Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 20-23 | Berglind frábær á lokakaflanum Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 6. mars 2016 16:30 Berglind Íris Hansdóttir lokaði Valsmarkinu í lokin. Vísir/Stefán Valskonur unnu ÍBV með þriggja marka mun úti í Eyjum í Olís deild kvenna í handbolta í dag. ÍBV byrjaði leikinn mun betur og leiddi mest allan leikinn, Valskonur sigu þó fram úr í lokin með Berglindi Írisi Hansdóttur fremsta í flokki, hún varði 22 skot í leiknum. Lokatölur voru 20:23 í þessum leik þar sem markvarslan var í fyrirrúmi. Hjá Val vantaði tvær byrjunarliðskonur en þær Íris Ásta Pétursdóttir og Morgan Marie McDonald, voru fjarri góðu gamni. Íris var veik heima og Morgan fékk höfuðhögg í síðasta leik. Leikurinn byrjaði eins ömurlega og hægt var, fyrstu mínúturnar voru í raun hrein hörmung og kom fyrsta mark leiksins ekki fyrr en á fimmtu mínútu. Þá komu fjögur mörk frá Val í röð og virtust þær ráða betur við byrjunina heldur en ÍBV. ÍBV tókst þó hægt og bítandi að snúa leiknum sér í vil, þökk sé góðum kafla í vörn og markvörslu tókst liðinu að koma sér tveimur mörkum yfir undir lok fyrri hálfleiksins. Kristín Guðmundsdóttir var í raun ömurleg í fyrri hálfleik hjá Val, þar sem hún átti tíu skot að marki en tókst einungis að skora eitt. Hún fann reyndar liðsfélaga sína mjög vel og átti líklega fjöldan allan af stoðsendingum í leiknum. Eyjastúlkur héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og virtust ætla að sigra nokkuð örugglega, þær héldu tveggja marka forskoti í nokkuð langan tíma en Drífa Þorvaldsdóttir gat komið liðinu tveimur mörkum yfir af vítalínunni þegar tíu mínútur voru eftir. Berglind Íris Hansdóttir varði vítakastið og þá snerist leikurinn við. Á síðustu tíu mínútunum skoruðu Valskonur fimm mörk gegn einungis einu frá ÍBV. Á lokakaflanum var Berglind frábær og kláraði leikinn með 22 skot varin. Erla Rós Sigmarsdóttir var einnig frábær í marki ÍBV en varði 21 skot og þar af tvö vítaköst, í raun grátlegt fyrir hana að horfa á eftir stigunum tveimur í lokin. Bryndís Elín Wöhler átti frábæran leik í sókninni hjá Val þar sem hún skoraði sjö mörk úr sjö skotum. Valur styrkir stöðu sína gríðarlega í deildinni með þessum sigri en þær eru nú tveimur stigum á undan ÍBV í 3. sæti deildarinnar.Hrafnhildur: Gátum varla kastað og gripið „Ég er ógeðslega svekkt, leið og reið. Ég er ótrúlega döpur yfir þessu,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV, eftir þriggja marka tap á heimavelli gegn Val. „Það þarf engan vísindamann til að sjá hverjir eru ekki á pari í dag. Það voru rosalega fáar á pari, Drífa skilaði sínu í kvöld og Erla stóð sig mjög vel í markinu.“ „Varnarlega erum við að fá á okkur 22 mörk, sem er alls ekki mikið fyrir okkur. Við höfum verið að fá á okkur drullumörg mörk í vetur en aftur á móti erum við búnar að skora langflestu mörkin í deildinni.“ „Sóknarlega höfum við aldrei verið í vandræðum en í dag gátum við varla kastað og gripið (í dag). Það skipti engu máli hvað við ætluðum að gera, það var ekki hægt að gera neitt.“ ÍBV er með tveggja marka forystu í hálfleik, hvað breytist í síðari hálfleik? „Það gerðist ekki neitt, sóknarlega eigum við skelfilegan dag.“ „Við þurfum að fara í það hvernig við mætum til leiks. Valsliðið var laskað, þær voru skelfilegar til að byrja með og spiluðu hræðilega. Að við skildum detta niður á þeirra plan var sorglegast.“ „Valsliðið var ekki tilbúið í þennan leik fyrr en þær sáu hvað við vorum ógeðslega lélegar. Það sorglegasta er að hafa ekki klárað Val á svona degi, þegar það vantaði tvo lykilmenn. Glórulaust að tapa í dag.“ „Ég vil fá liðið mitt eins og það mætti í Gróttuleikinn, þær spiluðu fyrri hálfleik stórkostlega og hvernig holningin var á liðinu þá, ég vil sjá svoleiðis aftur.“Alfreð: Ég er í skýjunum „Ég er alveg í skýjunum, það er svo einfalt,“ sagði Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals en hann mætti með laskað lið til Eyja og sigraði lið ÍBV. „Ég átti von á svona leik eins og þetta varð, við vorum með laskað lið og þetta er extra sætt finnst mér.“ Íris Ásta Pétursdóttir og Morgan Marie McDonald voru ekki með í dag og við spurðum Alfreð út í það. „Íris er veik og Morgan fékk heilahristing í síðasta leik, hægri vængurinn okkar í allan vetur. Þetta voru stór skörð að fylla, ég er ánægður með stelpurnar að sýna karakter og liðsheild.“ „Vörnin og Begga fyrir aftan og svo mjötluðum við þessum áfram sóknarlega, þetta var skemmtilegur sunnudagur í Eyjum fyrir okkur,“ sagði Alfreð að hafi verið mikilvægt í dag. Hvað breytist í hálfleik hjá Val? „Mér fannst á tímabili í fyrri hálfleik við vera klaufar að flýta okkur, við hefðum alveg eins geta verið tveimur yfir eins og þær. Mér fannst við laga það í síðari hálfleik, færri mistök og þær fóru að gera þessi mistök sem við gerðum.“ „Við urðum ennþá þéttari en síðan varði Begga víti sem gaf okkur byr undir báða vængi.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Valskonur unnu ÍBV með þriggja marka mun úti í Eyjum í Olís deild kvenna í handbolta í dag. ÍBV byrjaði leikinn mun betur og leiddi mest allan leikinn, Valskonur sigu þó fram úr í lokin með Berglindi Írisi Hansdóttur fremsta í flokki, hún varði 22 skot í leiknum. Lokatölur voru 20:23 í þessum leik þar sem markvarslan var í fyrirrúmi. Hjá Val vantaði tvær byrjunarliðskonur en þær Íris Ásta Pétursdóttir og Morgan Marie McDonald, voru fjarri góðu gamni. Íris var veik heima og Morgan fékk höfuðhögg í síðasta leik. Leikurinn byrjaði eins ömurlega og hægt var, fyrstu mínúturnar voru í raun hrein hörmung og kom fyrsta mark leiksins ekki fyrr en á fimmtu mínútu. Þá komu fjögur mörk frá Val í röð og virtust þær ráða betur við byrjunina heldur en ÍBV. ÍBV tókst þó hægt og bítandi að snúa leiknum sér í vil, þökk sé góðum kafla í vörn og markvörslu tókst liðinu að koma sér tveimur mörkum yfir undir lok fyrri hálfleiksins. Kristín Guðmundsdóttir var í raun ömurleg í fyrri hálfleik hjá Val, þar sem hún átti tíu skot að marki en tókst einungis að skora eitt. Hún fann reyndar liðsfélaga sína mjög vel og átti líklega fjöldan allan af stoðsendingum í leiknum. Eyjastúlkur héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og virtust ætla að sigra nokkuð örugglega, þær héldu tveggja marka forskoti í nokkuð langan tíma en Drífa Þorvaldsdóttir gat komið liðinu tveimur mörkum yfir af vítalínunni þegar tíu mínútur voru eftir. Berglind Íris Hansdóttir varði vítakastið og þá snerist leikurinn við. Á síðustu tíu mínútunum skoruðu Valskonur fimm mörk gegn einungis einu frá ÍBV. Á lokakaflanum var Berglind frábær og kláraði leikinn með 22 skot varin. Erla Rós Sigmarsdóttir var einnig frábær í marki ÍBV en varði 21 skot og þar af tvö vítaköst, í raun grátlegt fyrir hana að horfa á eftir stigunum tveimur í lokin. Bryndís Elín Wöhler átti frábæran leik í sókninni hjá Val þar sem hún skoraði sjö mörk úr sjö skotum. Valur styrkir stöðu sína gríðarlega í deildinni með þessum sigri en þær eru nú tveimur stigum á undan ÍBV í 3. sæti deildarinnar.Hrafnhildur: Gátum varla kastað og gripið „Ég er ógeðslega svekkt, leið og reið. Ég er ótrúlega döpur yfir þessu,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV, eftir þriggja marka tap á heimavelli gegn Val. „Það þarf engan vísindamann til að sjá hverjir eru ekki á pari í dag. Það voru rosalega fáar á pari, Drífa skilaði sínu í kvöld og Erla stóð sig mjög vel í markinu.“ „Varnarlega erum við að fá á okkur 22 mörk, sem er alls ekki mikið fyrir okkur. Við höfum verið að fá á okkur drullumörg mörk í vetur en aftur á móti erum við búnar að skora langflestu mörkin í deildinni.“ „Sóknarlega höfum við aldrei verið í vandræðum en í dag gátum við varla kastað og gripið (í dag). Það skipti engu máli hvað við ætluðum að gera, það var ekki hægt að gera neitt.“ ÍBV er með tveggja marka forystu í hálfleik, hvað breytist í síðari hálfleik? „Það gerðist ekki neitt, sóknarlega eigum við skelfilegan dag.“ „Við þurfum að fara í það hvernig við mætum til leiks. Valsliðið var laskað, þær voru skelfilegar til að byrja með og spiluðu hræðilega. Að við skildum detta niður á þeirra plan var sorglegast.“ „Valsliðið var ekki tilbúið í þennan leik fyrr en þær sáu hvað við vorum ógeðslega lélegar. Það sorglegasta er að hafa ekki klárað Val á svona degi, þegar það vantaði tvo lykilmenn. Glórulaust að tapa í dag.“ „Ég vil fá liðið mitt eins og það mætti í Gróttuleikinn, þær spiluðu fyrri hálfleik stórkostlega og hvernig holningin var á liðinu þá, ég vil sjá svoleiðis aftur.“Alfreð: Ég er í skýjunum „Ég er alveg í skýjunum, það er svo einfalt,“ sagði Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals en hann mætti með laskað lið til Eyja og sigraði lið ÍBV. „Ég átti von á svona leik eins og þetta varð, við vorum með laskað lið og þetta er extra sætt finnst mér.“ Íris Ásta Pétursdóttir og Morgan Marie McDonald voru ekki með í dag og við spurðum Alfreð út í það. „Íris er veik og Morgan fékk heilahristing í síðasta leik, hægri vængurinn okkar í allan vetur. Þetta voru stór skörð að fylla, ég er ánægður með stelpurnar að sýna karakter og liðsheild.“ „Vörnin og Begga fyrir aftan og svo mjötluðum við þessum áfram sóknarlega, þetta var skemmtilegur sunnudagur í Eyjum fyrir okkur,“ sagði Alfreð að hafi verið mikilvægt í dag. Hvað breytist í hálfleik hjá Val? „Mér fannst á tímabili í fyrri hálfleik við vera klaufar að flýta okkur, við hefðum alveg eins geta verið tveimur yfir eins og þær. Mér fannst við laga það í síðari hálfleik, færri mistök og þær fóru að gera þessi mistök sem við gerðum.“ „Við urðum ennþá þéttari en síðan varði Begga víti sem gaf okkur byr undir báða vængi.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn