Stjórn ´78 vill kjósa aftur um aðild BDSM á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2016 15:08 Svo virðist sem BDSM-fólk hafi fagnað of snemma því að vera orðið fullgildir aðilar að Samtökunum ´78. visir/pjetur Stjórn Samtakanna ´78 ætlar að leggja það til á opnum félagsfundi í kvöld að boðað verði til sérstaks félagsfundar 31. mars þar sem kosning um umdeilda aðild BDSM á Íslandi, að samtökunum, fari fram aftur. Þetta er vegna formgalla á fundarboði á aðalfund þar sem aðildin var samþykkt. Málið hefur vakið mikla athygli og er umdeilt en á laugardag var samþykkt á aðalfundi Samtakanna ´78 að veita BDSM aðild að samtökunum. Eitthvað hefur borið á úrsögnum úr Samtökunum í kjölfar þessa. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og meðal annars birt viðtal við Magnús Hákonarson, formann BDSM á Íslandi, þar sem hann taldi aðildina mikilvægt skref til að útrýma fordómum gegn BDSM-fólki. En, svo virðist sem Magnús hafi fagnað þessum áfanga of snemma. Samtökin hafa gefið út tilkynningu um málið á síðu sinni.Stjórn Samtakanna ´78. Hún leggur til að kosið verði aftur um aðild BDSM á Íslandi.Mynd fengin af síðu Samtakanna ´78Stjórnin leitaði til Bjargar Valgeirsdóttur lögmann sem hefur útbúið minnisblað fyrir stjórnina þar sem hún leitar svara við spurningunni hvort stjórn Samtakanna ´78 hafi verið skylt að leggja umsókn BDSM á Íslandi fyrir aðalfund samtakanna þann 5. mars 2016. Við skoðun á lögmæti aðalfundarins, þar sem aðildin var samþykkt, kom í ljós formgalli á boðun fundarins. Til hans þarf að boða bréflega. Boðun fór hins vegar fram í gegnum tölvupóst, og þó hefð sé fyrir því telst það ekki duga til að aðalfundur teljist lögmætur. Því þarf kosningin að fara fram aftur. Efni félagsfundar yrði þá endurtekin kosningar um aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum ´78 og Aðild HIN – Hinsegin Norðurlands að Samtökunum auk kosningar aðila til stjórnar, trúnaðarráðs og skoðunarmanna reikninga. Hinsegin Tengdar fréttir Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13 Á þriðja tug hefur skráð sig úr Samtökunum ’78 Tuttugu og fjórir hafa skráð sig úr Samtökunum ’78 en sex hafa skráð sig í samtökin í kjölfar þess að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt um helgina. Alls eru 1.146 manns skráðir í samtökin. 8. mars 2016 07:00 BDSM-félagið fékk aðild að Samtökunum 78 Samþykkt með 37 atkvæðum gegn 31. 5. mars 2016 16:34 Stór og særandi orð fallið um BDSM-fólk Magnús Hákonarson er formaður BDSM og hann segir mikið verk að vinna við að útrýma fordómum. 8. mars 2016 11:54 Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Stjórn Samtakanna ´78 ætlar að leggja það til á opnum félagsfundi í kvöld að boðað verði til sérstaks félagsfundar 31. mars þar sem kosning um umdeilda aðild BDSM á Íslandi, að samtökunum, fari fram aftur. Þetta er vegna formgalla á fundarboði á aðalfund þar sem aðildin var samþykkt. Málið hefur vakið mikla athygli og er umdeilt en á laugardag var samþykkt á aðalfundi Samtakanna ´78 að veita BDSM aðild að samtökunum. Eitthvað hefur borið á úrsögnum úr Samtökunum í kjölfar þessa. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og meðal annars birt viðtal við Magnús Hákonarson, formann BDSM á Íslandi, þar sem hann taldi aðildina mikilvægt skref til að útrýma fordómum gegn BDSM-fólki. En, svo virðist sem Magnús hafi fagnað þessum áfanga of snemma. Samtökin hafa gefið út tilkynningu um málið á síðu sinni.Stjórn Samtakanna ´78. Hún leggur til að kosið verði aftur um aðild BDSM á Íslandi.Mynd fengin af síðu Samtakanna ´78Stjórnin leitaði til Bjargar Valgeirsdóttur lögmann sem hefur útbúið minnisblað fyrir stjórnina þar sem hún leitar svara við spurningunni hvort stjórn Samtakanna ´78 hafi verið skylt að leggja umsókn BDSM á Íslandi fyrir aðalfund samtakanna þann 5. mars 2016. Við skoðun á lögmæti aðalfundarins, þar sem aðildin var samþykkt, kom í ljós formgalli á boðun fundarins. Til hans þarf að boða bréflega. Boðun fór hins vegar fram í gegnum tölvupóst, og þó hefð sé fyrir því telst það ekki duga til að aðalfundur teljist lögmætur. Því þarf kosningin að fara fram aftur. Efni félagsfundar yrði þá endurtekin kosningar um aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum ´78 og Aðild HIN – Hinsegin Norðurlands að Samtökunum auk kosningar aðila til stjórnar, trúnaðarráðs og skoðunarmanna reikninga.
Hinsegin Tengdar fréttir Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13 Á þriðja tug hefur skráð sig úr Samtökunum ’78 Tuttugu og fjórir hafa skráð sig úr Samtökunum ’78 en sex hafa skráð sig í samtökin í kjölfar þess að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt um helgina. Alls eru 1.146 manns skráðir í samtökin. 8. mars 2016 07:00 BDSM-félagið fékk aðild að Samtökunum 78 Samþykkt með 37 atkvæðum gegn 31. 5. mars 2016 16:34 Stór og særandi orð fallið um BDSM-fólk Magnús Hákonarson er formaður BDSM og hann segir mikið verk að vinna við að útrýma fordómum. 8. mars 2016 11:54 Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13
Á þriðja tug hefur skráð sig úr Samtökunum ’78 Tuttugu og fjórir hafa skráð sig úr Samtökunum ’78 en sex hafa skráð sig í samtökin í kjölfar þess að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt um helgina. Alls eru 1.146 manns skráðir í samtökin. 8. mars 2016 07:00
Stór og særandi orð fallið um BDSM-fólk Magnús Hákonarson er formaður BDSM og hann segir mikið verk að vinna við að útrýma fordómum. 8. mars 2016 11:54
Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08