Tesla býður til frumsýningar Tesla Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2016 09:06 Tesla Model 3. Tesla hefur sent boðskort út vegna frumsýningar nýjasta rafmagnsbíls fyrirtækisins, Tesla Model 3. Hann á að vera um helmingi ódýrari en Tesla Model S og kosta um 35.000 dollara og hafa drægni uppá um 320 kílómetra á fullri rafhleðslu. Bíllinn verður frumsýndur þann 31. mars en til stendur að afhendingar á bílnum hefjist í lok næsta árs. Búist er við heilmiklu partýi eins og ávallt þegar Tesla boðar til frumsýningar á nýjum bíl. Ekki er þó víst að sama aðalnum verði boðið, þar sem hér er um að ræða mun ódýrari bíl fyrir annarskonar kaupendur en á Tesla Model S og Model X. Bíllinn verður frumsýndur í S-Kaliforníu og líkum hefur verið leitt að því að það muni verða í Tesla Design Studios í Hawthorne, þar sem Tesla Model X var kynntur árið 2012. Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent
Tesla hefur sent boðskort út vegna frumsýningar nýjasta rafmagnsbíls fyrirtækisins, Tesla Model 3. Hann á að vera um helmingi ódýrari en Tesla Model S og kosta um 35.000 dollara og hafa drægni uppá um 320 kílómetra á fullri rafhleðslu. Bíllinn verður frumsýndur þann 31. mars en til stendur að afhendingar á bílnum hefjist í lok næsta árs. Búist er við heilmiklu partýi eins og ávallt þegar Tesla boðar til frumsýningar á nýjum bíl. Ekki er þó víst að sama aðalnum verði boðið, þar sem hér er um að ræða mun ódýrari bíl fyrir annarskonar kaupendur en á Tesla Model S og Model X. Bíllinn verður frumsýndur í S-Kaliforníu og líkum hefur verið leitt að því að það muni verða í Tesla Design Studios í Hawthorne, þar sem Tesla Model X var kynntur árið 2012.
Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent