Margir eiga eftir að ákveða sig Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir hefur yfirburðastuðning í embætti forseta Íslands. Séra Vigfús Bjarni Albertsson og Ólafur Ragnar Grímsson hafa einnig forskot á aðra. Afar stór hluti svarenda vill ekki taka afstöðu. „Ég mun ekki bjóða mig fram til embættis forseta Íslands að þessu sinni. Ég vona að kosningabarátta þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér í þetta embætti verði málefnaleg og innihaldsrík og í þetta embætti veljist góður þjónn þjóðarinnar sem beiti sér fyrir mannréttindum og lýðræðisumbótum, vernd náttúru og umhverfis og stöðu íslenskrar tungu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á fésbókarsíðu sinni í gærkvöldi. Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis bendir engu að síður til þess að Katrín njóti langmests stuðnings allra til þess að gegna embættinu. Fjórðungur, eða 25 prósent, þeirra sem afstöðu tekur vill að Katrín verði næsti forseti Íslands. Spurt var út í afstöðu til níu manna sem ýmist hafa verið orðaðir við forsetaembættið eða hafa gefið kost á sér í það. Tólf prósent vilja Vigfús Bjarna Albertsson sem næsta forseta og ellefu prósent myndu vilja sjá Ólaf Ragnar Grímsson áfram í embætti. „Ég er afskaplega glaður með það og þakklátur,“ segir Vigfús Bjarni við Fréttablaðið.Lista yfir aðra en fyrrnefnda sem fengu atkvæði má sjá neðst í fréttinni.Vigfús Bjarni segir mikinn stuðning við þau Katrínu og Ólaf Ragnar ekki koma sér á óvart. „Katrín Jakobsdóttir hefur verið farsæll stjórnmálamaður og vinsæl meðal þjóðarinnar og hefur fengið skýr skilaboð um fylgi sitt. Greinilegt er að fólk saknar líka Ólafs Ragnars,“ segir Vigfús Bjarni. Fimm prósent nefna Andra Snæ Magnússon, 4 prósent Davíð Oddsson, þrjú prósent nefna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og 2 prósent nefna Össur Skarphéðinsson og Ólaf Jóhann Ólafsson. Eitt prósent nefnir svo Höllu Tómasdóttur. Athygli vekur svo að 37 prósent nefndu einhvern annan en þá níu sem nefndir voru í könnuninni.Þegar framkvæmd könnunarinnar var rétt liðlega hálfnuð tilkynnti Katrín að hún myndi ekki gefa kost á sér í embætti forseta. Afstaða fólks til spurningarinnar virðist þó lítið hafa breyst eftir að hún gaf út yfirlýsinguna. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.082 manns þar til náðist í 794 dagana 8. og 9. mars. Svarhlutfallið var því 73,4 prósent. Það er vert að taka fram að svarhlutfall í könnuninni er mjög lágt. Alls tóku 39 prósent sem spurðir voru afstöðu til spurningarinnar. Því er greinilegt að fólk er hvergi nærri búið að mynda sér skoðun á málinu. Spurt var: Hvern viltu sjá sem næsta forseta Íslands? Til viðbótar við þá sem eru í listanum hér að ofan voru þessir nefndir:Ari Trausti GuðmundssonAri JósepssonBaldur ÞórhallssonBogi JónssonEinar K. GuðfinssonGuðlaugur Þór ÞórðarsonGuðni ÁgústssonGuðni BergssonHjálmar JónssonKristinn SigmundssonKristín IngólfsdóttirLilja MósedóttirLinda PétursdóttirÓlafur Darri ÓlafssonÓmar RagnarssonÓttar ProppéRagna ÁrnadóttirSmári McCarthyVigdís FinnbogadóttirVilhjálmur ÁrnasonÞórarinn Eldjárn Forsetakosningar 2016 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
„Ég mun ekki bjóða mig fram til embættis forseta Íslands að þessu sinni. Ég vona að kosningabarátta þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér í þetta embætti verði málefnaleg og innihaldsrík og í þetta embætti veljist góður þjónn þjóðarinnar sem beiti sér fyrir mannréttindum og lýðræðisumbótum, vernd náttúru og umhverfis og stöðu íslenskrar tungu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á fésbókarsíðu sinni í gærkvöldi. Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis bendir engu að síður til þess að Katrín njóti langmests stuðnings allra til þess að gegna embættinu. Fjórðungur, eða 25 prósent, þeirra sem afstöðu tekur vill að Katrín verði næsti forseti Íslands. Spurt var út í afstöðu til níu manna sem ýmist hafa verið orðaðir við forsetaembættið eða hafa gefið kost á sér í það. Tólf prósent vilja Vigfús Bjarna Albertsson sem næsta forseta og ellefu prósent myndu vilja sjá Ólaf Ragnar Grímsson áfram í embætti. „Ég er afskaplega glaður með það og þakklátur,“ segir Vigfús Bjarni við Fréttablaðið.Lista yfir aðra en fyrrnefnda sem fengu atkvæði má sjá neðst í fréttinni.Vigfús Bjarni segir mikinn stuðning við þau Katrínu og Ólaf Ragnar ekki koma sér á óvart. „Katrín Jakobsdóttir hefur verið farsæll stjórnmálamaður og vinsæl meðal þjóðarinnar og hefur fengið skýr skilaboð um fylgi sitt. Greinilegt er að fólk saknar líka Ólafs Ragnars,“ segir Vigfús Bjarni. Fimm prósent nefna Andra Snæ Magnússon, 4 prósent Davíð Oddsson, þrjú prósent nefna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og 2 prósent nefna Össur Skarphéðinsson og Ólaf Jóhann Ólafsson. Eitt prósent nefnir svo Höllu Tómasdóttur. Athygli vekur svo að 37 prósent nefndu einhvern annan en þá níu sem nefndir voru í könnuninni.Þegar framkvæmd könnunarinnar var rétt liðlega hálfnuð tilkynnti Katrín að hún myndi ekki gefa kost á sér í embætti forseta. Afstaða fólks til spurningarinnar virðist þó lítið hafa breyst eftir að hún gaf út yfirlýsinguna. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.082 manns þar til náðist í 794 dagana 8. og 9. mars. Svarhlutfallið var því 73,4 prósent. Það er vert að taka fram að svarhlutfall í könnuninni er mjög lágt. Alls tóku 39 prósent sem spurðir voru afstöðu til spurningarinnar. Því er greinilegt að fólk er hvergi nærri búið að mynda sér skoðun á málinu. Spurt var: Hvern viltu sjá sem næsta forseta Íslands? Til viðbótar við þá sem eru í listanum hér að ofan voru þessir nefndir:Ari Trausti GuðmundssonAri JósepssonBaldur ÞórhallssonBogi JónssonEinar K. GuðfinssonGuðlaugur Þór ÞórðarsonGuðni ÁgústssonGuðni BergssonHjálmar JónssonKristinn SigmundssonKristín IngólfsdóttirLilja MósedóttirLinda PétursdóttirÓlafur Darri ÓlafssonÓmar RagnarssonÓttar ProppéRagna ÁrnadóttirSmári McCarthyVigdís FinnbogadóttirVilhjálmur ÁrnasonÞórarinn Eldjárn
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira