Söguþjóð í raun? Katrín Jakobsdóttir skrifar 12. mars 2016 07:00 Íslendingar hafa ekki slegið hendi á móti titlinum söguþjóð eða bókaþjóð. Söguáhugi Íslendinga er eitt af því sem okkur finnst flestum gaman að segja erlendum vinum og gestum frá. Söguáhuginn hefur verið umfjöllunarefni í síðari tíma bókmenntum. Við fylltum sali Þjóðleikhússins á afmælisári þess þegar Íslandsklukkan var sett upp og enn og aftur vaknaði til lífsins sagan góða um snærisþjófinn Jón Hreggviðsson, Snæfríði Íslandssól og Arnas Arnæus sem safnaði handritableðlum um land allt og bjargaði þeim úr dýnum og fletum í torfbæjum landsins. Þessi handrit eru fæst hver til sýnis þótt okkur finnist gaman að segja af þeim söguna. Þau eru læst inni í geymslum. Þar sem byggja átti hús yfir handritin er enn aðeins hola. Hús íslenskra fræða á ekki einungis að vera staður til að sýna handrit. Þar á einnig að vera húsnæði fyrir kennslu og rannsóknir í íslensku. Bygging þessa húss var hafin á síðasta kjörtímabili og var ætlunin að nýta til dæmis arð af bönkum til að greiða fyrir bygginguna sem var hluti af fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar. Núverandi stjórnvöld slógu þá áætlun af og síðan hefur ekkert annað verið á byggingarstað en hin fræga „hola“ íslenskra fræða.Engir fjármunir Síðastliðið vor leit út fyrir að stjórnvöld væru reiðubúin að taka Hús íslenskra fræða út fyrir sviga. Forsætisráðherra kynnti tillögu þar sem lögð voru til tiltekin verkefni sem átti að ráðast í til að fagna hundrað ára afmæli fullveldis. Ekki hefur sést til tillögunnar síðan. Fjármunir birtust í fjárlögum í önnur verkefni tillögunnar, þ.e. viðbyggingu við þinghúsið. Engir fjármunir hafa komið í ljós í Hús íslenskra fræða. Happdrætti Háskóla Íslands, sem greiða mun þriðjung af húsinu, hefur ekki fengið heimild ríkisins til að setja sína fjármuni í verkefnið. Ráðamenn hafa aðspurðir sagst jákvæðir gagnvart verkefninu og bjartsýnir á framgang þess sem hljómar ankannanlegt í ljósi þess að framtíð þess liggur í þeirra höndum. Við lýsum gjarnan yfir áhyggjum okkar af stöðu íslenskrar tungu, kennslu og rannsóknum á þessu sviði, miðlun þekkingar og fræðslu. Það er ýmislegt hægt að gera til að bregðast við. Eitt af því gæti verið að gera íslenska tungu gjaldgenga í stafrænum heimi. Um það hefur Alþingi raunar samþykkt ályktun en enn bólar ekki á verulegum fjármunum til þess verkefnis. Annað raunverulegt verkefni gæti verið að byggja Hús íslenskra fræða, gera handritin aðgengileg almenningi og sinna þar með skyldum okkar gagnvart Íslendingum en líka heimsbyggðinni sem hefur sett handritin á sérstakan UNESCO-lista yfir menningarverðmæti. Þar væri líka sinnt kennslu og rannsóknum, miðlun og nýsköpun á sviði íslenskra fræða, málvísinda og bókmennta. Þessu þarf hvoru tveggja að hrinda í framkvæmd ef við viljum standa undir nafni sem söguþjóðin í norðri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handritasafn Árna Magnússonar Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa ekki slegið hendi á móti titlinum söguþjóð eða bókaþjóð. Söguáhugi Íslendinga er eitt af því sem okkur finnst flestum gaman að segja erlendum vinum og gestum frá. Söguáhuginn hefur verið umfjöllunarefni í síðari tíma bókmenntum. Við fylltum sali Þjóðleikhússins á afmælisári þess þegar Íslandsklukkan var sett upp og enn og aftur vaknaði til lífsins sagan góða um snærisþjófinn Jón Hreggviðsson, Snæfríði Íslandssól og Arnas Arnæus sem safnaði handritableðlum um land allt og bjargaði þeim úr dýnum og fletum í torfbæjum landsins. Þessi handrit eru fæst hver til sýnis þótt okkur finnist gaman að segja af þeim söguna. Þau eru læst inni í geymslum. Þar sem byggja átti hús yfir handritin er enn aðeins hola. Hús íslenskra fræða á ekki einungis að vera staður til að sýna handrit. Þar á einnig að vera húsnæði fyrir kennslu og rannsóknir í íslensku. Bygging þessa húss var hafin á síðasta kjörtímabili og var ætlunin að nýta til dæmis arð af bönkum til að greiða fyrir bygginguna sem var hluti af fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar. Núverandi stjórnvöld slógu þá áætlun af og síðan hefur ekkert annað verið á byggingarstað en hin fræga „hola“ íslenskra fræða.Engir fjármunir Síðastliðið vor leit út fyrir að stjórnvöld væru reiðubúin að taka Hús íslenskra fræða út fyrir sviga. Forsætisráðherra kynnti tillögu þar sem lögð voru til tiltekin verkefni sem átti að ráðast í til að fagna hundrað ára afmæli fullveldis. Ekki hefur sést til tillögunnar síðan. Fjármunir birtust í fjárlögum í önnur verkefni tillögunnar, þ.e. viðbyggingu við þinghúsið. Engir fjármunir hafa komið í ljós í Hús íslenskra fræða. Happdrætti Háskóla Íslands, sem greiða mun þriðjung af húsinu, hefur ekki fengið heimild ríkisins til að setja sína fjármuni í verkefnið. Ráðamenn hafa aðspurðir sagst jákvæðir gagnvart verkefninu og bjartsýnir á framgang þess sem hljómar ankannanlegt í ljósi þess að framtíð þess liggur í þeirra höndum. Við lýsum gjarnan yfir áhyggjum okkar af stöðu íslenskrar tungu, kennslu og rannsóknum á þessu sviði, miðlun þekkingar og fræðslu. Það er ýmislegt hægt að gera til að bregðast við. Eitt af því gæti verið að gera íslenska tungu gjaldgenga í stafrænum heimi. Um það hefur Alþingi raunar samþykkt ályktun en enn bólar ekki á verulegum fjármunum til þess verkefnis. Annað raunverulegt verkefni gæti verið að byggja Hús íslenskra fræða, gera handritin aðgengileg almenningi og sinna þar með skyldum okkar gagnvart Íslendingum en líka heimsbyggðinni sem hefur sett handritin á sérstakan UNESCO-lista yfir menningarverðmæti. Þar væri líka sinnt kennslu og rannsóknum, miðlun og nýsköpun á sviði íslenskra fræða, málvísinda og bókmennta. Þessu þarf hvoru tveggja að hrinda í framkvæmd ef við viljum standa undir nafni sem söguþjóðin í norðri.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun