Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. mars 2016 09:16 Conor McGregor tapaði sínum fyrsta UFC-bardaga á ferlinum í nótt, er Nate Diaz vann hann á hengingu [e. rear naked choke] í annarri lotu í bardaga þeirra í Las Vegas. Þetta var fyrsti bardagi McGregor í veltivigt en það er tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan fjaðurvigt, þar sem hann hefur öllu jöfnu keppt og er ríkjandi UFC-meistari. Upphaflega ætlaði McGregor að færa sig upp um aðeins einn þyngdarflokk og keppa við léttvigtarmeistarann Rafael Dos Anjos en hann var að draga sig úr bardaganum fyrir aðeins ellefu dögum síðan vegna meiðsla. Diaz tók því bardagann að sér með skömmum fyrirvara og hafði McGregor góða stjórn á bardaganum í fyrstu, en fyrirfram var hann talinn talsvert sigurstranglegri.Vísir/GettyMcGregor vankaður McGregor náði að landa nokkrum öflugum vinstri handar höggum í fyrstu lotu og fékk Diaz snemma skurð yfir hægra auganu. Diaz stóð höggin vel af sér og náði McGregor niður seint í fyrstu lotunni, en Írinn var fljótur að bregðast við og ná aftur yfirtökum. Síðari lotann þróaðist á svipaðan máta. McGregor byrjaði vel en svo kom vendipunktur þegar Diaz náði öflugu vinstri handar höggi á McGregor, sem virtist vankaður. McGregor reyndi að standa af sér árás Diaz. Írinn reyndi að koma sér undan höggunum með því að ná Diaz niður í gólfið en átti aldrei möguleika eftir það. Diaz náði stjórn á baki McGregor sem gafst upp eftir að Bandaríkjamaðurinn náði „rear naked choke“ hengingartaki.Vísir/GettyÉg er auðmjúkur í tapi Þetta var þriðja tap McGregor á ferlinum í blönduðum bardagalistum og fyrsta tapið eftir fimmtán sigra í röð. Hann hefur nú unnið alls nítján sigra en tapað þremur. Árangur hans í UFC eru nú sjö sigrar og eitt tap. „Ég tók áhættu með því að fara upp í veltivigt,“ sagði McGregor eftir bardagann í nótt. „Ég fór illa með orkuna mína. En ég er auðmjúkur í bæði sigrum mínum og töpum. Hann tók þennan bardaga með afar skömmum fyrirvara og kláraði verkið.“ „Hann var skilvirkur en ekki ég. Svona lagað gerist. Ég mun læra af þessu og vaxa. Ég tek þessu eins og maður.“ Diaz var sigurreifur eftir bardagann og notaði blótsyrði sem ekki verða höfð eftir hér. „Þetta kom mér ekki á óvart. Það er nýr konungur mættur.“ MMA Tengdar fréttir Gunnar: Conor klárar Diaz í annarri lotu Gunnar Nelson ætlar að fylgjast með vini sínum, Conor McGregor, í sófanum heima hjá sér í nótt. Þá berst Conor við Nate Diaz í Las Vegas. 5. mars 2016 19:15 Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45 Sjáðu það helsta frá opnu æfingunni í gær Áhorfendur stóðu í biðröð í marga klukkutíma í gær til þess að fylgjast með Conor McGregor æfa á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas. 3. mars 2016 14:00 Conor glæsilegur á vigtinni | Horfðu á vigtunina Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. 4. mars 2016 23:45 Conor lofar enn einu rothögginu Conor McGregor stígur inn í búrið í Las Vegas í nótt. Hann er búinn að vinna fimmtán bardaga í röð og ætlar sér að rota Nate Diaz í fyrstu lotu. Conor hefur rotað andstæðinga sína 17 sinnum í 19 sigrum. 5. mars 2016 09:00 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Varar nýju stjörnuna í þungavigtinni við að mæta Usyk strax Magnús Eyjólfsson er látinn Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Gælir við HM eftir að hafa grýtt sleggjunni sjötíu metra Sjá meira
Conor McGregor tapaði sínum fyrsta UFC-bardaga á ferlinum í nótt, er Nate Diaz vann hann á hengingu [e. rear naked choke] í annarri lotu í bardaga þeirra í Las Vegas. Þetta var fyrsti bardagi McGregor í veltivigt en það er tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan fjaðurvigt, þar sem hann hefur öllu jöfnu keppt og er ríkjandi UFC-meistari. Upphaflega ætlaði McGregor að færa sig upp um aðeins einn þyngdarflokk og keppa við léttvigtarmeistarann Rafael Dos Anjos en hann var að draga sig úr bardaganum fyrir aðeins ellefu dögum síðan vegna meiðsla. Diaz tók því bardagann að sér með skömmum fyrirvara og hafði McGregor góða stjórn á bardaganum í fyrstu, en fyrirfram var hann talinn talsvert sigurstranglegri.Vísir/GettyMcGregor vankaður McGregor náði að landa nokkrum öflugum vinstri handar höggum í fyrstu lotu og fékk Diaz snemma skurð yfir hægra auganu. Diaz stóð höggin vel af sér og náði McGregor niður seint í fyrstu lotunni, en Írinn var fljótur að bregðast við og ná aftur yfirtökum. Síðari lotann þróaðist á svipaðan máta. McGregor byrjaði vel en svo kom vendipunktur þegar Diaz náði öflugu vinstri handar höggi á McGregor, sem virtist vankaður. McGregor reyndi að standa af sér árás Diaz. Írinn reyndi að koma sér undan höggunum með því að ná Diaz niður í gólfið en átti aldrei möguleika eftir það. Diaz náði stjórn á baki McGregor sem gafst upp eftir að Bandaríkjamaðurinn náði „rear naked choke“ hengingartaki.Vísir/GettyÉg er auðmjúkur í tapi Þetta var þriðja tap McGregor á ferlinum í blönduðum bardagalistum og fyrsta tapið eftir fimmtán sigra í röð. Hann hefur nú unnið alls nítján sigra en tapað þremur. Árangur hans í UFC eru nú sjö sigrar og eitt tap. „Ég tók áhættu með því að fara upp í veltivigt,“ sagði McGregor eftir bardagann í nótt. „Ég fór illa með orkuna mína. En ég er auðmjúkur í bæði sigrum mínum og töpum. Hann tók þennan bardaga með afar skömmum fyrirvara og kláraði verkið.“ „Hann var skilvirkur en ekki ég. Svona lagað gerist. Ég mun læra af þessu og vaxa. Ég tek þessu eins og maður.“ Diaz var sigurreifur eftir bardagann og notaði blótsyrði sem ekki verða höfð eftir hér. „Þetta kom mér ekki á óvart. Það er nýr konungur mættur.“
MMA Tengdar fréttir Gunnar: Conor klárar Diaz í annarri lotu Gunnar Nelson ætlar að fylgjast með vini sínum, Conor McGregor, í sófanum heima hjá sér í nótt. Þá berst Conor við Nate Diaz í Las Vegas. 5. mars 2016 19:15 Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45 Sjáðu það helsta frá opnu æfingunni í gær Áhorfendur stóðu í biðröð í marga klukkutíma í gær til þess að fylgjast með Conor McGregor æfa á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas. 3. mars 2016 14:00 Conor glæsilegur á vigtinni | Horfðu á vigtunina Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. 4. mars 2016 23:45 Conor lofar enn einu rothögginu Conor McGregor stígur inn í búrið í Las Vegas í nótt. Hann er búinn að vinna fimmtán bardaga í röð og ætlar sér að rota Nate Diaz í fyrstu lotu. Conor hefur rotað andstæðinga sína 17 sinnum í 19 sigrum. 5. mars 2016 09:00 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Varar nýju stjörnuna í þungavigtinni við að mæta Usyk strax Magnús Eyjólfsson er látinn Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Gælir við HM eftir að hafa grýtt sleggjunni sjötíu metra Sjá meira
Gunnar: Conor klárar Diaz í annarri lotu Gunnar Nelson ætlar að fylgjast með vini sínum, Conor McGregor, í sófanum heima hjá sér í nótt. Þá berst Conor við Nate Diaz í Las Vegas. 5. mars 2016 19:15
Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45
Sjáðu það helsta frá opnu æfingunni í gær Áhorfendur stóðu í biðröð í marga klukkutíma í gær til þess að fylgjast með Conor McGregor æfa á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas. 3. mars 2016 14:00
Conor glæsilegur á vigtinni | Horfðu á vigtunina Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. 4. mars 2016 23:45
Conor lofar enn einu rothögginu Conor McGregor stígur inn í búrið í Las Vegas í nótt. Hann er búinn að vinna fimmtán bardaga í röð og ætlar sér að rota Nate Diaz í fyrstu lotu. Conor hefur rotað andstæðinga sína 17 sinnum í 19 sigrum. 5. mars 2016 09:00