Fallnir Víkingar gerðu 20-20 jafntefli við Akureyri í fyrsta leik 23. umferðar í Olís-deild karla í handbolta í dag.
Víkingar féllu endanlega niður í 1. deild eftir tap fyrir Aftureldingu í síðustu umferð en lærisveinar Ágústs Jóhannssonar voru klaufar að landa ekki sigri í Víkinni í dag.
Víkingur leiddi lengst af en Akureyri átti fínan endasprett og náði að tryggja sér annað stigið.
Jóhann Reynir Gunnlaugsson var markahæstur í liði Víkings með sex mörk en Hlynur Óttarsson kom næstur með fjögur. Unglingalandsliðsmaðurinn Einar Baldvin Baldvinsson varði yfir 20 skot í marki heimamanna.
Brynjar Hólm Gestsson, Sigþór Heimisson, Kristján Orri Jóhannsson, Halldór Logi Árnason og Bergvin Þór Gíslason skoruðu þrjú mörk hver fyrir Akureyri. Sá síðastnefndi fékk beint rautt spjald snemma í seinni hálfleik fyrir að skjóta boltanum í andlit Einars Baldvins úr vítakasti.
Víkingar eru rótfastir við botninn með átta stig en Akureyri er enn í 8. sæti, nú með 20 stig.
Mörk Víkings:
Jóhann Reynir Gunnlaugsson 6, Hlynur Óttarsson 4, Atli Karl Bachmann 3, Karolis Stropus 2, Víglundur Jarl Þórsson 2, Atli Hjörvar Einarsson 1, Ægir Hrafn Jónsson 1, Logi Ágústsson 1.
Mörk Akureyrar:
Brynjar Hólm Gestsson 3, Sigþór Heimisson 3, Kristján Orri Jóhannsson 3, Halldór Logi Árnason 3, Bergvin Þór Gíslason 3, Hörður Másson 2, Andri Snær Stefánsson 1, Ingimundur Ingimundarson 1, Róbert Sigurðarson 1.
Jafnt í Víkinni
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn

Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
