Sjálfvirkur bremsubúnaður skylda árið 2022 Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2016 09:32 Allir bílar í Bandaríkjunum árið 2022 verða með sjálfvirkum bremsubúnaði. Autoblog Helstu bílaframleiðendur Bandaríkjanna hafa komist að samkomulagi um það að í öllum nýjum bílum þeirra, frá og með árinu 2022, verði sjálfvirkur bremsubúnaður sem komi í veg fyrir aftanákeyrslur. Aftanákeyrslur valda mörgum slysum og miklu tjóni í umferðinni í Bandaríkjunum, sem annarsstaðar og nýjum bílum fer nú ört fjölgandi sem skynja aðsteðjandi hættu að framan og tengjast bremsubúnaði þeirra. Subaru Eysight er gott dæmi um slíkan búnað, en hann má t.d. finna í Subaru Outback bílum. Síðan sá bíll var útbúinn þeim búnaði hafa aftanákeysrslur svo til heyrt sögunni til hjá eigendum hans. Þeir tíu bílaframleiðendur sem koma að þessu samkomulagi eru bæði bandarískir sem og erlendir framleiðendur sem framleiða bíla í Bandaríkjunum. Er þar um að ræða framleiðendurna Audi, BMW, Ford, General Motors, Mazda, Mercedes-Benz, Tesla, Toyota, Volkswagen og Volvo. Samtals framleiða þeir yfir 90% af öllum nýjum bílum sem seldir eru þar í landi. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent
Helstu bílaframleiðendur Bandaríkjanna hafa komist að samkomulagi um það að í öllum nýjum bílum þeirra, frá og með árinu 2022, verði sjálfvirkur bremsubúnaður sem komi í veg fyrir aftanákeyrslur. Aftanákeyrslur valda mörgum slysum og miklu tjóni í umferðinni í Bandaríkjunum, sem annarsstaðar og nýjum bílum fer nú ört fjölgandi sem skynja aðsteðjandi hættu að framan og tengjast bremsubúnaði þeirra. Subaru Eysight er gott dæmi um slíkan búnað, en hann má t.d. finna í Subaru Outback bílum. Síðan sá bíll var útbúinn þeim búnaði hafa aftanákeysrslur svo til heyrt sögunni til hjá eigendum hans. Þeir tíu bílaframleiðendur sem koma að þessu samkomulagi eru bæði bandarískir sem og erlendir framleiðendur sem framleiða bíla í Bandaríkjunum. Er þar um að ræða framleiðendurna Audi, BMW, Ford, General Motors, Mazda, Mercedes-Benz, Tesla, Toyota, Volkswagen og Volvo. Samtals framleiða þeir yfir 90% af öllum nýjum bílum sem seldir eru þar í landi.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent