Hvað skiptir máli? Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 17. mars 2016 16:00 Félag í eigu eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á fleiri hundruð milljónir og er skráð til heimilis á Bresku Jómfrúareyjunum. Um er að ræða 1,2 milljarða króna samkvæmt skattframtölum. Félagið lýsti alls kröfum upp á um hálfan milljarð króna í þrotabú íslensku bankanna og er því það sem kallast erlendur kröfuhafi. Eiginkona Sigmundar, Anna S. Pálsdóttir, greindi sjálf frá þessu á Facebook-síðu sinni á þriðjudag. Í pistlinum er það tekið fram að um sé að ræða fjármuni sem eru arfur og hennar séreign í hjónabandinu. Hún spyr hvort ekki sé betra að beina orkunni í að tala um eitthvað sem skipti raunverulega máli. Það er hins vegar ýmislegt sem orkar tvímælis í þessu máli. Í fyrsta lagi voru í gær samþykktar siðareglur þingmanna. Þar segir í 8. grein: „Þingmenn skulu við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra eða annarra hagsmuna sem eru faglegir, persónulegir eða tengdir fjölskyldu þeirra, hvort sem þeir eru raunverulegir eða hugsanlegir.“ Ljóst er að störf Sigmundar sem forsætisráðherra, þar sem hann hefur haft töluvert með uppgjör slitabúa bankanna að gera sem og reglusetningu gagnvart kröfuhöfum þeirra, myndi hafa fallið beint undir þessa grein. Eiginkona hans hefur beina fjárhagslega hagsmuni af því með hvaða hætti slitabúin munu gera upp við kröfuhafa sína. Í öðru lagi hefur Sigmundur í störfum sínum lagt ríka áherslu á að íslenska krónan sé sterkur og brúkanlegur gjaldmiðill. Hann sagði til að mynda að stuðningur við innlenda matvælaframleiðslu snérist um að spara gjaldeyri, þegar hann rökstuddi kosti nýja búvörusamningsins. Þannig að á sama tíma og hann hvetur Íslendinga til að spara gjaldeyri og talar upp krónuna hefur nánasti aðstandandi hans ákveðið að hér á landi séu fjárfestingarkostir innan hafta ekki boðlegir. Milljarða forði í gjaldeyri liggur þannig í fjárfestingarsjóðum erlendis. Það er ómögulegt að halda því fram að fjármál eiginkonu Sigmundar komi honum bara alls ekki við. Um er að ræða 1.200 milljónir. Í því samhengi má nefna að Landspítalinn fékk við lok fjárlagagerðar á síðasta ári nokkurn veginn nákvæmlega þá fjárhæð til að sinna bráðaþjónustu og viðhaldi. Ekki er um að ræða neina smáaura – þetta eru auðæfi. Þannig auðæfi að Sigmundur Davíð getur verið viss um að börn hans munu í raun aldrei þurfa að vinna handtak á ævi sinni nema þau vilji. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir á þessari stundu virðist ljóst að forsætisráðherrahjónin hafa ekki aðhafst neitt ólöglegt eða gegn settum reglum í fjármálum sínum. Þvert á móti kom fram í fréttum gærdagsins að eignirnar hefðu verið gefnar upp í skattframtölum Önnu frá því hún eignaðist umrætt félag á árinu 2008. Það er hins vegar þannig með þetta mál eins og svo oft er með önnur að þrátt fyrir að hlutirnir séu löglegir er það hverjum og einum í sjálfsvald sett að ákveða hvort þeim finnist þeir siðlegir. Og hvort þeir raunverulega skipti máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Félag í eigu eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á fleiri hundruð milljónir og er skráð til heimilis á Bresku Jómfrúareyjunum. Um er að ræða 1,2 milljarða króna samkvæmt skattframtölum. Félagið lýsti alls kröfum upp á um hálfan milljarð króna í þrotabú íslensku bankanna og er því það sem kallast erlendur kröfuhafi. Eiginkona Sigmundar, Anna S. Pálsdóttir, greindi sjálf frá þessu á Facebook-síðu sinni á þriðjudag. Í pistlinum er það tekið fram að um sé að ræða fjármuni sem eru arfur og hennar séreign í hjónabandinu. Hún spyr hvort ekki sé betra að beina orkunni í að tala um eitthvað sem skipti raunverulega máli. Það er hins vegar ýmislegt sem orkar tvímælis í þessu máli. Í fyrsta lagi voru í gær samþykktar siðareglur þingmanna. Þar segir í 8. grein: „Þingmenn skulu við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra eða annarra hagsmuna sem eru faglegir, persónulegir eða tengdir fjölskyldu þeirra, hvort sem þeir eru raunverulegir eða hugsanlegir.“ Ljóst er að störf Sigmundar sem forsætisráðherra, þar sem hann hefur haft töluvert með uppgjör slitabúa bankanna að gera sem og reglusetningu gagnvart kröfuhöfum þeirra, myndi hafa fallið beint undir þessa grein. Eiginkona hans hefur beina fjárhagslega hagsmuni af því með hvaða hætti slitabúin munu gera upp við kröfuhafa sína. Í öðru lagi hefur Sigmundur í störfum sínum lagt ríka áherslu á að íslenska krónan sé sterkur og brúkanlegur gjaldmiðill. Hann sagði til að mynda að stuðningur við innlenda matvælaframleiðslu snérist um að spara gjaldeyri, þegar hann rökstuddi kosti nýja búvörusamningsins. Þannig að á sama tíma og hann hvetur Íslendinga til að spara gjaldeyri og talar upp krónuna hefur nánasti aðstandandi hans ákveðið að hér á landi séu fjárfestingarkostir innan hafta ekki boðlegir. Milljarða forði í gjaldeyri liggur þannig í fjárfestingarsjóðum erlendis. Það er ómögulegt að halda því fram að fjármál eiginkonu Sigmundar komi honum bara alls ekki við. Um er að ræða 1.200 milljónir. Í því samhengi má nefna að Landspítalinn fékk við lok fjárlagagerðar á síðasta ári nokkurn veginn nákvæmlega þá fjárhæð til að sinna bráðaþjónustu og viðhaldi. Ekki er um að ræða neina smáaura – þetta eru auðæfi. Þannig auðæfi að Sigmundur Davíð getur verið viss um að börn hans munu í raun aldrei þurfa að vinna handtak á ævi sinni nema þau vilji. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir á þessari stundu virðist ljóst að forsætisráðherrahjónin hafa ekki aðhafst neitt ólöglegt eða gegn settum reglum í fjármálum sínum. Þvert á móti kom fram í fréttum gærdagsins að eignirnar hefðu verið gefnar upp í skattframtölum Önnu frá því hún eignaðist umrætt félag á árinu 2008. Það er hins vegar þannig með þetta mál eins og svo oft er með önnur að þrátt fyrir að hlutirnir séu löglegir er það hverjum og einum í sjálfsvald sett að ákveða hvort þeim finnist þeir siðlegir. Og hvort þeir raunverulega skipti máli.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun