Margir eiga eftir að ákveða sig Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir hefur yfirburðastuðning í embætti forseta Íslands. Séra Vigfús Bjarni Albertsson og Ólafur Ragnar Grímsson hafa einnig forskot á aðra. Afar stór hluti svarenda vill ekki taka afstöðu. „Ég mun ekki bjóða mig fram til embættis forseta Íslands að þessu sinni. Ég vona að kosningabarátta þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér í þetta embætti verði málefnaleg og innihaldsrík og í þetta embætti veljist góður þjónn þjóðarinnar sem beiti sér fyrir mannréttindum og lýðræðisumbótum, vernd náttúru og umhverfis og stöðu íslenskrar tungu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á fésbókarsíðu sinni í gærkvöldi. Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis bendir engu að síður til þess að Katrín njóti langmests stuðnings allra til þess að gegna embættinu. Fjórðungur, eða 25 prósent, þeirra sem afstöðu tekur vill að Katrín verði næsti forseti Íslands. Spurt var út í afstöðu til níu manna sem ýmist hafa verið orðaðir við forsetaembættið eða hafa gefið kost á sér í það. Tólf prósent vilja Vigfús Bjarna Albertsson sem næsta forseta og ellefu prósent myndu vilja sjá Ólaf Ragnar Grímsson áfram í embætti. „Ég er afskaplega glaður með það og þakklátur,“ segir Vigfús Bjarni við Fréttablaðið.Lista yfir aðra en fyrrnefnda sem fengu atkvæði má sjá neðst í fréttinni.Vigfús Bjarni segir mikinn stuðning við þau Katrínu og Ólaf Ragnar ekki koma sér á óvart. „Katrín Jakobsdóttir hefur verið farsæll stjórnmálamaður og vinsæl meðal þjóðarinnar og hefur fengið skýr skilaboð um fylgi sitt. Greinilegt er að fólk saknar líka Ólafs Ragnars,“ segir Vigfús Bjarni. Fimm prósent nefna Andra Snæ Magnússon, 4 prósent Davíð Oddsson, þrjú prósent nefna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og 2 prósent nefna Össur Skarphéðinsson og Ólaf Jóhann Ólafsson. Eitt prósent nefnir svo Höllu Tómasdóttur. Athygli vekur svo að 37 prósent nefndu einhvern annan en þá níu sem nefndir voru í könnuninni.Þegar framkvæmd könnunarinnar var rétt liðlega hálfnuð tilkynnti Katrín að hún myndi ekki gefa kost á sér í embætti forseta. Afstaða fólks til spurningarinnar virðist þó lítið hafa breyst eftir að hún gaf út yfirlýsinguna. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.082 manns þar til náðist í 794 dagana 8. og 9. mars. Svarhlutfallið var því 73,4 prósent. Það er vert að taka fram að svarhlutfall í könnuninni er mjög lágt. Alls tóku 39 prósent sem spurðir voru afstöðu til spurningarinnar. Því er greinilegt að fólk er hvergi nærri búið að mynda sér skoðun á málinu. Spurt var: Hvern viltu sjá sem næsta forseta Íslands? Til viðbótar við þá sem eru í listanum hér að ofan voru þessir nefndir:Ari Trausti GuðmundssonAri JósepssonBaldur ÞórhallssonBogi JónssonEinar K. GuðfinssonGuðlaugur Þór ÞórðarsonGuðni ÁgústssonGuðni BergssonHjálmar JónssonKristinn SigmundssonKristín IngólfsdóttirLilja MósedóttirLinda PétursdóttirÓlafur Darri ÓlafssonÓmar RagnarssonÓttar ProppéRagna ÁrnadóttirSmári McCarthyVigdís FinnbogadóttirVilhjálmur ÁrnasonÞórarinn Eldjárn Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
„Ég mun ekki bjóða mig fram til embættis forseta Íslands að þessu sinni. Ég vona að kosningabarátta þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér í þetta embætti verði málefnaleg og innihaldsrík og í þetta embætti veljist góður þjónn þjóðarinnar sem beiti sér fyrir mannréttindum og lýðræðisumbótum, vernd náttúru og umhverfis og stöðu íslenskrar tungu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á fésbókarsíðu sinni í gærkvöldi. Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis bendir engu að síður til þess að Katrín njóti langmests stuðnings allra til þess að gegna embættinu. Fjórðungur, eða 25 prósent, þeirra sem afstöðu tekur vill að Katrín verði næsti forseti Íslands. Spurt var út í afstöðu til níu manna sem ýmist hafa verið orðaðir við forsetaembættið eða hafa gefið kost á sér í það. Tólf prósent vilja Vigfús Bjarna Albertsson sem næsta forseta og ellefu prósent myndu vilja sjá Ólaf Ragnar Grímsson áfram í embætti. „Ég er afskaplega glaður með það og þakklátur,“ segir Vigfús Bjarni við Fréttablaðið.Lista yfir aðra en fyrrnefnda sem fengu atkvæði má sjá neðst í fréttinni.Vigfús Bjarni segir mikinn stuðning við þau Katrínu og Ólaf Ragnar ekki koma sér á óvart. „Katrín Jakobsdóttir hefur verið farsæll stjórnmálamaður og vinsæl meðal þjóðarinnar og hefur fengið skýr skilaboð um fylgi sitt. Greinilegt er að fólk saknar líka Ólafs Ragnars,“ segir Vigfús Bjarni. Fimm prósent nefna Andra Snæ Magnússon, 4 prósent Davíð Oddsson, þrjú prósent nefna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og 2 prósent nefna Össur Skarphéðinsson og Ólaf Jóhann Ólafsson. Eitt prósent nefnir svo Höllu Tómasdóttur. Athygli vekur svo að 37 prósent nefndu einhvern annan en þá níu sem nefndir voru í könnuninni.Þegar framkvæmd könnunarinnar var rétt liðlega hálfnuð tilkynnti Katrín að hún myndi ekki gefa kost á sér í embætti forseta. Afstaða fólks til spurningarinnar virðist þó lítið hafa breyst eftir að hún gaf út yfirlýsinguna. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.082 manns þar til náðist í 794 dagana 8. og 9. mars. Svarhlutfallið var því 73,4 prósent. Það er vert að taka fram að svarhlutfall í könnuninni er mjög lágt. Alls tóku 39 prósent sem spurðir voru afstöðu til spurningarinnar. Því er greinilegt að fólk er hvergi nærri búið að mynda sér skoðun á málinu. Spurt var: Hvern viltu sjá sem næsta forseta Íslands? Til viðbótar við þá sem eru í listanum hér að ofan voru þessir nefndir:Ari Trausti GuðmundssonAri JósepssonBaldur ÞórhallssonBogi JónssonEinar K. GuðfinssonGuðlaugur Þór ÞórðarsonGuðni ÁgústssonGuðni BergssonHjálmar JónssonKristinn SigmundssonKristín IngólfsdóttirLilja MósedóttirLinda PétursdóttirÓlafur Darri ÓlafssonÓmar RagnarssonÓttar ProppéRagna ÁrnadóttirSmári McCarthyVigdís FinnbogadóttirVilhjálmur ÁrnasonÞórarinn Eldjárn
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira