Hamilton: Formúla 1 í ólagi og stefnulaus Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2016 11:00 Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að íþróttin sé í ólagi nú þegar verið er að reyna ákveða reglur fyrir næstu tvö árin. Hann hefur gagnrýnt sumar breytingarnar opinberlega og þá sérstaklega nýja Halo-kerfið sem á að verja ökuþóra frá því að fá í sig leifar úr öðrum bílum. „Nei! Þetta er ljótasta breyting í sögu Formúlu 1. Ég kann að meta að það sé hugsað um öryggi okkar en þetta er Formúla 1 og þetta er fínt eins og þetta er núna,“ skrifaði Hamilton við mynd af nýja varnarkerfinu sem sett er fyrir framan ökumannsklefann. Please no! This is the worst looking mod in Formula 1 history. I appreciate the quest for safety but this is formula 1, and the way it is now is perfectly fine. A photo posted by Lewis Hamilton (@lewishamilton) on Mar 3, 2016 at 1:15pm PSTAðspurður af blaðamönnum í gær hvort hann telji Formúlu 1 í ólagi og hún sé stefnulaus og óheilbrigð svaraði heimsmeistarinn: „Þetta fyrsta tvennt sem þú nefndir. Ég vil ekki segja of mikið en ég er sammála því.“ Fleiri breytingar eins og með tímatökur hafa ollið miklu fjaðrafoki en aðspurður um þær á dögunum sagði Fernando Alonso, ökumaður McLaren: „Þetta er sorglegt.“ Hann bætti við: „Ef ég væri íþróttamaður í annarri íþrótt myndi ég vera hissa á því sem er að gerast í Formúlu 1.“ „Allir vinir mínir á Spáni vilja bara horfa á baráttu á brautinni, stóra bíla, stór dekk, mikinn hávaða og njóta keppninnar eins og í öðrum íþróttum. Við verðum að einfalda þessar reglur,“ sagði Fernando Alonso. Formúla Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að íþróttin sé í ólagi nú þegar verið er að reyna ákveða reglur fyrir næstu tvö árin. Hann hefur gagnrýnt sumar breytingarnar opinberlega og þá sérstaklega nýja Halo-kerfið sem á að verja ökuþóra frá því að fá í sig leifar úr öðrum bílum. „Nei! Þetta er ljótasta breyting í sögu Formúlu 1. Ég kann að meta að það sé hugsað um öryggi okkar en þetta er Formúla 1 og þetta er fínt eins og þetta er núna,“ skrifaði Hamilton við mynd af nýja varnarkerfinu sem sett er fyrir framan ökumannsklefann. Please no! This is the worst looking mod in Formula 1 history. I appreciate the quest for safety but this is formula 1, and the way it is now is perfectly fine. A photo posted by Lewis Hamilton (@lewishamilton) on Mar 3, 2016 at 1:15pm PSTAðspurður af blaðamönnum í gær hvort hann telji Formúlu 1 í ólagi og hún sé stefnulaus og óheilbrigð svaraði heimsmeistarinn: „Þetta fyrsta tvennt sem þú nefndir. Ég vil ekki segja of mikið en ég er sammála því.“ Fleiri breytingar eins og með tímatökur hafa ollið miklu fjaðrafoki en aðspurður um þær á dögunum sagði Fernando Alonso, ökumaður McLaren: „Þetta er sorglegt.“ Hann bætti við: „Ef ég væri íþróttamaður í annarri íþrótt myndi ég vera hissa á því sem er að gerast í Formúlu 1.“ „Allir vinir mínir á Spáni vilja bara horfa á baráttu á brautinni, stóra bíla, stór dekk, mikinn hávaða og njóta keppninnar eins og í öðrum íþróttum. Við verðum að einfalda þessar reglur,“ sagði Fernando Alonso.
Formúla Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira