Ástralska lögreglan á brjáluðum Benz AMG GLE 63 S Coupe Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2016 14:56 Mercedes Benz AMG GLE 63 S Coupe í lögreglubúningi. Það er enginn bílaumingi sem ástralska lögreglan hefur í sinni þjónustu nú því þar hafa lögreglumenn afnot af Mercedes Benz AMG GLE 63 S Coupe kraftabíl. Það er Mercedes Benz í Ástralíu sem lánar lögreglunni þennan bíl svo að skattgreiðendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að punga út með sköttum sínum fyrir svo dýrum bíl til lögreglunnar. Þessi bíll er nefnilega langt frá því að vera ódýr og kostar 198.000 Ástralíudollara, eða 18,7 milljónir króna. Í honum er heldur enginn vélarkettlingur heldur 5,5 lítra V8 vél sem orkar 585 hestöfl og togar 760 Nm. Hann er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og sjálfskiptingin er 7 gíra. Þessi bíll er 4,2 sekúndur í hundraðið og því ætti það að reynast löggunni hægðarleikur að elta gangsterana á þjóðvegunum í Ástralíu. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Það er enginn bílaumingi sem ástralska lögreglan hefur í sinni þjónustu nú því þar hafa lögreglumenn afnot af Mercedes Benz AMG GLE 63 S Coupe kraftabíl. Það er Mercedes Benz í Ástralíu sem lánar lögreglunni þennan bíl svo að skattgreiðendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að punga út með sköttum sínum fyrir svo dýrum bíl til lögreglunnar. Þessi bíll er nefnilega langt frá því að vera ódýr og kostar 198.000 Ástralíudollara, eða 18,7 milljónir króna. Í honum er heldur enginn vélarkettlingur heldur 5,5 lítra V8 vél sem orkar 585 hestöfl og togar 760 Nm. Hann er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og sjálfskiptingin er 7 gíra. Þessi bíll er 4,2 sekúndur í hundraðið og því ætti það að reynast löggunni hægðarleikur að elta gangsterana á þjóðvegunum í Ástralíu.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira