Liðin gerðu 1-1 jafntefli í leiknum en þau úrslit þýddu að Liverpool sló Manchester United út úr Evrópudeildinni 3-1 samanlagt og er Liverpool-liðið nú komið í átta liða úrslitin.
BBC hefur þetta eftir Ian Dennis á Radio 5 live sem sagði frá því sem gekk á eftir leikinn í gærkvöldi.
Stuðningsmenn félaganna kveiktu á blysum og lentu í slagsmálum á leiknum og lögreglan þurfti einnig að búa til manngerðan vegg til að verja stuðningsmenn Liverpool fyrir ágangi stuðningsmanna Manchester United.
Það voru ekki aðeins hnefar á lofti því sæti á vellinum voru rifin upp og þau látinn fljúga í átta að stuðningsmönnum mótherjanna
Lögreglan í Manchester staðfesti að það við BBC að það hefðu verið handtökur meðal annars fyrir árásir og slagsmál. Alls voru fimm menn handteknir þar af einn af þeim fyrir að kveikja á blysi.
BBC segir frá því að stuðningsmenn Liverpool hafi gerst sekir um að kasta reyksprengjum og kveikja á blysum eftir að Philippe Coutinho jafnaði metin rétt fyrir hálfleik.
Fyrir leikinn þurfti lögreglan einnig að fjarlægja borða sem var hengdur á brú á leiðinni frá Liverpool til Manchester með miður skemmtilegum skilaboðum til stuðningsmanna Liverpool.
Manchester United slapp við refsingar frá UEFA vegna framkomu stuðningsmanna United í fyrri leiknum á Anfield þar sem þeir sungu níðsöngva um Hillsborough-harmleikinn.
