Mamma er góð fyrirmynd Elín Albertsdóttir skrifar 10. mars 2016 10:00 Fallegur leðurjakki. Edda Borg notar jakkann við sparidressið en hann passar líka vel við gallabuxur. MYND/ANTON BRINK Edda í uppáhaldsjakkanum frá Guess sem hún keypti í Los Angeles.MYND/ANTON BRINK Edda Borg tónlistarkona mætti prúðbúin þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent á föstudagskvöld en hún sat í dómnefnd fyrir djass og blús. Á laugardag fermdi hún síðan yngsta barnið sitt af fjórum og lét að sjálfsögðu tónlistina flæða um kirkjuna. Það þarf kannski ákveðið hugrekki til að mæta í appelsínugulum leðurjakka við sparidressið en Edda segist fara sínar eigin leiðir þegar kemur að fatavali og litum. „Ég er ekkert að eltast við ákveðna tískustrauma en hef mikinn áhuga á fötum. Ég kaupi föt sem mér finnst töff,“ segir Edda og bætir við að líklegast hafi hún erft áhuga á fallegum fötum frá móður sinni sem er tæpra 79 ára og alltaf glæsileg til fara. Móðir hennar, Herdís Eggertsdóttir, kölluð Lillý, var lengi bæjarstjórafrú í Bolungarvík. „Mamma er mjög flott kona svo ég hef haft góða fyrirmynd,“ segir Edda. „Leðurjakkann keypti ég á Laugaveginum í verslun þar sem Eva var áður. Búðin hætti stuttu síðar. Það er gott dæmi um mín fatakaup. Ég var í allt öðrum erindagjörðum þegar ég sá hann í glugga og bara keypti hann,“ segir hún. „Í seinni tíð kaupi ég sjaldnar föt, vel betri og dýrari efni. Þegar ég fer til útlanda gríp ég eitthvað með mér heim ef það heillar mig. Ég fer ekki í verslunarferðir en kaupi þegar ég dett niður á eitthvað fallegt. Núna á ég til dæmis uppáhaldsjakka frá Guess. Hann er stuttur, hentar kannski ekki vel í kulda en ég er oft í peysu undir sem kemur niður undan honum – ekkert mjög smart,“ segir hún. „Þetta er skinnjakki sem ég keypti í Los Angeles.“Taugar til L.A. Edda bjó lengi í Los Angeles og fer þangað oft. Hún ætlar að vera þar eitthvað í sumar enda á hún og eiginmaður hennar, Bjarni Sveinbjörnsson tónlistarmaður, mikið af vinum þar. „Við byrjuðum að búa í L.A., fyrir 32 árum, þegar Bjarni var þar í námi og síðan aftur í eitt ár 2001. Auk þess förum við yfirleitt á sumrin í heimsókn. Ég hef verið að sinna tónlistinni minni í L.A. auk þess að hafa verið meðlimur í Herbalife í sautján ár.“ Edda hefur sungið á frægum djass-stað í L.A. sem nefnist The Baked Potato. Ekki er ómögulegt að hún komi fram á tónleikum þar í sumar. „Það verður spennandi að koma aftur til Bandaríkjanna. Mér finnst ég vera komin heim þegar ég kem til Los Angeles.“Tónlist án orða Fyrir tveimur árum kom fyrsta sólóplata Eddu út sem nefnist No Words Needed. Lögin eru í „Smooth Jazz/Fusion“ stíl og eru öll eftir Eddu. Með henni leika Friðrik Karlsson og Bjarni, maður hennar. Platan inniheldur þægilega tónlist án söngs þótt Edda raddi í tveimur lögum. „Platan mín hefur fengið frábærar viðtökur í Bandaríkjunum og því hef ég verið að fylgja eftir. Hún hefur fengið minni spilun hér. Það kemst því miður ekki öll tónlist í spilun á íslensku útvarpsstöðvunum. Ég hef lengi samið tónlist en er ekkert sérstaklega góð að gera texta. Þess vegna er þetta tónlist án orða,“ útskýrir Edda sem hefur þó mikið sungið í gegnum árin, meðal annars í Eurovision, auk þess að reka Tónskóla Eddu Borg í 27 ár. Fimmtán kennarar starfa við skólann og stunda 150 nemendur þar nám, allt frá fimm ára aldri. „Það er nóg að gera í músíkinni alla daga. Eftir öll þessi ár er líka gaman að sjá gamla nemendur úti í tónlistarlífinu. Í janúar var ég á Sinfóníutónleikum í Eldborg þar sem einleikarinn var fyrrverandi nemandi Tónskólans. Það fyllir mann stolti. Það má kannski segja að maður sé alltaf að búa til tónlistarmenn,“ segir Edda. „Margir fara frá okkur í frekara nám í tónlist og aðrir verða góður hlustendur.“Fimmtug og ný plata Edda er að undirbúa aðra plötu sem hún stefnir á að koma á markað í haust þegar hún fagnar 50 ára afmæli sínu. „Ég er að velta fyrir mér hvort ég fagni þessum tímamótum með afmælistónleikum og plötu. Það væri að minnsta kosti mjög skemmtilegt,“ segir Edda enda hefur hún komið víða við á löngum tónlistarferli. Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Edda í uppáhaldsjakkanum frá Guess sem hún keypti í Los Angeles.MYND/ANTON BRINK Edda Borg tónlistarkona mætti prúðbúin þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent á föstudagskvöld en hún sat í dómnefnd fyrir djass og blús. Á laugardag fermdi hún síðan yngsta barnið sitt af fjórum og lét að sjálfsögðu tónlistina flæða um kirkjuna. Það þarf kannski ákveðið hugrekki til að mæta í appelsínugulum leðurjakka við sparidressið en Edda segist fara sínar eigin leiðir þegar kemur að fatavali og litum. „Ég er ekkert að eltast við ákveðna tískustrauma en hef mikinn áhuga á fötum. Ég kaupi föt sem mér finnst töff,“ segir Edda og bætir við að líklegast hafi hún erft áhuga á fallegum fötum frá móður sinni sem er tæpra 79 ára og alltaf glæsileg til fara. Móðir hennar, Herdís Eggertsdóttir, kölluð Lillý, var lengi bæjarstjórafrú í Bolungarvík. „Mamma er mjög flott kona svo ég hef haft góða fyrirmynd,“ segir Edda. „Leðurjakkann keypti ég á Laugaveginum í verslun þar sem Eva var áður. Búðin hætti stuttu síðar. Það er gott dæmi um mín fatakaup. Ég var í allt öðrum erindagjörðum þegar ég sá hann í glugga og bara keypti hann,“ segir hún. „Í seinni tíð kaupi ég sjaldnar föt, vel betri og dýrari efni. Þegar ég fer til útlanda gríp ég eitthvað með mér heim ef það heillar mig. Ég fer ekki í verslunarferðir en kaupi þegar ég dett niður á eitthvað fallegt. Núna á ég til dæmis uppáhaldsjakka frá Guess. Hann er stuttur, hentar kannski ekki vel í kulda en ég er oft í peysu undir sem kemur niður undan honum – ekkert mjög smart,“ segir hún. „Þetta er skinnjakki sem ég keypti í Los Angeles.“Taugar til L.A. Edda bjó lengi í Los Angeles og fer þangað oft. Hún ætlar að vera þar eitthvað í sumar enda á hún og eiginmaður hennar, Bjarni Sveinbjörnsson tónlistarmaður, mikið af vinum þar. „Við byrjuðum að búa í L.A., fyrir 32 árum, þegar Bjarni var þar í námi og síðan aftur í eitt ár 2001. Auk þess förum við yfirleitt á sumrin í heimsókn. Ég hef verið að sinna tónlistinni minni í L.A. auk þess að hafa verið meðlimur í Herbalife í sautján ár.“ Edda hefur sungið á frægum djass-stað í L.A. sem nefnist The Baked Potato. Ekki er ómögulegt að hún komi fram á tónleikum þar í sumar. „Það verður spennandi að koma aftur til Bandaríkjanna. Mér finnst ég vera komin heim þegar ég kem til Los Angeles.“Tónlist án orða Fyrir tveimur árum kom fyrsta sólóplata Eddu út sem nefnist No Words Needed. Lögin eru í „Smooth Jazz/Fusion“ stíl og eru öll eftir Eddu. Með henni leika Friðrik Karlsson og Bjarni, maður hennar. Platan inniheldur þægilega tónlist án söngs þótt Edda raddi í tveimur lögum. „Platan mín hefur fengið frábærar viðtökur í Bandaríkjunum og því hef ég verið að fylgja eftir. Hún hefur fengið minni spilun hér. Það kemst því miður ekki öll tónlist í spilun á íslensku útvarpsstöðvunum. Ég hef lengi samið tónlist en er ekkert sérstaklega góð að gera texta. Þess vegna er þetta tónlist án orða,“ útskýrir Edda sem hefur þó mikið sungið í gegnum árin, meðal annars í Eurovision, auk þess að reka Tónskóla Eddu Borg í 27 ár. Fimmtán kennarar starfa við skólann og stunda 150 nemendur þar nám, allt frá fimm ára aldri. „Það er nóg að gera í músíkinni alla daga. Eftir öll þessi ár er líka gaman að sjá gamla nemendur úti í tónlistarlífinu. Í janúar var ég á Sinfóníutónleikum í Eldborg þar sem einleikarinn var fyrrverandi nemandi Tónskólans. Það fyllir mann stolti. Það má kannski segja að maður sé alltaf að búa til tónlistarmenn,“ segir Edda. „Margir fara frá okkur í frekara nám í tónlist og aðrir verða góður hlustendur.“Fimmtug og ný plata Edda er að undirbúa aðra plötu sem hún stefnir á að koma á markað í haust þegar hún fagnar 50 ára afmæli sínu. „Ég er að velta fyrir mér hvort ég fagni þessum tímamótum með afmælistónleikum og plötu. Það væri að minnsta kosti mjög skemmtilegt,“ segir Edda enda hefur hún komið víða við á löngum tónlistarferli.
Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira