Norðmenn nota olíugróðann til að byggja hjólabrautir Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2016 10:25 Vel verður gert við hjólreiðafólk í Noregi á næstunni. Norðmenn fara fyrir notkun umhverfisvænna bíla í heiminum og hvergi í heiminum finnst jafn hátt hlutfall, rafmagnsbíla og tvinnbíla. Það er þó ekki eina leið Norðmann til að stuðla að umhverfisvænum samgöngum því í Noregi er meiningin að byggja 10 langar hjólreiðaleiðir sem aðskildar eru bílaumferð í 9 borgum Noregs. Með þessu vilja Norðmenn bæði minnka mengun af völdum bíla heldur líka auka heilbrigði þjóðarinnar og víst er að þeir hafa efni á því sitjandi á öllum sínum olíugróða. Í Noregi eru næst hæstu meðaltekjur í heiminum og aðeins í Luxemborg eru meðaltekjur hærri. Þessar nýju hjólreiðaleiðir verða breiðar og tengja saman fjölmenna íbúabyggð og borgarkjarna. Norðmenn hyggjast eyða 120 milljörðum í smíði þessara flottu hjólreiðaleiða. Ennfremur stendur til að eyða 780 milljörðum í að betrumbæta vegi og járnbrautasamgöngur í landinu á næstu árum. Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent
Norðmenn fara fyrir notkun umhverfisvænna bíla í heiminum og hvergi í heiminum finnst jafn hátt hlutfall, rafmagnsbíla og tvinnbíla. Það er þó ekki eina leið Norðmann til að stuðla að umhverfisvænum samgöngum því í Noregi er meiningin að byggja 10 langar hjólreiðaleiðir sem aðskildar eru bílaumferð í 9 borgum Noregs. Með þessu vilja Norðmenn bæði minnka mengun af völdum bíla heldur líka auka heilbrigði þjóðarinnar og víst er að þeir hafa efni á því sitjandi á öllum sínum olíugróða. Í Noregi eru næst hæstu meðaltekjur í heiminum og aðeins í Luxemborg eru meðaltekjur hærri. Þessar nýju hjólreiðaleiðir verða breiðar og tengja saman fjölmenna íbúabyggð og borgarkjarna. Norðmenn hyggjast eyða 120 milljörðum í smíði þessara flottu hjólreiðaleiða. Ennfremur stendur til að eyða 780 milljörðum í að betrumbæta vegi og járnbrautasamgöngur í landinu á næstu árum.
Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent