Áhugi fólks á örmyndum fer vaxandi hér á landi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 3. mars 2016 10:00 Halldóra Rut Baldursdóttir og Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, umsjónarmenn Örvarpsins. vísir/Vilhelm Halldóra Rut og Harpa Fönn, hugmyndasmiðir og framkvæmdastjórar Örvarpsins, vinna nú hörðum höndum að uppskeruhátíð Örvarpsins sem fer fram laugardaginn 5. mars næst komandi, í Bíó Paradís. ,,Við áttuðum okkur á því að vettvangur fyrir örmyndir var enginn á Íslandi og við gátum því lítið gert við þær örmyndir sem við höfðum framleitt eftir að hafa sýnt þær á listasöfnum. Erlendis eru hins vegar örmyndhátíðir að poppa upp út um allt og áhugi fólks á örmyndum fer vaxandi í takt við hraða tækniþróun,“ segir Halldóra Rut leikkona og ein af umsjónarmönnum Örvarpsins. Þetta frumkvöðlaverkefni varð loks að veruleika fyrir þremur árum þegar handsalaður var samstarfssamningur við Bíó Paradís, RÚV og Nýherja. „Í dag er verkefnið að geta sér gott orð, um 200 örmyndir hafa verið sendar inn á hátíð Örvarpsins frá upphafi og þátttaka listamanna, hvort sem þeir koma að Örvarpinu sem starfsmenn eða beinir þátttakendur, hefur verið vonum framar,“ segir Halldóra. Örvarpið er ekki bara hátíð heldur vettvangur fyrir skapandi fólk í kvikmyndalist og heldur meðal annars masterklassa, námskeið og fyrirlestra. ,,Við erum alls ekki stór vettvangur en erum alltaf að bæta við Örvarpið og vonandi mun vettvangurinn Örvarpið þróast og eflast með tímanum. Örvarpið er einnig stökkpallur fyrir ungt og efnilegt fólk í faginu,“ segir Halldóra. Örvarpið hélt þrjár þemavikur í haust, fyrsta vikan var tileinkað unga fólkinu í kvikmyndabransanum, önnur vikan var tileinkuð konum í kvikmyndum og þriðja vikan var tileinkuð heimildamyndum. „Á uppskeruhátíð Örvarpsins má sjá allar þær myndir sem sérstaklega voru valdar til birtingar á RÚV ásamt öðrum sérstaklega völdum myndum,“ segir Halldóra Rut full tilhlökkunar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Halldóra Rut og Harpa Fönn, hugmyndasmiðir og framkvæmdastjórar Örvarpsins, vinna nú hörðum höndum að uppskeruhátíð Örvarpsins sem fer fram laugardaginn 5. mars næst komandi, í Bíó Paradís. ,,Við áttuðum okkur á því að vettvangur fyrir örmyndir var enginn á Íslandi og við gátum því lítið gert við þær örmyndir sem við höfðum framleitt eftir að hafa sýnt þær á listasöfnum. Erlendis eru hins vegar örmyndhátíðir að poppa upp út um allt og áhugi fólks á örmyndum fer vaxandi í takt við hraða tækniþróun,“ segir Halldóra Rut leikkona og ein af umsjónarmönnum Örvarpsins. Þetta frumkvöðlaverkefni varð loks að veruleika fyrir þremur árum þegar handsalaður var samstarfssamningur við Bíó Paradís, RÚV og Nýherja. „Í dag er verkefnið að geta sér gott orð, um 200 örmyndir hafa verið sendar inn á hátíð Örvarpsins frá upphafi og þátttaka listamanna, hvort sem þeir koma að Örvarpinu sem starfsmenn eða beinir þátttakendur, hefur verið vonum framar,“ segir Halldóra. Örvarpið er ekki bara hátíð heldur vettvangur fyrir skapandi fólk í kvikmyndalist og heldur meðal annars masterklassa, námskeið og fyrirlestra. ,,Við erum alls ekki stór vettvangur en erum alltaf að bæta við Örvarpið og vonandi mun vettvangurinn Örvarpið þróast og eflast með tímanum. Örvarpið er einnig stökkpallur fyrir ungt og efnilegt fólk í faginu,“ segir Halldóra. Örvarpið hélt þrjár þemavikur í haust, fyrsta vikan var tileinkað unga fólkinu í kvikmyndabransanum, önnur vikan var tileinkuð konum í kvikmyndum og þriðja vikan var tileinkuð heimildamyndum. „Á uppskeruhátíð Örvarpsins má sjá allar þær myndir sem sérstaklega voru valdar til birtingar á RÚV ásamt öðrum sérstaklega völdum myndum,“ segir Halldóra Rut full tilhlökkunar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira