Valur hjálpaði Haukum að verða deildarmeistarar í kvöld þegar liðið gerði jafntefli við fallna Víkinga í 24. umferð Olís-deildar karla í handbolta.
Eftir að vera sex mörkum undir í hálfleik, 12-6, komu Valsmenn til baka í seinni hálfleik og tryggðu sér eitt stig. Lokatölur, 22-22.
Ómar Ingi Magnússon var markahæstur Valsmanna í kvöld með átta mörk en Sveinn Aron Sveinsson skoraði fjögur mörk. Hjá Víkingum var Jóhann Reynir Gunnlaugsson markahæstur með sjö mörk og Karolis Stropus skoraði fimm mörk.
Valur er sex stigum á eftir Haukum þegar þrjár umferðir eru eftir og eru Haukar orðnir deildarmeistarar. Valsmenn verða þó ekki snertir í öðru sætinu.
Víkingar gerðu jafntefli við Akureyri eftir að falla úr deildinni á dögunum og náðu nú í annað stig í síðustu þremur leikjum sem skiptir engu máli. Liðið fast við botninn með níu stig.
Fallnir Víkingar náðu jafntefli gegn Val
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti


Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn

Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn

„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn
