Forstjóri Fiat Chrysler með 1.421 milljónir í laun Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2016 13:13 Sergio Marchionne. caranddriver Hann ætti að eiga fyrir salti í grautinn hann Sergio Marchionne forstjóri Fiat Chrysler bílasamstæðunnar. Laun hans í fyrra námu 1.421 milljón króna en stórlækkuðu samt á milli ára. Í fyrra bar hann úr bítum 4.435 milljónir króna í laun en þá var hann verðlaunaður með 24,7 milljón evra bónus fyrir vel heppnaðan samruna Fiat og Chrysler. Laun Marchionne á tveimur síðustu árum eru því tæpir 6 milljarðar króna. Marchionne er 63 ára gamall og ætti ekki að kvíða elliárunum með troðfulla bankabókina. Í fyrra námu strípuð laun Marchionne 3,6 milljónum evra og að auki fékk hann 6,3 milljónir evra í árangurstengdan bónus og 126.620 evrur í ferðakostnað. Það er ekki óalgengt að forstjórar beri meira úr bítum í bónusum en í hreinum launum og í hans tilfelli er það nærri tveimur þriðju hluta heildargreiðsla frá Fiat Chrysler í fyrra. Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent
Hann ætti að eiga fyrir salti í grautinn hann Sergio Marchionne forstjóri Fiat Chrysler bílasamstæðunnar. Laun hans í fyrra námu 1.421 milljón króna en stórlækkuðu samt á milli ára. Í fyrra bar hann úr bítum 4.435 milljónir króna í laun en þá var hann verðlaunaður með 24,7 milljón evra bónus fyrir vel heppnaðan samruna Fiat og Chrysler. Laun Marchionne á tveimur síðustu árum eru því tæpir 6 milljarðar króna. Marchionne er 63 ára gamall og ætti ekki að kvíða elliárunum með troðfulla bankabókina. Í fyrra námu strípuð laun Marchionne 3,6 milljónum evra og að auki fékk hann 6,3 milljónir evra í árangurstengdan bónus og 126.620 evrur í ferðakostnað. Það er ekki óalgengt að forstjórar beri meira úr bítum í bónusum en í hreinum launum og í hans tilfelli er það nærri tveimur þriðju hluta heildargreiðsla frá Fiat Chrysler í fyrra.
Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent