Geggjaður BMW M2 Schnitzer Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2016 14:45 BMW M2 frá Schnitzer. BMW M2 er í grunninn mjög öflugur smár sportbíll með sín 365 hestöfl en þessi betrumbætta gerð hans sem breytt hefur verið af Schnitzer er öllu öflugri og drastískari í útliti. Hún er nú til sýnis á bílasýningunni í Genf. Breytingarfyrirtækinu Schnitzer hefur tekist að kreista heil 570 hestöfl úr þessari 3,0 lítra V6 línuvél BMW. Þó merkilegt megi teljast þá bætir það tímann uppí 100 km hraða ekki svo mikið, eða úr 4,2 sekúndum í 3,9. Breyting Schnitzer leyfir þó hámarkshraðann 330 km/klst í stað 250 km takmarkaðs hámarkshraða grunnbílsins. Schnitzer hefur þó breytt fleiru í þessum bíl en vélinniu og er nýtt pústkerfi, loftinntak, fjöðrun og keramikbremsur komnar í hann. Auk þess hefur Schnitzer skipt út hlutum í yfirbyggingunni sem eru úr koltrefjum í þessum bíl. Schnitzer hefur sett verðmiðann 149.000 evrur á þessa útgáfu BMW M2, eða 21,1 milljón krónur. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent
BMW M2 er í grunninn mjög öflugur smár sportbíll með sín 365 hestöfl en þessi betrumbætta gerð hans sem breytt hefur verið af Schnitzer er öllu öflugri og drastískari í útliti. Hún er nú til sýnis á bílasýningunni í Genf. Breytingarfyrirtækinu Schnitzer hefur tekist að kreista heil 570 hestöfl úr þessari 3,0 lítra V6 línuvél BMW. Þó merkilegt megi teljast þá bætir það tímann uppí 100 km hraða ekki svo mikið, eða úr 4,2 sekúndum í 3,9. Breyting Schnitzer leyfir þó hámarkshraðann 330 km/klst í stað 250 km takmarkaðs hámarkshraða grunnbílsins. Schnitzer hefur þó breytt fleiru í þessum bíl en vélinniu og er nýtt pústkerfi, loftinntak, fjöðrun og keramikbremsur komnar í hann. Auk þess hefur Schnitzer skipt út hlutum í yfirbyggingunni sem eru úr koltrefjum í þessum bíl. Schnitzer hefur sett verðmiðann 149.000 evrur á þessa útgáfu BMW M2, eða 21,1 milljón krónur.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent