Vilja tengja saman Vín, Budapest og Bratislava með Hyperloop lest Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2016 10:38 Svona sjá skipuleggjendur uppsetningu lestarinnar. Eitt þeirra fyrirtækja sem hyggst smíða háhraðalestir með Hyperloop tækni Elon Musk hafa undirritað samning við ríkisstjórn Slóvakíu til að kanna möguleikann að tengja saman borgirnar Vín, Búdapest og Bratislava í Austurríki, Ungverjalandi og Slóvakíu. Kosturinn við að tengja saman þessar borgir með þessum hætti er hve stutt er á milli þeirra, en á milli Vín og Bratislava er aðeins 56 km sjónlína, en 80 km akstur og á milli Bratislava og Budapest eru 160 kílómetra sjónlína og 200 km akstur. Fyrirtækið sem hyggst smíða lestina heitir Hyperloop Transportation Technologies segir að aðeins muni taka 8 mínútur að koma farþegum milli Vínar og Bratislava og 10 mínútur á milli Vín og Budapest. Nú er unnið að kostnaðaráætlun til verksins og með því kannaður fýsileiki þess. HTT hyggst byggja 8 km tilraunalest í Quay dalnum í Kaliforníu sem á að komast í gagnið árið 2018.Hyperloop lest ferðast í lofttæmdu röri. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent
Eitt þeirra fyrirtækja sem hyggst smíða háhraðalestir með Hyperloop tækni Elon Musk hafa undirritað samning við ríkisstjórn Slóvakíu til að kanna möguleikann að tengja saman borgirnar Vín, Búdapest og Bratislava í Austurríki, Ungverjalandi og Slóvakíu. Kosturinn við að tengja saman þessar borgir með þessum hætti er hve stutt er á milli þeirra, en á milli Vín og Bratislava er aðeins 56 km sjónlína, en 80 km akstur og á milli Bratislava og Budapest eru 160 kílómetra sjónlína og 200 km akstur. Fyrirtækið sem hyggst smíða lestina heitir Hyperloop Transportation Technologies segir að aðeins muni taka 8 mínútur að koma farþegum milli Vínar og Bratislava og 10 mínútur á milli Vín og Budapest. Nú er unnið að kostnaðaráætlun til verksins og með því kannaður fýsileiki þess. HTT hyggst byggja 8 km tilraunalest í Quay dalnum í Kaliforníu sem á að komast í gagnið árið 2018.Hyperloop lest ferðast í lofttæmdu röri.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent