Ef karlmenn hefðu blæðingar Sif Sigmarsdóttir skrifar 12. mars 2016 07:00 Orðið eitt getur fengið hörðustu karlmenn til að roðna. Það ætti þó kannski ekki að koma á óvart. Um er að ræða upprunalega tabúið. Orðið „taboo“ barst í ensku úr pólónesískri tungu. „Tapua“ merkir bannhelgi. En það þýðir líka tíðir. Tíðir. Eflaust óskar helmingur lesenda þess að ég sé að tala um bænagjörð. Svo er hins vegar ekki. Já, þú ert að fara að lesa um mánaðarlegar blæðingar kvenna yfir morgunkaffinu þínu. Alla sögu mannkyns hefur fyrirbærið vakið furðu, óhug og ótta. Rómverjinn og náttúrufræðingurinn Gaius Plinius eldri fullyrti árið 77 eftir Krist að tíðablóð kvenna ylli uppskerubresti, gerði vín súrt, dræpi býflugur, léti járn ryðga og ávexti hrynja af trjám. Á miðöldum töldu menn að holdsveiki smitaðist með slíku blóði. Árið 1878 fjallaði The British Medical Journal um að konur ættu ekki að koma að reykingu á kjöti þegar þær væru á blæðingum því þær gætu skemmt matvælin. Langt fram á 19. öld töldu menn blæðingar vera leið náttúrunnar til að losa konur við umfram blóð sem olli í þeim blóðhita og hysteríu. Í Nepal eru konur enn settar í einangrun í litlum moldarkofum á meðan á blæðingum stendur þótt athæfið hafi verið bannað árið 2005. En nú, tvö þúsund árum eftir að Gaius Plinius eldri varaði við því að konur á blæðingum gætu eyðilagt gljáa á speglum og fílabeini, virðist sem tækla eigi tabúið.Tíða-frí Fyrirtæki í Bristol leggur nú drög að því að verða fyrsta fyrirtækið í sögu Bretlands til að bjóða kvenkyns starfsmönnum upp á „tíða-frí“. Fríið dregst ekki af veikindaleyfi starfsmanna en ætlast er til að starfsmenn bæti upp vinnutapið þegar þjáningarnar sem hrjá margar konur á blæðingum eru liðnar hjá. Umrætt fyrirtæki sem nefnist Coexist og rekur lista- og félagsmiðstöð í Bristol hyggst halda ráðstefnu um fyrirkomulagið eftir helgi þar sem breytingin verður kynnt starfsfólki sem og stjórnendum annarra fyrirtækja sem hafa áhuga á að fylgja fordæmi þess. „Blæðingar hafa allt of lengi verið álitnar tabú á vinnustöðum,“ sagði Bex Baxter, framkvæmdastjóri Coexist, í samtali við fjölmiðla. „Margar af þeim konum sem vinna hjá mér hafa sagt að þær skammist sín fyrir að viðurkenna að þær líði kvalir. Ég vil útrýma þessari skömm. Ef karlmenn hefðu blæðingar væri þessi stefna orðin útbreidd fyrir löngu.“Hitakóf og minnistruflanir Svo virðist sem augu fólks séu að opnast fyrir vellíðan kvenna á vinnustöðum. Í lok síðasta árs hvatti Sally Davies, landlæknir Bretlands – fyrsta konan til að gegna embættinu – atvinnurekendur til að ræða við starfsfólk um annað tabú sem við kemur konum: Breytingaskeiðið. „Ég vil að stjórnendur geri konum jafnauðvelt að ræða við þá um breytingaskeiðið og öll önnur vinnutengd mál,“ sagði Davies. Hún lagði áherslu á að óþægindi tengd breytingaskeiðinu á borð við hitakóf og minnistruflanir væri hægt að gera bærilegri með einföldum aðgerðum á borð við að breyta hitastigi á skrifstofum og bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma.Nýtt baráttumál Í dag fagnar Alþýðusamband Íslands hundrað ára afmæli sínu. Í heila öld hafa samtökin barist fyrir bættum kjörum launafólks, réttindum þess og mannsæmandi skilyrðum á vinnumarkaði. Um leið og ástæða er til að óska ASÍ til hamingju með daginn er vert að spyrja: Væri ekki tilvalið að fagna afmælinu með því að taka upp nýtt baráttumál sem létta myndi líf fjölda félagsmanna auk þess að hjálpa til við að tortíma meira en tvö þúsund ára gömlu tabúi? Hvernig væri að hið hundrað ára ASÍ setti blæðingar og breytingaskeiðið á baráttulistann sinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Orðið eitt getur fengið hörðustu karlmenn til að roðna. Það ætti þó kannski ekki að koma á óvart. Um er að ræða upprunalega tabúið. Orðið „taboo“ barst í ensku úr pólónesískri tungu. „Tapua“ merkir bannhelgi. En það þýðir líka tíðir. Tíðir. Eflaust óskar helmingur lesenda þess að ég sé að tala um bænagjörð. Svo er hins vegar ekki. Já, þú ert að fara að lesa um mánaðarlegar blæðingar kvenna yfir morgunkaffinu þínu. Alla sögu mannkyns hefur fyrirbærið vakið furðu, óhug og ótta. Rómverjinn og náttúrufræðingurinn Gaius Plinius eldri fullyrti árið 77 eftir Krist að tíðablóð kvenna ylli uppskerubresti, gerði vín súrt, dræpi býflugur, léti járn ryðga og ávexti hrynja af trjám. Á miðöldum töldu menn að holdsveiki smitaðist með slíku blóði. Árið 1878 fjallaði The British Medical Journal um að konur ættu ekki að koma að reykingu á kjöti þegar þær væru á blæðingum því þær gætu skemmt matvælin. Langt fram á 19. öld töldu menn blæðingar vera leið náttúrunnar til að losa konur við umfram blóð sem olli í þeim blóðhita og hysteríu. Í Nepal eru konur enn settar í einangrun í litlum moldarkofum á meðan á blæðingum stendur þótt athæfið hafi verið bannað árið 2005. En nú, tvö þúsund árum eftir að Gaius Plinius eldri varaði við því að konur á blæðingum gætu eyðilagt gljáa á speglum og fílabeini, virðist sem tækla eigi tabúið.Tíða-frí Fyrirtæki í Bristol leggur nú drög að því að verða fyrsta fyrirtækið í sögu Bretlands til að bjóða kvenkyns starfsmönnum upp á „tíða-frí“. Fríið dregst ekki af veikindaleyfi starfsmanna en ætlast er til að starfsmenn bæti upp vinnutapið þegar þjáningarnar sem hrjá margar konur á blæðingum eru liðnar hjá. Umrætt fyrirtæki sem nefnist Coexist og rekur lista- og félagsmiðstöð í Bristol hyggst halda ráðstefnu um fyrirkomulagið eftir helgi þar sem breytingin verður kynnt starfsfólki sem og stjórnendum annarra fyrirtækja sem hafa áhuga á að fylgja fordæmi þess. „Blæðingar hafa allt of lengi verið álitnar tabú á vinnustöðum,“ sagði Bex Baxter, framkvæmdastjóri Coexist, í samtali við fjölmiðla. „Margar af þeim konum sem vinna hjá mér hafa sagt að þær skammist sín fyrir að viðurkenna að þær líði kvalir. Ég vil útrýma þessari skömm. Ef karlmenn hefðu blæðingar væri þessi stefna orðin útbreidd fyrir löngu.“Hitakóf og minnistruflanir Svo virðist sem augu fólks séu að opnast fyrir vellíðan kvenna á vinnustöðum. Í lok síðasta árs hvatti Sally Davies, landlæknir Bretlands – fyrsta konan til að gegna embættinu – atvinnurekendur til að ræða við starfsfólk um annað tabú sem við kemur konum: Breytingaskeiðið. „Ég vil að stjórnendur geri konum jafnauðvelt að ræða við þá um breytingaskeiðið og öll önnur vinnutengd mál,“ sagði Davies. Hún lagði áherslu á að óþægindi tengd breytingaskeiðinu á borð við hitakóf og minnistruflanir væri hægt að gera bærilegri með einföldum aðgerðum á borð við að breyta hitastigi á skrifstofum og bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma.Nýtt baráttumál Í dag fagnar Alþýðusamband Íslands hundrað ára afmæli sínu. Í heila öld hafa samtökin barist fyrir bættum kjörum launafólks, réttindum þess og mannsæmandi skilyrðum á vinnumarkaði. Um leið og ástæða er til að óska ASÍ til hamingju með daginn er vert að spyrja: Væri ekki tilvalið að fagna afmælinu með því að taka upp nýtt baráttumál sem létta myndi líf fjölda félagsmanna auk þess að hjálpa til við að tortíma meira en tvö þúsund ára gömlu tabúi? Hvernig væri að hið hundrað ára ASÍ setti blæðingar og breytingaskeiðið á baráttulistann sinn?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun