Höskuldur vill að Bankasýslan hafi forgöngu um málsókn til að endurheimta Borgunarhlutinn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2016 13:55 „Hinir raunverulegu hagsmunir málsins eru þeir að almenningur tapaði ekki bara verulegum fjármunum heldur ótrúlega miklum fjármunum sem hlaupa á milljörðum króna,“ sagði Höskuldur. Vísir/Vilhelm Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, kallaði eftir því að Bankasýsla ríkisins myndi höfða dómsmál gegn þeim sem keyptu hlut Landsbankans í Borgun til að reyna að fá sölu hlutarins ógilda. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í morgun. „Hinir raunverulegu hagsmunir málsins eru þeir að almenningur tapaði ekki bara verulegum fjármunum heldur ótrúlega miklum fjármunum sem hlaupa á milljörðum króna,“ sagði hann. Höskuldur vill að Bankasýslan leiti allra leiða til að sækja féð til núverandi eigenda Borgunar. „Í bréfi Bankasýslunnar til bankaráðs Landsbankans kemur fram að telji Landsbankinn, eða hafi athugasemdir við upplýsingagjöf af hálfu annarra aðila í tengslum við sölumeðferð á eignarhlut í Borgun eigi bankinn að leita réttar síns ef hann telur tilefni til og ég held nefnilega að hér sé komið einmitt þetta tilefni,“ sagði hann. Vitnaði Höskuldur næst í grein í Morgunblaðinu eftir hæstaréttarlögmanninn Hauk Örn Birgisson sem bendir á ákvæði í samningalögum sem heimilar endurskoðun á viðskiptum aðila, jafnvel ógildingu. „Hann vísar í dómafordæmi þar sem Hæstiréttur hefur bent á að sé verðmætið margfalt meira en endurgjaldið sé hægt að færa rök fyrir því að samningagerðin hafi verið byggð á brostnum eða röngum forsendum,“ segir hann. „Ég tel einboðið að Landsbankinn höfði mál, geri það hið allra fyrsta og ég vil hvetja Bankasýsluna líka, því hún fer með eignarhlut ríkisins, að hún hafi forgöngu í málinu,“ sagði hann. „Þó að kostnaður við dómsmál geti hlaupið á einhverjum milljónum þá eru það smámunir miðað við þá gríðarlegu hagsmuni sem eru í húfi fyrir almenning í landinu.“ Borgunarmálið Stjórnmálavísir Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, kallaði eftir því að Bankasýsla ríkisins myndi höfða dómsmál gegn þeim sem keyptu hlut Landsbankans í Borgun til að reyna að fá sölu hlutarins ógilda. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í morgun. „Hinir raunverulegu hagsmunir málsins eru þeir að almenningur tapaði ekki bara verulegum fjármunum heldur ótrúlega miklum fjármunum sem hlaupa á milljörðum króna,“ sagði hann. Höskuldur vill að Bankasýslan leiti allra leiða til að sækja féð til núverandi eigenda Borgunar. „Í bréfi Bankasýslunnar til bankaráðs Landsbankans kemur fram að telji Landsbankinn, eða hafi athugasemdir við upplýsingagjöf af hálfu annarra aðila í tengslum við sölumeðferð á eignarhlut í Borgun eigi bankinn að leita réttar síns ef hann telur tilefni til og ég held nefnilega að hér sé komið einmitt þetta tilefni,“ sagði hann. Vitnaði Höskuldur næst í grein í Morgunblaðinu eftir hæstaréttarlögmanninn Hauk Örn Birgisson sem bendir á ákvæði í samningalögum sem heimilar endurskoðun á viðskiptum aðila, jafnvel ógildingu. „Hann vísar í dómafordæmi þar sem Hæstiréttur hefur bent á að sé verðmætið margfalt meira en endurgjaldið sé hægt að færa rök fyrir því að samningagerðin hafi verið byggð á brostnum eða röngum forsendum,“ segir hann. „Ég tel einboðið að Landsbankinn höfði mál, geri það hið allra fyrsta og ég vil hvetja Bankasýsluna líka, því hún fer með eignarhlut ríkisins, að hún hafi forgöngu í málinu,“ sagði hann. „Þó að kostnaður við dómsmál geti hlaupið á einhverjum milljónum þá eru það smámunir miðað við þá gríðarlegu hagsmuni sem eru í húfi fyrir almenning í landinu.“
Borgunarmálið Stjórnmálavísir Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira