Horner: Þetta fyrirkomulag virkaði ekki Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. mars 2016 07:40 Lewis Hamilton var sáttur með sitt í tímatökunni. Vísir/Getty Lewis Hamilton landaði sínum 50. ráspól í Ástralíu í dag. Umræðan eftir tímatökuna snérist aðallega um fyrirkomulag tímatökunnar. Almenn skoðun fólks var að það hefði ekki virkað. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég vil byrja á að taka að ofan fyrir liðinu. Það voru nokkrir kynþokkafullir hringir þarna í dag. Ég náði góðu flæði og geri engin mistök. Keppnin er á morgun og við verðum að halda haus. Verkfræðingarnir okkar voru búnir að spá þessu en enginn hlustaði á þá. Þetta er kannski skref í ranga átt. Finnum aðra leið, spyrjum aðdáendur, hefur einhver gert það? Finnum út hvað þeir vilja,“ sagði Hamilton. „Ég átti góðan síðasta hring en Lewis [Hamilton] átti bara betri stundir á brautinni í dag. Ég vil þakka liðinu fyrir að hafa þrátt fyrir drottnun undanfarin tvö ár haldið áfram að þróast og bæta sig. Það er auðvelt að missa sjónar á markmiðinu en það hefur ekki gerst. Auðvitað hefði ég viljað enda á ráspól en miðað við allt er ég bjartsýnn. Við virðumst hafa komið hingað með gott bil í næstu lið, sem er mjög jákvætt,“ sagði Nico Rosberg sem ræsir annar á morgun. „Bíllinn er góður og það eru miklir möguleikar í honum. Það að við enduðum í þriðja og fjórða sæti í dag. Við verðum að sjá björtu hliðina á því. Við gerðum ráð fyrir þessu og teljum líklegt að við verðum töluvert nær í keppninni á morgun,“ sagði Sebastian Vettel sem ræsir þriðji á morgun í Ferrari bílnum.Sebastian Vettel vonast eftir betra gengi í keppninni á morgun.Vísir/Getty„Ég vil biðja aðdáendur afsökunnar. Þetta fyrirkomulag á tímatökunni virkaði ekki. Það er ekki eðlilegt að fljótustu bílarnir sitji á þjónustusvæðinu og geti ekki farið út og barist um ráspól því þeir eru búnir með dekkin. Við þurfum að breyta þessu strax. Það eru 20 tímatökur eftir, breytum aftur til fortíðar strax,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull liðsins. „Það er frábært að ná fimmta sætinu og vera næstur á eftir Ferrari og Mercedes. Bíllinn er góður, vélin er góð og þetta smellur allt saman,“ sagði Max Verstappen á Toro Rosso. „Það gekk vel hjá okkur í dag. Við gerðum eins vel og við gátum. Ég átti aðeins erfitt að ná hita í framdekkin. Við ákváðum að geyma dekkjagang þangað til á morgun. Sjáum hvort það skili sér,“ sagði Kimi Raikkonen sem ræsir fjórði á morgun í Ferrari bílnum.Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort þar sem öll úrslit helgarinnar birtast og uppfærast eftir því sem á líður.Formúlu 1 keppnistímabilið hefst í Ástralíu um helgina. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 04:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is. Formúla Tengdar fréttir Hamilton og Rosberg talast varla við Sigursælustu ökuþórar síðustu tveggja ára og samherjar hjá Mercedes eru engir vinir. 18. mars 2016 06:30 Hamilton fljótastur en Rosberg endaði á varnarvegg Lewis Hamilton var fljótastur á báðum föstudagsæfingum fyrir ástralska kappaksturinn. Daniil Kvyat var annar á fyrri æfingunni á Red Bull og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. 18. mars 2016 10:15 Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í fyrstu keppni tímabilsins, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari. 19. mars 2016 07:02 Sjáðu ítarlegan upphitunarþátt fyrir Formúlu 1 Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fóru yfir allt það helsta sem viðkemur Formúlu 1 en nýtt keppnistímabil hefst um helgina. 18. mars 2016 11:00 Hamilton: Ferrari á eitthvað upp í erminni Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari og ökumaður Mercedes liðsins telur að Ferrari hafi geymt einhverja getu upp í erminni. 17. mars 2016 23:15 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Lauk árinu með fjörtíu stiga leik Körfubolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton landaði sínum 50. ráspól í Ástralíu í dag. Umræðan eftir tímatökuna snérist aðallega um fyrirkomulag tímatökunnar. Almenn skoðun fólks var að það hefði ekki virkað. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég vil byrja á að taka að ofan fyrir liðinu. Það voru nokkrir kynþokkafullir hringir þarna í dag. Ég náði góðu flæði og geri engin mistök. Keppnin er á morgun og við verðum að halda haus. Verkfræðingarnir okkar voru búnir að spá þessu en enginn hlustaði á þá. Þetta er kannski skref í ranga átt. Finnum aðra leið, spyrjum aðdáendur, hefur einhver gert það? Finnum út hvað þeir vilja,“ sagði Hamilton. „Ég átti góðan síðasta hring en Lewis [Hamilton] átti bara betri stundir á brautinni í dag. Ég vil þakka liðinu fyrir að hafa þrátt fyrir drottnun undanfarin tvö ár haldið áfram að þróast og bæta sig. Það er auðvelt að missa sjónar á markmiðinu en það hefur ekki gerst. Auðvitað hefði ég viljað enda á ráspól en miðað við allt er ég bjartsýnn. Við virðumst hafa komið hingað með gott bil í næstu lið, sem er mjög jákvætt,“ sagði Nico Rosberg sem ræsir annar á morgun. „Bíllinn er góður og það eru miklir möguleikar í honum. Það að við enduðum í þriðja og fjórða sæti í dag. Við verðum að sjá björtu hliðina á því. Við gerðum ráð fyrir þessu og teljum líklegt að við verðum töluvert nær í keppninni á morgun,“ sagði Sebastian Vettel sem ræsir þriðji á morgun í Ferrari bílnum.Sebastian Vettel vonast eftir betra gengi í keppninni á morgun.Vísir/Getty„Ég vil biðja aðdáendur afsökunnar. Þetta fyrirkomulag á tímatökunni virkaði ekki. Það er ekki eðlilegt að fljótustu bílarnir sitji á þjónustusvæðinu og geti ekki farið út og barist um ráspól því þeir eru búnir með dekkin. Við þurfum að breyta þessu strax. Það eru 20 tímatökur eftir, breytum aftur til fortíðar strax,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull liðsins. „Það er frábært að ná fimmta sætinu og vera næstur á eftir Ferrari og Mercedes. Bíllinn er góður, vélin er góð og þetta smellur allt saman,“ sagði Max Verstappen á Toro Rosso. „Það gekk vel hjá okkur í dag. Við gerðum eins vel og við gátum. Ég átti aðeins erfitt að ná hita í framdekkin. Við ákváðum að geyma dekkjagang þangað til á morgun. Sjáum hvort það skili sér,“ sagði Kimi Raikkonen sem ræsir fjórði á morgun í Ferrari bílnum.Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort þar sem öll úrslit helgarinnar birtast og uppfærast eftir því sem á líður.Formúlu 1 keppnistímabilið hefst í Ástralíu um helgina. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 04:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton og Rosberg talast varla við Sigursælustu ökuþórar síðustu tveggja ára og samherjar hjá Mercedes eru engir vinir. 18. mars 2016 06:30 Hamilton fljótastur en Rosberg endaði á varnarvegg Lewis Hamilton var fljótastur á báðum föstudagsæfingum fyrir ástralska kappaksturinn. Daniil Kvyat var annar á fyrri æfingunni á Red Bull og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. 18. mars 2016 10:15 Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í fyrstu keppni tímabilsins, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari. 19. mars 2016 07:02 Sjáðu ítarlegan upphitunarþátt fyrir Formúlu 1 Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fóru yfir allt það helsta sem viðkemur Formúlu 1 en nýtt keppnistímabil hefst um helgina. 18. mars 2016 11:00 Hamilton: Ferrari á eitthvað upp í erminni Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari og ökumaður Mercedes liðsins telur að Ferrari hafi geymt einhverja getu upp í erminni. 17. mars 2016 23:15 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Lauk árinu með fjörtíu stiga leik Körfubolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Hamilton og Rosberg talast varla við Sigursælustu ökuþórar síðustu tveggja ára og samherjar hjá Mercedes eru engir vinir. 18. mars 2016 06:30
Hamilton fljótastur en Rosberg endaði á varnarvegg Lewis Hamilton var fljótastur á báðum föstudagsæfingum fyrir ástralska kappaksturinn. Daniil Kvyat var annar á fyrri æfingunni á Red Bull og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. 18. mars 2016 10:15
Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í fyrstu keppni tímabilsins, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari. 19. mars 2016 07:02
Sjáðu ítarlegan upphitunarþátt fyrir Formúlu 1 Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fóru yfir allt það helsta sem viðkemur Formúlu 1 en nýtt keppnistímabil hefst um helgina. 18. mars 2016 11:00
Hamilton: Ferrari á eitthvað upp í erminni Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari og ökumaður Mercedes liðsins telur að Ferrari hafi geymt einhverja getu upp í erminni. 17. mars 2016 23:15