Segir að það sé alltaf eitthvað leikrit í gangi hjá Lindsey Vonn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2016 21:00 Lindsey Vonn og Lara Gut. Vísir/Getty Mikið var fjallað um endurkomu bandarísku skíðakonunnar Lindsey Vonn um síðustu helgi en hún keppti þá daginn eftir að hún datt illa og var flutt úr brekkunni á börum. Helsti andstæðingur Lindsey Vonn er hin svissneska Lara Gut og Gut var spurð út í sálfræðistríðið sem væri í gangi á milli þeirra Vonn nú þegar þær berjast einu sinni sem ofar um Heimsbikarinn á skíðum. Lindsey Vonn meiddist á hné á laugardaginn og var flutt í burtu á sjúkrasleða en við myndatöku kom í ljós að engin liðbönd höfðu skaðast. Von hafði brákað bein í hnénu og nú var þetta spurning um hvort hún gæti harkað af sér. Lindsey Vonn gerði það og lét líka alla vita af því á Instagram-reikningi sínum að hún hafði látið tappa af hnénu fyrir keppnina. „Ég er baráttukona. Þið getið treyst á mig. Ég er orðin gömul en ég er ekki búinn að vera," sagði Lindsey Vonn í sjónvarpsviðtali við þýsku sjónvarpstöðina ZDF eftir keppnina. Lara Gut gaf ekki mikið fyrir alla dramatíkina. „Það er alltaf eitthvað leikrit í gangi hjá Vonn. Þetta er ekki í fyrsta skiptið og þetta verður ekki það síðasta. Ég vil bara einbeita mér að því að skíða," sagði Lara Gut. Lindsey Vonn hefur 28 stiga forskot á Gut þegar aðeins tvær vikur eru eftir af keppnistímabilinu. Eftir átta keppnir kemur í ljós hvort Vonn vinnur sinn fimmta heimsbikar í samanlögðu eða hvort Gut vinnur sinn fyrsta. Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Mikið var fjallað um endurkomu bandarísku skíðakonunnar Lindsey Vonn um síðustu helgi en hún keppti þá daginn eftir að hún datt illa og var flutt úr brekkunni á börum. Helsti andstæðingur Lindsey Vonn er hin svissneska Lara Gut og Gut var spurð út í sálfræðistríðið sem væri í gangi á milli þeirra Vonn nú þegar þær berjast einu sinni sem ofar um Heimsbikarinn á skíðum. Lindsey Vonn meiddist á hné á laugardaginn og var flutt í burtu á sjúkrasleða en við myndatöku kom í ljós að engin liðbönd höfðu skaðast. Von hafði brákað bein í hnénu og nú var þetta spurning um hvort hún gæti harkað af sér. Lindsey Vonn gerði það og lét líka alla vita af því á Instagram-reikningi sínum að hún hafði látið tappa af hnénu fyrir keppnina. „Ég er baráttukona. Þið getið treyst á mig. Ég er orðin gömul en ég er ekki búinn að vera," sagði Lindsey Vonn í sjónvarpsviðtali við þýsku sjónvarpstöðina ZDF eftir keppnina. Lara Gut gaf ekki mikið fyrir alla dramatíkina. „Það er alltaf eitthvað leikrit í gangi hjá Vonn. Þetta er ekki í fyrsta skiptið og þetta verður ekki það síðasta. Ég vil bara einbeita mér að því að skíða," sagði Lara Gut. Lindsey Vonn hefur 28 stiga forskot á Gut þegar aðeins tvær vikur eru eftir af keppnistímabilinu. Eftir átta keppnir kemur í ljós hvort Vonn vinnur sinn fimmta heimsbikar í samanlögðu eða hvort Gut vinnur sinn fyrsta.
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira