73% aukning í bílasölu á árinu Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2016 09:28 Aukningin í febrúar var 65,8%. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 29 febrúar sl. jókst um 72,9% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári, en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 2.267 á móti 1.312 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 957 bíla. Þar af eru nýskráðir bílaleigubílar 892 stk. Á sama tíma 2015 voru nýskráðir bílaleigubílar 388 stk. Þó sala til einstaklinga og fyrirtækja hafi tekið við sér á síðasta ári og áframhald sé á þeirri þróun þá er sú fjölgun sem á sér stað í fjölda ferðamanna aðal drifkraftur í sölu nýrra bíla eins og sjá má á nýskráningartölum, segir í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Í febrúar einum var 65,8 % aukning í nýskráningum fólksbíla samanborið við fyrra ár. Alls voru nýskráðir 1.048 nýir fólksbílar í febrúar sl. á móti 632 á síðasta ári. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 29 febrúar sl. jókst um 72,9% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári, en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 2.267 á móti 1.312 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 957 bíla. Þar af eru nýskráðir bílaleigubílar 892 stk. Á sama tíma 2015 voru nýskráðir bílaleigubílar 388 stk. Þó sala til einstaklinga og fyrirtækja hafi tekið við sér á síðasta ári og áframhald sé á þeirri þróun þá er sú fjölgun sem á sér stað í fjölda ferðamanna aðal drifkraftur í sölu nýrra bíla eins og sjá má á nýskráningartölum, segir í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Í febrúar einum var 65,8 % aukning í nýskráningum fólksbíla samanborið við fyrra ár. Alls voru nýskráðir 1.048 nýir fólksbílar í febrúar sl. á móti 632 á síðasta ári.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent