Risaeðlurnar leika mjög stórt hlutverk í myndunum en á dögunum setti einn YouTube notandi inn myndbrot úr fyrstu myndinni þar sem búið er að fjarlægja allar risaeðlur.
Umrætt atriði er þegar aðal sögupersónur myndarinnar sjá einmitt lifandi risaeðlur í fyrsta skipti og því nokkuð fyndið ef búið er að fjarlægja þær. Hér að neðan má sjá myndbrotið sem er nokkuð vinsælt á YouTube.