel Borg í dag. 6. mars 2016 14:58 Katrín Jakobsdóttir íhugar forsetaframboð Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri grænna, er nú að íhuga það hvort hún gefi kost á sér sem forseti Íslands. 3. mars 2016 09:08 Heimir Örn býður sig fram til forseta Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. 4. mars 2016 08:45 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Vigfús Bjarni býður sig fram til forseta Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur, tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á Hótel Borg í dag. 6. mars 2016 14:58
Katrín Jakobsdóttir íhugar forsetaframboð Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri grænna, er nú að íhuga það hvort hún gefi kost á sér sem forseti Íslands. 3. mars 2016 09:08
Heimir Örn býður sig fram til forseta Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. 4. mars 2016 08:45