Stöndum vörð um grundvöll rammaáætlunar Tryggvi Felixson skrifar 3. mars 2016 00:00 Orkumálastjóri segir í grein í Fréttablaðinu 27. febrúar 2016, að í rammaáætlun þurfi í mörgum tilfellum að endurvinna fyrra mat á virkjunarkostum í verndarflokki út frá nákvæmari skilgreiningu á svæðismörkum. Þessi fullyrðing hans stenst ekki því í skýringum við lög um rammaáætlun er tekið fram að virkjunarsvæði í vatnsafli miðist við allt vatnasvið fallvatns ofan þeirrar virkjunar sem nýtir fallið og farveg fallvatnsins neðan virkjunar. Hugmyndir um að það dugi að breyta útlínum virkjunarhugmynda í verndarflokki lítillega, eins og t.d. Norðlingaölduveitu, og kalla þær nýju nafni eru því ekki gjaldgengar. Rammaáætlun byggir á því að skoða margar tillögur um virkjanir samtímis og draga í þrjá dilka; landsvæði sem vænlegt væri að virkja (nýtingarflokk), svæði sem skoða þyrfti betur (biðflokk) og svæði sem heilladrýgst er að hlífa við virkjunarframkvæmdum (verndarflokk). Þær leikreglur sem Alþingi setti um rammaáætlun með lögum kveða skýrt á um að hefja skuli undirbúning að friðlýsingu landsvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Þessu ákvæði laganna hefur umhverfisráðherra ekki sinnt sem skyldi. Markmið rammaáætlunar er að ná sem víðtækastri sátt um landnýtingu með víðtæku samráði, opnu matsferli og greiningu hæfustu sérfræðinga. Það var grundvallaratriði að svæði sem færu í verndarflokk yrðu ekki tilefni til frekari átaka gagnvart virkjunaráformum; og að næsta stig í umfjöllun um þessi svæði yrði tillaga að verndun þeirra. Þessu vill orkumálastjóri nú breyta orkugeiranum í hag. Gangi áform hans og Landsvirkjunar eftir yrði grundvelli rammaáætlunar raskað til ónýtis! Löggjafinn vitandi vits vildi ekki hleypa Orkustofnun að svæðum sem hann jafnframt hafði falið umhverfis- og auðlindaráðherra að undirbúa fyrir friðlýsingu. Hefði Alþingi valið þá leið sem orkumálastjóri lýsir eftir, hefði löggjafinn skapað mikla óvissu um friðlýsingarferlið og um leið stofnað til meiri vanda en hann var að reyna að leysa. Að heimila, Orkustofnun, opinberri stjórnsýslustofnun, að eftir hentugleika leggja fram tillögur að virkjunum á svæðum sem löggjafarvaldið hefur áður ákveðið að beri friðlýsa, stenst hvorki lög né góða stjórnsýsluhætti. Að lokum, mikla furðu vekur að orkumálastjóri skuli leyfa sér að ráðast á verkefnisstjórn rammaáætlunar með órökstuddum ásökunum um að þar fari fámenn klíka sem framið hafi valdarán. Slíkur málflutningur skaðar trúverðugleika þeirrar mikilvægu stofnunar sem hann fer fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Orkumálastjóri segir í grein í Fréttablaðinu 27. febrúar 2016, að í rammaáætlun þurfi í mörgum tilfellum að endurvinna fyrra mat á virkjunarkostum í verndarflokki út frá nákvæmari skilgreiningu á svæðismörkum. Þessi fullyrðing hans stenst ekki því í skýringum við lög um rammaáætlun er tekið fram að virkjunarsvæði í vatnsafli miðist við allt vatnasvið fallvatns ofan þeirrar virkjunar sem nýtir fallið og farveg fallvatnsins neðan virkjunar. Hugmyndir um að það dugi að breyta útlínum virkjunarhugmynda í verndarflokki lítillega, eins og t.d. Norðlingaölduveitu, og kalla þær nýju nafni eru því ekki gjaldgengar. Rammaáætlun byggir á því að skoða margar tillögur um virkjanir samtímis og draga í þrjá dilka; landsvæði sem vænlegt væri að virkja (nýtingarflokk), svæði sem skoða þyrfti betur (biðflokk) og svæði sem heilladrýgst er að hlífa við virkjunarframkvæmdum (verndarflokk). Þær leikreglur sem Alþingi setti um rammaáætlun með lögum kveða skýrt á um að hefja skuli undirbúning að friðlýsingu landsvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Þessu ákvæði laganna hefur umhverfisráðherra ekki sinnt sem skyldi. Markmið rammaáætlunar er að ná sem víðtækastri sátt um landnýtingu með víðtæku samráði, opnu matsferli og greiningu hæfustu sérfræðinga. Það var grundvallaratriði að svæði sem færu í verndarflokk yrðu ekki tilefni til frekari átaka gagnvart virkjunaráformum; og að næsta stig í umfjöllun um þessi svæði yrði tillaga að verndun þeirra. Þessu vill orkumálastjóri nú breyta orkugeiranum í hag. Gangi áform hans og Landsvirkjunar eftir yrði grundvelli rammaáætlunar raskað til ónýtis! Löggjafinn vitandi vits vildi ekki hleypa Orkustofnun að svæðum sem hann jafnframt hafði falið umhverfis- og auðlindaráðherra að undirbúa fyrir friðlýsingu. Hefði Alþingi valið þá leið sem orkumálastjóri lýsir eftir, hefði löggjafinn skapað mikla óvissu um friðlýsingarferlið og um leið stofnað til meiri vanda en hann var að reyna að leysa. Að heimila, Orkustofnun, opinberri stjórnsýslustofnun, að eftir hentugleika leggja fram tillögur að virkjunum á svæðum sem löggjafarvaldið hefur áður ákveðið að beri friðlýsa, stenst hvorki lög né góða stjórnsýsluhætti. Að lokum, mikla furðu vekur að orkumálastjóri skuli leyfa sér að ráðast á verkefnisstjórn rammaáætlunar með órökstuddum ásökunum um að þar fari fámenn klíka sem framið hafi valdarán. Slíkur málflutningur skaðar trúverðugleika þeirrar mikilvægu stofnunar sem hann fer fyrir.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun