Hann er sannkallaður forstjórabíll, stór og öflugur, en svo vilja sumir hafa hann ennþá stærri og hlaðnari lúxus. Því hefur Hyundai svarað með þessum lengda G90. Hyundai býður hann nú 30 sentimetrum lengri en grunngerðin.
Fyrir vikið er hægt að halla aftursætunum svo til í liggjandi stöðu og eru 18 mismunandi stillingar í aftursætunum. Þarna ætti að fara vel um forstjóra í S-Kóreu, til dæmis forstjóra Samsung eða LG.
Í bílnum er mjög öflugt Lexicon hljóðkerfi og sérhönnuð lýsing er einnig inní bílnum. Vélin er 5,0 lítra V8 sem sturtar 425 hestöflum til allra hjólanna. Bíllinn stendur á 19 tommu felgum. Þessi bíll verður eingöngu í boði í heimalandinu í fyrstu og kostar þar 10,5 milljónir króna.
