Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. mars 2016 09:16 Conor McGregor tapaði sínum fyrsta UFC-bardaga á ferlinum í nótt, er Nate Diaz vann hann á hengingu [e. rear naked choke] í annarri lotu í bardaga þeirra í Las Vegas. Þetta var fyrsti bardagi McGregor í veltivigt en það er tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan fjaðurvigt, þar sem hann hefur öllu jöfnu keppt og er ríkjandi UFC-meistari. Upphaflega ætlaði McGregor að færa sig upp um aðeins einn þyngdarflokk og keppa við léttvigtarmeistarann Rafael Dos Anjos en hann var að draga sig úr bardaganum fyrir aðeins ellefu dögum síðan vegna meiðsla. Diaz tók því bardagann að sér með skömmum fyrirvara og hafði McGregor góða stjórn á bardaganum í fyrstu, en fyrirfram var hann talinn talsvert sigurstranglegri.Vísir/GettyMcGregor vankaður McGregor náði að landa nokkrum öflugum vinstri handar höggum í fyrstu lotu og fékk Diaz snemma skurð yfir hægra auganu. Diaz stóð höggin vel af sér og náði McGregor niður seint í fyrstu lotunni, en Írinn var fljótur að bregðast við og ná aftur yfirtökum. Síðari lotann þróaðist á svipaðan máta. McGregor byrjaði vel en svo kom vendipunktur þegar Diaz náði öflugu vinstri handar höggi á McGregor, sem virtist vankaður. McGregor reyndi að standa af sér árás Diaz. Írinn reyndi að koma sér undan höggunum með því að ná Diaz niður í gólfið en átti aldrei möguleika eftir það. Diaz náði stjórn á baki McGregor sem gafst upp eftir að Bandaríkjamaðurinn náði „rear naked choke“ hengingartaki.Vísir/GettyÉg er auðmjúkur í tapi Þetta var þriðja tap McGregor á ferlinum í blönduðum bardagalistum og fyrsta tapið eftir fimmtán sigra í röð. Hann hefur nú unnið alls nítján sigra en tapað þremur. Árangur hans í UFC eru nú sjö sigrar og eitt tap. „Ég tók áhættu með því að fara upp í veltivigt,“ sagði McGregor eftir bardagann í nótt. „Ég fór illa með orkuna mína. En ég er auðmjúkur í bæði sigrum mínum og töpum. Hann tók þennan bardaga með afar skömmum fyrirvara og kláraði verkið.“ „Hann var skilvirkur en ekki ég. Svona lagað gerist. Ég mun læra af þessu og vaxa. Ég tek þessu eins og maður.“ Diaz var sigurreifur eftir bardagann og notaði blótsyrði sem ekki verða höfð eftir hér. „Þetta kom mér ekki á óvart. Það er nýr konungur mættur.“ MMA Tengdar fréttir Gunnar: Conor klárar Diaz í annarri lotu Gunnar Nelson ætlar að fylgjast með vini sínum, Conor McGregor, í sófanum heima hjá sér í nótt. Þá berst Conor við Nate Diaz í Las Vegas. 5. mars 2016 19:15 Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45 Sjáðu það helsta frá opnu æfingunni í gær Áhorfendur stóðu í biðröð í marga klukkutíma í gær til þess að fylgjast með Conor McGregor æfa á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas. 3. mars 2016 14:00 Conor glæsilegur á vigtinni | Horfðu á vigtunina Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. 4. mars 2016 23:45 Conor lofar enn einu rothögginu Conor McGregor stígur inn í búrið í Las Vegas í nótt. Hann er búinn að vinna fimmtán bardaga í röð og ætlar sér að rota Nate Diaz í fyrstu lotu. Conor hefur rotað andstæðinga sína 17 sinnum í 19 sigrum. 5. mars 2016 09:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Conor McGregor tapaði sínum fyrsta UFC-bardaga á ferlinum í nótt, er Nate Diaz vann hann á hengingu [e. rear naked choke] í annarri lotu í bardaga þeirra í Las Vegas. Þetta var fyrsti bardagi McGregor í veltivigt en það er tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan fjaðurvigt, þar sem hann hefur öllu jöfnu keppt og er ríkjandi UFC-meistari. Upphaflega ætlaði McGregor að færa sig upp um aðeins einn þyngdarflokk og keppa við léttvigtarmeistarann Rafael Dos Anjos en hann var að draga sig úr bardaganum fyrir aðeins ellefu dögum síðan vegna meiðsla. Diaz tók því bardagann að sér með skömmum fyrirvara og hafði McGregor góða stjórn á bardaganum í fyrstu, en fyrirfram var hann talinn talsvert sigurstranglegri.Vísir/GettyMcGregor vankaður McGregor náði að landa nokkrum öflugum vinstri handar höggum í fyrstu lotu og fékk Diaz snemma skurð yfir hægra auganu. Diaz stóð höggin vel af sér og náði McGregor niður seint í fyrstu lotunni, en Írinn var fljótur að bregðast við og ná aftur yfirtökum. Síðari lotann þróaðist á svipaðan máta. McGregor byrjaði vel en svo kom vendipunktur þegar Diaz náði öflugu vinstri handar höggi á McGregor, sem virtist vankaður. McGregor reyndi að standa af sér árás Diaz. Írinn reyndi að koma sér undan höggunum með því að ná Diaz niður í gólfið en átti aldrei möguleika eftir það. Diaz náði stjórn á baki McGregor sem gafst upp eftir að Bandaríkjamaðurinn náði „rear naked choke“ hengingartaki.Vísir/GettyÉg er auðmjúkur í tapi Þetta var þriðja tap McGregor á ferlinum í blönduðum bardagalistum og fyrsta tapið eftir fimmtán sigra í röð. Hann hefur nú unnið alls nítján sigra en tapað þremur. Árangur hans í UFC eru nú sjö sigrar og eitt tap. „Ég tók áhættu með því að fara upp í veltivigt,“ sagði McGregor eftir bardagann í nótt. „Ég fór illa með orkuna mína. En ég er auðmjúkur í bæði sigrum mínum og töpum. Hann tók þennan bardaga með afar skömmum fyrirvara og kláraði verkið.“ „Hann var skilvirkur en ekki ég. Svona lagað gerist. Ég mun læra af þessu og vaxa. Ég tek þessu eins og maður.“ Diaz var sigurreifur eftir bardagann og notaði blótsyrði sem ekki verða höfð eftir hér. „Þetta kom mér ekki á óvart. Það er nýr konungur mættur.“
MMA Tengdar fréttir Gunnar: Conor klárar Diaz í annarri lotu Gunnar Nelson ætlar að fylgjast með vini sínum, Conor McGregor, í sófanum heima hjá sér í nótt. Þá berst Conor við Nate Diaz í Las Vegas. 5. mars 2016 19:15 Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45 Sjáðu það helsta frá opnu æfingunni í gær Áhorfendur stóðu í biðröð í marga klukkutíma í gær til þess að fylgjast með Conor McGregor æfa á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas. 3. mars 2016 14:00 Conor glæsilegur á vigtinni | Horfðu á vigtunina Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. 4. mars 2016 23:45 Conor lofar enn einu rothögginu Conor McGregor stígur inn í búrið í Las Vegas í nótt. Hann er búinn að vinna fimmtán bardaga í röð og ætlar sér að rota Nate Diaz í fyrstu lotu. Conor hefur rotað andstæðinga sína 17 sinnum í 19 sigrum. 5. mars 2016 09:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Gunnar: Conor klárar Diaz í annarri lotu Gunnar Nelson ætlar að fylgjast með vini sínum, Conor McGregor, í sófanum heima hjá sér í nótt. Þá berst Conor við Nate Diaz í Las Vegas. 5. mars 2016 19:15
Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45
Sjáðu það helsta frá opnu æfingunni í gær Áhorfendur stóðu í biðröð í marga klukkutíma í gær til þess að fylgjast með Conor McGregor æfa á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas. 3. mars 2016 14:00
Conor glæsilegur á vigtinni | Horfðu á vigtunina Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. 4. mars 2016 23:45
Conor lofar enn einu rothögginu Conor McGregor stígur inn í búrið í Las Vegas í nótt. Hann er búinn að vinna fimmtán bardaga í röð og ætlar sér að rota Nate Diaz í fyrstu lotu. Conor hefur rotað andstæðinga sína 17 sinnum í 19 sigrum. 5. mars 2016 09:00