Það er leikarinn Tom Holland sem fer með hlutverk Spiderman í myndinni. Hlutverki hans er ætlað að byggja undir nýja seríu af Spiderman-myndum sem í bígerð eru og eiga að tengjast Marvel-heiminum sem myndirnar um Captain America eiga að gerast í.
Sem áður mun fjöldi ofurhetja bregða fyrir en að þessu sinni eru svokallaðar góðar ofurhetjur að berjast við aðrar ofurhetjur.
Fylkingarnar tvær eru leiddar af Steve Rodgers, eða Captein America annarsvegar og Tony Stark, eða Iron Man hins vegar. Myndin verður frumsýnd í sumar.