Bréfdúfur mæla umferðarmengun í London Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2016 09:25 Bréfdúfa með mengunarmæli á bakinu. Mengun af völdum bílaumferðar í London er mikil og borgaryfirvöld þar taka henni alvarlega, enda veldur hún ótímabærum dauða og veikindum margra íbúa. Til að stemma stigu við þessari mengun hyggst borgarstjóri London, Boris Johnson gera miðborgina svo til bíllausa árið 2020. Til að mæla mengunarástandið betur hefur London nú tekið í sýna þjónustu brédúfur til að mæla mengun í borginni. Þær mælingar sem hingað til hefur verið stuðst við eru staðbundnar og gefa ekki nægilega rétta mynd af ástandinu og því eru bréfdúfur látnar fljúga eftir ákveðnum leiðum með mælitæki á bakinu og með því mæla ástandið með nákvæmari hætti en áður. Mælibúnaðurinn sem bréfdúfurnar bera á bakinu mæla NOx mengun sem stafar að mestu frá dísilbílum, óson og önnur hættuleg efnasambönd. Íbúar borgarinnar eru hvattir til að stingu uppá stöðum sem vert er að mæla og eru dúfurnar látnar fljúga um þau svæði og með því eru borgarbúar gerðir virkir í að bæta loftumhverfi sitt og verða því meðvitaðri um mikilvægi þess. Afar vel er hugsað um þessar bréfdúfur sem gjarnan ná 20 ára aldri. Einnig stendur til að bjóða íbúum uppá að ganga eða hjóla með mengunarmæla til að virkja þá enn frekar og fá fram nákvæmari mælingar sem bregðast má við. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent
Mengun af völdum bílaumferðar í London er mikil og borgaryfirvöld þar taka henni alvarlega, enda veldur hún ótímabærum dauða og veikindum margra íbúa. Til að stemma stigu við þessari mengun hyggst borgarstjóri London, Boris Johnson gera miðborgina svo til bíllausa árið 2020. Til að mæla mengunarástandið betur hefur London nú tekið í sýna þjónustu brédúfur til að mæla mengun í borginni. Þær mælingar sem hingað til hefur verið stuðst við eru staðbundnar og gefa ekki nægilega rétta mynd af ástandinu og því eru bréfdúfur látnar fljúga eftir ákveðnum leiðum með mælitæki á bakinu og með því mæla ástandið með nákvæmari hætti en áður. Mælibúnaðurinn sem bréfdúfurnar bera á bakinu mæla NOx mengun sem stafar að mestu frá dísilbílum, óson og önnur hættuleg efnasambönd. Íbúar borgarinnar eru hvattir til að stingu uppá stöðum sem vert er að mæla og eru dúfurnar látnar fljúga um þau svæði og með því eru borgarbúar gerðir virkir í að bæta loftumhverfi sitt og verða því meðvitaðri um mikilvægi þess. Afar vel er hugsað um þessar bréfdúfur sem gjarnan ná 20 ára aldri. Einnig stendur til að bjóða íbúum uppá að ganga eða hjóla með mengunarmæla til að virkja þá enn frekar og fá fram nákvæmari mælingar sem bregðast má við.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent