Landsbankinn ekki seldur á næstu mánuðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. mars 2016 08:00 Bjarni Benediktsson segist ekki vera að flýta sér að selja hlutinn í Landsbankanum. „Ég er mjög sáttur við að Bankasýslan bregðist við erindi mínu með þessum hætti. Þeir hafa tekið undir það að þetta mál hefur valdið bankanum vissu tjóni,‟ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Hann segir sanngjarnt að gefa bankaráðinu kost á að gera grein fyrir því með hvaða hætti best sé að bregðast við. Bankasýslan sendi ráðherra svar í gær við bréfi sem ráðherrann sendi Bankasýslunni þann 11. febrúar síðastliðinn. Í bréfi sínu hafði ráðherra lýst áhyggjum sínum á áhrifum Borgunarmálsins á trúverðugleika Landsbankans. Sagði ráðherra að áður en undirbúningur að sölu á 30 prósent hlut ríkisins í Landsbankanum yrði hvaðeina er máli skiptir og varðar sölu Landsbankans á Borgun að verða upplýst og málið afgreitt með þeim hætti að traust til bankans og stjórnenda hans verði tryggt. Í svari Bankasýslunnar við erindi ráðherra segir að fagleg ásýnd Landsbankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki. Bankasýslan telur a bankaráð Landsbankans verði að grípa til viðeigandi ráðstafana til að endurheimta það traust sem bankinn tapaði vegna sölumeðferðarinnar. Hluthöfum verði gert grein fyrir því hvernig bankaráðið telji rétt að bregðast við áður en mars er á enda. Spurður hvaða áhrif svar Bankasýslunnar hafi á fyrirhugaða sölu á hlut ríkisins í bankanum segir Bjarni að mögulega sölu á bankanum verði að skoða í víðara samhengi heldur en bara vegna umræðunnar um Borgunarmálið. „Það eru tilteknar lagabreytingar sem við viljum beita okkur fyrir. Í öðru lagi, eins og Bankasýslan hefur vakið athygli á í sinni skýrslu um söluna á bankanum, þá er mikilvægt að við ljúkum við gerð eigendastefnu fyrir bankann,‟ segir Bjarni. Lagabreytingarnar sem Bjarni vísar til lúta að kröfum um hæfi eigenda og hins vegar atriði sem snúast um að takmarka fjárfestingabankastarfsemi sem fer fram undir sama þaki og viðskiptabankastarfsemi. Þá segir Bjarni að ekki sé hægt að horfa framhjá því að frá því að Bankasýslan hóf vinnu við að undirbúa mögulega sölu á eignarhlut í Landsbankanum að þá hafi ríkið tekið yfir allan eignarhlutinn í Íslandsbanka í millitíðinni. Þá stöðu þurfi að meta. Bjarni segist ekki vera að flýta sér að selja hlutinn í Landsbankanum. „En þess utan eru aðstæður með þeim hætti að maður á ekki að vera að hugsa þetta til sex eða tólf mánaða. Við ætlum einfaldlega að flýta okkur hægt og ljúka því sem þarf að klára fyrst.‟ Bjarni segir að það hljóti líka að hafa áhrif á söluna að þriðji bankinn, Arion, er á leið í söluferli. „Ef maður sækist ekki beinlínis eftir því að lífeyrissjóðir eigi hvorutveggja 40 prósent af skráðum félögum og fjármálafyrirtækin í landinu þá er nú alveg augljóst að það er ekki eitthvert áhlaupsverk að selja svona stóra og mikla banka.‟ Bjarni segist jafnframt vilja draga úr stærð bankakerfisins áður en það kæmi úr því að ríkið myndi selja sinn hlut. Aðspurður segir hann bankann því ekki verða seldan alveg á næstunni. „Það er engin tillaga komin fram um það á þessu ári. Við fjárlagagerðina var hins vegar byggt á því að menn skyldu taka það til fullrar skoðunar. En í millitíðinni er orðið ljóst að við munum hafa meiri arð af bönkunum en við gerðum ráð fyrir. Þannig að við gætum mögulega náð okkar markmiðum í ríkisfjármálum með öðrum hætti,‟ segir Bjarni. Borgunarmálið Tengdar fréttir Bankasýslan snuprar stjórnendur Landsbankans Bankasýslan telur að fagleg ásýnd Landsbankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki. 14. mars 2016 10:04 Telja óeðlilegt að stjórnendur hafi verið í hópi einu fjárfestanna í Borgun Bankasýsla ríkisins telur að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. 14. mars 2016 10:33 Bankaráðið grípi til „viðeigandi ráðstafana“ til að endurheimta traust Bankasýsla ríkisins telur rökstuðning Landsbankans fyrir sölunni á Borgun ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetið þrýsting frá Samkeppniseftirlitinu að selja hlutinn og að verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Bankasýslan vill að bankaráð Landsbankans grípi til viðeigandi ráðstafana til að endurheimta traust á bankanum. 14. mars 2016 18:45 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira
„Ég er mjög sáttur við að Bankasýslan bregðist við erindi mínu með þessum hætti. Þeir hafa tekið undir það að þetta mál hefur valdið bankanum vissu tjóni,‟ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Hann segir sanngjarnt að gefa bankaráðinu kost á að gera grein fyrir því með hvaða hætti best sé að bregðast við. Bankasýslan sendi ráðherra svar í gær við bréfi sem ráðherrann sendi Bankasýslunni þann 11. febrúar síðastliðinn. Í bréfi sínu hafði ráðherra lýst áhyggjum sínum á áhrifum Borgunarmálsins á trúverðugleika Landsbankans. Sagði ráðherra að áður en undirbúningur að sölu á 30 prósent hlut ríkisins í Landsbankanum yrði hvaðeina er máli skiptir og varðar sölu Landsbankans á Borgun að verða upplýst og málið afgreitt með þeim hætti að traust til bankans og stjórnenda hans verði tryggt. Í svari Bankasýslunnar við erindi ráðherra segir að fagleg ásýnd Landsbankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki. Bankasýslan telur a bankaráð Landsbankans verði að grípa til viðeigandi ráðstafana til að endurheimta það traust sem bankinn tapaði vegna sölumeðferðarinnar. Hluthöfum verði gert grein fyrir því hvernig bankaráðið telji rétt að bregðast við áður en mars er á enda. Spurður hvaða áhrif svar Bankasýslunnar hafi á fyrirhugaða sölu á hlut ríkisins í bankanum segir Bjarni að mögulega sölu á bankanum verði að skoða í víðara samhengi heldur en bara vegna umræðunnar um Borgunarmálið. „Það eru tilteknar lagabreytingar sem við viljum beita okkur fyrir. Í öðru lagi, eins og Bankasýslan hefur vakið athygli á í sinni skýrslu um söluna á bankanum, þá er mikilvægt að við ljúkum við gerð eigendastefnu fyrir bankann,‟ segir Bjarni. Lagabreytingarnar sem Bjarni vísar til lúta að kröfum um hæfi eigenda og hins vegar atriði sem snúast um að takmarka fjárfestingabankastarfsemi sem fer fram undir sama þaki og viðskiptabankastarfsemi. Þá segir Bjarni að ekki sé hægt að horfa framhjá því að frá því að Bankasýslan hóf vinnu við að undirbúa mögulega sölu á eignarhlut í Landsbankanum að þá hafi ríkið tekið yfir allan eignarhlutinn í Íslandsbanka í millitíðinni. Þá stöðu þurfi að meta. Bjarni segist ekki vera að flýta sér að selja hlutinn í Landsbankanum. „En þess utan eru aðstæður með þeim hætti að maður á ekki að vera að hugsa þetta til sex eða tólf mánaða. Við ætlum einfaldlega að flýta okkur hægt og ljúka því sem þarf að klára fyrst.‟ Bjarni segir að það hljóti líka að hafa áhrif á söluna að þriðji bankinn, Arion, er á leið í söluferli. „Ef maður sækist ekki beinlínis eftir því að lífeyrissjóðir eigi hvorutveggja 40 prósent af skráðum félögum og fjármálafyrirtækin í landinu þá er nú alveg augljóst að það er ekki eitthvert áhlaupsverk að selja svona stóra og mikla banka.‟ Bjarni segist jafnframt vilja draga úr stærð bankakerfisins áður en það kæmi úr því að ríkið myndi selja sinn hlut. Aðspurður segir hann bankann því ekki verða seldan alveg á næstunni. „Það er engin tillaga komin fram um það á þessu ári. Við fjárlagagerðina var hins vegar byggt á því að menn skyldu taka það til fullrar skoðunar. En í millitíðinni er orðið ljóst að við munum hafa meiri arð af bönkunum en við gerðum ráð fyrir. Þannig að við gætum mögulega náð okkar markmiðum í ríkisfjármálum með öðrum hætti,‟ segir Bjarni.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Bankasýslan snuprar stjórnendur Landsbankans Bankasýslan telur að fagleg ásýnd Landsbankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki. 14. mars 2016 10:04 Telja óeðlilegt að stjórnendur hafi verið í hópi einu fjárfestanna í Borgun Bankasýsla ríkisins telur að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. 14. mars 2016 10:33 Bankaráðið grípi til „viðeigandi ráðstafana“ til að endurheimta traust Bankasýsla ríkisins telur rökstuðning Landsbankans fyrir sölunni á Borgun ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetið þrýsting frá Samkeppniseftirlitinu að selja hlutinn og að verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Bankasýslan vill að bankaráð Landsbankans grípi til viðeigandi ráðstafana til að endurheimta traust á bankanum. 14. mars 2016 18:45 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira
Bankasýslan snuprar stjórnendur Landsbankans Bankasýslan telur að fagleg ásýnd Landsbankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki. 14. mars 2016 10:04
Telja óeðlilegt að stjórnendur hafi verið í hópi einu fjárfestanna í Borgun Bankasýsla ríkisins telur að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. 14. mars 2016 10:33
Bankaráðið grípi til „viðeigandi ráðstafana“ til að endurheimta traust Bankasýsla ríkisins telur rökstuðning Landsbankans fyrir sölunni á Borgun ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetið þrýsting frá Samkeppniseftirlitinu að selja hlutinn og að verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Bankasýslan vill að bankaráð Landsbankans grípi til viðeigandi ráðstafana til að endurheimta traust á bankanum. 14. mars 2016 18:45