Skapvondur fíll eyðilagði 27 ökutæki Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2016 15:10 Fyrir nokkrum dögum í Indlandi fékk fíll einn nóg á trúarhátíð þar sem hann var klæddur uppí hlutverk sem honum greinilega mislíkaði. Svo mikið mislíkaði honum þátttökuna á hátíðinni að hann eyðilagði ein 27 ökutæki í bræði sinni. Á myndskeiðinu hér að ofan sést að allt í einu skiptir hann úr yfirveguðu skapferli í trylltan eyðileggingarham. Hann byrjar á því að eyðileggja mótorhjól en snéri sér svo að tuk-tuk farartækjum og að lokum bílum. Því varð eyðileggingin af hans völdum sífellt meiri og vafalaust hefur skemmtanagildið fyrir hann vaxið að sama skapi. Engan sakaði í þessu brjálæði fílsins og forðuðu flestir nálægir sér, enda afl fíla í ham ógurlegt. Fíllinn skeytti engu um að tveir menn voru á baki hans á meðan á þessari heift hans stóð. Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent
Fyrir nokkrum dögum í Indlandi fékk fíll einn nóg á trúarhátíð þar sem hann var klæddur uppí hlutverk sem honum greinilega mislíkaði. Svo mikið mislíkaði honum þátttökuna á hátíðinni að hann eyðilagði ein 27 ökutæki í bræði sinni. Á myndskeiðinu hér að ofan sést að allt í einu skiptir hann úr yfirveguðu skapferli í trylltan eyðileggingarham. Hann byrjar á því að eyðileggja mótorhjól en snéri sér svo að tuk-tuk farartækjum og að lokum bílum. Því varð eyðileggingin af hans völdum sífellt meiri og vafalaust hefur skemmtanagildið fyrir hann vaxið að sama skapi. Engan sakaði í þessu brjálæði fílsins og forðuðu flestir nálægir sér, enda afl fíla í ham ógurlegt. Fíllinn skeytti engu um að tveir menn voru á baki hans á meðan á þessari heift hans stóð.
Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent