Erlent

Ben Carson hættur

Samúel Karl Ólason skrifar
Ben Carson.
Ben Carson. Vísir/EPA
Forsetaframbjóðandinn og taugaskurðlæknirinn Ben Carson virðist hafa dregið sig úr forvali Repúblikanaflokksins. Hann segist ekki sjá neina leið fram á við eftir niðurstöður Ofurþriðjudagsins svokallaða. Hann mun ekki taka þátt í kappræðum Repúblikana í kvöld.

Þrátt fyrir það hefur hann ekki formlega dregið sig úr forvalinu og segist ætla að ræða málið frekar við stuðningsmenn sína á morgun. Í tilkynningu segir Carson að hann ætli sér að halda hreyfingu sinni gangandi til að hjálpa Bandaríkjunum.

Carson endaði í síðasta eða næst síðasta sæti í öllum fylkjunum sem kosið var í á þriðjudaginn. Hann hefur orðið sér út um einungis átta kjörmenn.


Tengdar fréttir

Stærsti dagur kosningabaráttunnar

Í Bandaríkjunum er í dag hinn svonefndi "ofurþriðjudagur”, en þann dag efna bæði repúblikanar og demókratar til forkosninga í samtals fjórtán af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna.

Hagræddu sannleikanum að venju

Sjöttu kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikana fóru fram í gær þar sem sjö fylgismestu frambjóðendur Repúblikana deildu.

Cruz vann í Alaska

Biður hina frambjóðendur að hætta framboði og styðja sig gegn Trump.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×