„Líta allir á Sharapovu sem svindlara“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. mars 2016 15:30 Franska tenniskonan Kristina Mladenovic hefur ekki mikið álit á Maria Sharapovu miðað við ummæli sem birtust í breska blaðinu Le Parisien í dag. Sharapova greindi frá því í síðustu viku að hún hefði fallið á lyfjaprófi og viðurkenndi um leið að það hefði verið vegna notkun hennar á meldóníum, lyfi sem var bætt á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, um áramótin. Sjá einnig: Hvað er meldóníum? Sharapova hélt því fram að hún hefði notað meldóníum af heilsufarsástæðum og samkvæmt læknisráði undanfarinn áratug. Mladenovic gaf lítið fyrir þær skýringar. „Það segja allir leikmenn [á atvinnumannatúrnum í tennis] að hún sé svindlari,“ sagði hún. „Maður efast um allt núna og hvort að hún eigi skilið allt það sem hún hefur unnið hingað til. Það er skelfilegt en það er gott að þetta er orðið opinbert.“ „Hvað mig varðar þá hef ég tífalt meiri áhyggjur ef ég fæ mér verkjalyf. Hún hefur verið að taka þessi lyf í tíu ár og þetta er alvöru lyf. Hún hefur leikið sér að reglunum og hugsað með sér að fyrst þetta er ekki bannað þá getur hún tekið þetta.“ Sjá einnig: Var Sharapova með kransæðasjúkdóm? „Það þykja mér mikil vonbrigði. Ég er ekki hrifin af því hugarfari að maður eigi að ná sem bestum árangri með því að fara í kringum reglurnar.“ „Hún getur sett þetta fram hvernig sem hún vill og fundið sér góðan lögfræðing. En í grunninn hafði hún rangt við. Hún hefur engar afsakanir fyrir hegðun sinni.“ Mladenovic bætti enn frekar í gagnrýni sína með því að segja að Sharapova væri almennt ekki vel liðin af öðrum tennisspilurum og að hún hefði lítinn áhuga haft af því að eiga samskipti við aðra leikmenn. Sjá einnig: Sharapova segist ekki hafa fengið fimm viðvaranir Sharapova var sett í tímabundið bann núna um helgina og á von á þungri refsingu, allt frá sex mánaða til fjögurra ára keppnisbanns. Lyfjamisferli Rússa Tennis Tengdar fréttir „Var Sharapova með kransæðasjúkdóm?“ Teitur Guðmundsson, læknir, veltir því fyrir sér hvort það sé í lagi að svindla ef enginn fatti það. 9. mars 2016 08:44 Tennisdrottning hrynur af stalli Tekjuhæsta íþróttakona heims undanfarin ellefu ár féll á lyfjaprófi. Ber við sig kæruleysi en gengst við brotum sínum. Gæti fengið allt að fjögurra ára bann. 9. mars 2016 06:00 „Íþróttamenn munu deyja vegna bannsins“ Maðurinn sem fann upp á lyfinu meldóníum segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar að banna það. 10. mars 2016 09:45 Hvað er meldóníum? "Það er lyf sem er aðallega notað við hjartasjúkdómum og skorti á blóðflæði til hjartans,“ sagði Birgir Sverrisson, starfsmaður lyfjaeftirlits ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild í gær um meldóníum, lyfið sem felldi Mariu Sharapovu. 9. mars 2016 06:30 Sharapova segist ekki hafa fengið fimm viðvaranir Tenniskonan Maria Sharapova segir í langri færslu á Facebook að hún ætli sér að koma til baka og sterkari en aldrei fyrr. 12. mars 2016 11:30 Murray: Sharapova verður að taka sinni refsingu Andy Murray segir ekkert annað koma til greina en að Maria Sharapova taki þeirri refsingu sem hún fær fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. 11. mars 2016 10:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Franska tenniskonan Kristina Mladenovic hefur ekki mikið álit á Maria Sharapovu miðað við ummæli sem birtust í breska blaðinu Le Parisien í dag. Sharapova greindi frá því í síðustu viku að hún hefði fallið á lyfjaprófi og viðurkenndi um leið að það hefði verið vegna notkun hennar á meldóníum, lyfi sem var bætt á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, um áramótin. Sjá einnig: Hvað er meldóníum? Sharapova hélt því fram að hún hefði notað meldóníum af heilsufarsástæðum og samkvæmt læknisráði undanfarinn áratug. Mladenovic gaf lítið fyrir þær skýringar. „Það segja allir leikmenn [á atvinnumannatúrnum í tennis] að hún sé svindlari,“ sagði hún. „Maður efast um allt núna og hvort að hún eigi skilið allt það sem hún hefur unnið hingað til. Það er skelfilegt en það er gott að þetta er orðið opinbert.“ „Hvað mig varðar þá hef ég tífalt meiri áhyggjur ef ég fæ mér verkjalyf. Hún hefur verið að taka þessi lyf í tíu ár og þetta er alvöru lyf. Hún hefur leikið sér að reglunum og hugsað með sér að fyrst þetta er ekki bannað þá getur hún tekið þetta.“ Sjá einnig: Var Sharapova með kransæðasjúkdóm? „Það þykja mér mikil vonbrigði. Ég er ekki hrifin af því hugarfari að maður eigi að ná sem bestum árangri með því að fara í kringum reglurnar.“ „Hún getur sett þetta fram hvernig sem hún vill og fundið sér góðan lögfræðing. En í grunninn hafði hún rangt við. Hún hefur engar afsakanir fyrir hegðun sinni.“ Mladenovic bætti enn frekar í gagnrýni sína með því að segja að Sharapova væri almennt ekki vel liðin af öðrum tennisspilurum og að hún hefði lítinn áhuga haft af því að eiga samskipti við aðra leikmenn. Sjá einnig: Sharapova segist ekki hafa fengið fimm viðvaranir Sharapova var sett í tímabundið bann núna um helgina og á von á þungri refsingu, allt frá sex mánaða til fjögurra ára keppnisbanns.
Lyfjamisferli Rússa Tennis Tengdar fréttir „Var Sharapova með kransæðasjúkdóm?“ Teitur Guðmundsson, læknir, veltir því fyrir sér hvort það sé í lagi að svindla ef enginn fatti það. 9. mars 2016 08:44 Tennisdrottning hrynur af stalli Tekjuhæsta íþróttakona heims undanfarin ellefu ár féll á lyfjaprófi. Ber við sig kæruleysi en gengst við brotum sínum. Gæti fengið allt að fjögurra ára bann. 9. mars 2016 06:00 „Íþróttamenn munu deyja vegna bannsins“ Maðurinn sem fann upp á lyfinu meldóníum segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar að banna það. 10. mars 2016 09:45 Hvað er meldóníum? "Það er lyf sem er aðallega notað við hjartasjúkdómum og skorti á blóðflæði til hjartans,“ sagði Birgir Sverrisson, starfsmaður lyfjaeftirlits ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild í gær um meldóníum, lyfið sem felldi Mariu Sharapovu. 9. mars 2016 06:30 Sharapova segist ekki hafa fengið fimm viðvaranir Tenniskonan Maria Sharapova segir í langri færslu á Facebook að hún ætli sér að koma til baka og sterkari en aldrei fyrr. 12. mars 2016 11:30 Murray: Sharapova verður að taka sinni refsingu Andy Murray segir ekkert annað koma til greina en að Maria Sharapova taki þeirri refsingu sem hún fær fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. 11. mars 2016 10:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
„Var Sharapova með kransæðasjúkdóm?“ Teitur Guðmundsson, læknir, veltir því fyrir sér hvort það sé í lagi að svindla ef enginn fatti það. 9. mars 2016 08:44
Tennisdrottning hrynur af stalli Tekjuhæsta íþróttakona heims undanfarin ellefu ár féll á lyfjaprófi. Ber við sig kæruleysi en gengst við brotum sínum. Gæti fengið allt að fjögurra ára bann. 9. mars 2016 06:00
„Íþróttamenn munu deyja vegna bannsins“ Maðurinn sem fann upp á lyfinu meldóníum segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar að banna það. 10. mars 2016 09:45
Hvað er meldóníum? "Það er lyf sem er aðallega notað við hjartasjúkdómum og skorti á blóðflæði til hjartans,“ sagði Birgir Sverrisson, starfsmaður lyfjaeftirlits ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild í gær um meldóníum, lyfið sem felldi Mariu Sharapovu. 9. mars 2016 06:30
Sharapova segist ekki hafa fengið fimm viðvaranir Tenniskonan Maria Sharapova segir í langri færslu á Facebook að hún ætli sér að koma til baka og sterkari en aldrei fyrr. 12. mars 2016 11:30
Murray: Sharapova verður að taka sinni refsingu Andy Murray segir ekkert annað koma til greina en að Maria Sharapova taki þeirri refsingu sem hún fær fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. 11. mars 2016 10:00