Byrgjum brunninn stjórnarmaðurinn skrifar 2. mars 2016 09:30 Spár gera nú ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 37% frá síðasta ári og fram á þetta. Það eru auðvitað gleðitíðindi fyrir land og þjóð og gangi spáin eftir koma ríflega 1,7 milljónir ferðamanna til landsins á árinu. Fjöldi ferðamanna mun þá hafa næstum sexfaldast frá aldamótum. Þetta er auðvitað mögnuð þróun, og nokkuð sem ber að fagna. Hér hefur sprottið upp fjöldinn allur af fyrirtækjum sem gera út á ferðamennsku; hvalaskoðun, fjallaskíði, hjólatúra, leiðsögn um íverustaði álfa og huldufólks og guð má vita hvað. Annar hver maður auglýsir svo íbúð sína til leigu á Airbnb. Ekki má heldur gleyma að hér starfa líka tvö flugfélög sem virðast bæði gera það gott. Nokkuð sem hefði þótt tíðindum sæta fyrir örfáum árum. Fjölgun ferðamanna má vafalaust þakka mörgum – bæði opinberum og einkaaðilum sem tekist hefur vel að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland. Fyrst og fremst er þetta þó landinu sjálfu að þakka. Ísland er öðruvísi staður með magnaða náttúru sem áhugavert er að sækja heim. Ekki eru þó öll teiknin góð. Flugstöðin í Leifsstöð virðist sprungin í enn eitt skiptið og tíðindi berast trekk í trekk af skipulagsslysum á helstu ferðamannastöðum landsins. Þegar slíkt fer á versta máta getur fólk hlotið verra af. Ekki er seinna vænna en að fara að líta heildstætt á ferðamannamál í landinu. Þar er mikilvægasta spurningin sú hvernig fjármagna eigi nauðsynlegar endurbætur á infrastrúktur. Einhver sagði að eðlilegast væri að notendur standi undir slíku. Sjálfsagt og eðlilegt er að aðgangsgjald sé greitt að ferðamannastöðum. Einnig þarf að finna leið til að láta þá sem ósjálfbjarga verða standa undir kostnaði við björgunaraðgerðir (oftast með því að seilast í ferðatryggingar viðkomandi). Hvort tveggja væri í takti við það sem annars staðar tíðkast. Hið opinbera þarf að hugsa fyrir því hvernig best er að vinna úr þessum málum. Áður en það verður um seinan.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira
Spár gera nú ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 37% frá síðasta ári og fram á þetta. Það eru auðvitað gleðitíðindi fyrir land og þjóð og gangi spáin eftir koma ríflega 1,7 milljónir ferðamanna til landsins á árinu. Fjöldi ferðamanna mun þá hafa næstum sexfaldast frá aldamótum. Þetta er auðvitað mögnuð þróun, og nokkuð sem ber að fagna. Hér hefur sprottið upp fjöldinn allur af fyrirtækjum sem gera út á ferðamennsku; hvalaskoðun, fjallaskíði, hjólatúra, leiðsögn um íverustaði álfa og huldufólks og guð má vita hvað. Annar hver maður auglýsir svo íbúð sína til leigu á Airbnb. Ekki má heldur gleyma að hér starfa líka tvö flugfélög sem virðast bæði gera það gott. Nokkuð sem hefði þótt tíðindum sæta fyrir örfáum árum. Fjölgun ferðamanna má vafalaust þakka mörgum – bæði opinberum og einkaaðilum sem tekist hefur vel að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland. Fyrst og fremst er þetta þó landinu sjálfu að þakka. Ísland er öðruvísi staður með magnaða náttúru sem áhugavert er að sækja heim. Ekki eru þó öll teiknin góð. Flugstöðin í Leifsstöð virðist sprungin í enn eitt skiptið og tíðindi berast trekk í trekk af skipulagsslysum á helstu ferðamannastöðum landsins. Þegar slíkt fer á versta máta getur fólk hlotið verra af. Ekki er seinna vænna en að fara að líta heildstætt á ferðamannamál í landinu. Þar er mikilvægasta spurningin sú hvernig fjármagna eigi nauðsynlegar endurbætur á infrastrúktur. Einhver sagði að eðlilegast væri að notendur standi undir slíku. Sjálfsagt og eðlilegt er að aðgangsgjald sé greitt að ferðamannastöðum. Einnig þarf að finna leið til að láta þá sem ósjálfbjarga verða standa undir kostnaði við björgunaraðgerðir (oftast með því að seilast í ferðatryggingar viðkomandi). Hvort tveggja væri í takti við það sem annars staðar tíðkast. Hið opinbera þarf að hugsa fyrir því hvernig best er að vinna úr þessum málum. Áður en það verður um seinan.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira