Bilanir í Bombardier-vél meiri en búast mátti við Kristján Már Unnarsson skrifar 29. mars 2016 18:45 Flugfélag Íslands hefur þrívegis á skömmum tíma neyðst til að taka nýju Bombardier-flugvélina úr áætlun vegna bilunar. Framkvæmdastjóri Flugfélagsins, Árni Gunnarsson, segir byrjunarörðugleikana meiri en þeir áttu von á. Vélin var á leið til Egilsstaða í gær þegar henni var snúið við vegna bilunar í vökvakerfi. Það varð til þess að flug til Akureyrar í gærkvöldi raskaðist einnig. „Þetta eru óþægindi fyrir farþega okkar og við reynum að leysa úr þeim eins og við getum. En þetta er ákveðið tjón að þurfa að vera með vél á jörðu niðri. Það hjálpar ekki til með reksturinn. Við höfum aðrar vélar til að spila úr en óneitanlega hefur þetta áhrif á áætlunina,“ sagði Árni í viðtali við Stöð 2 í skýli Flugfélagsins þar sem Bombardierinn var til viðgerðar í dag. Stóra systir, Bombardier Q400, í loftinu við komuna til Reykjavíkur þann 24. febrúar síðastliðinn. Litla systir, Q200, við Flugfélagsafgreiðsluna. Sú stærri tekur 72-76 farþega en sú minni 37 farþega.Vísir/Vilhelm.Þetta er í þriðja sinn á þremur vikum sem Flugfélagið neyðist til að taka Bombardierinn úr notkun vegna bilunar. Í einu tilviki þurfti vélin að lenda í Keflavík vegna þess að vængbörð voru ekki rétt stillt og öðru tilviki þurfti að skipta um rafal í hreyfli. „Þetta eru aðeins meiri brekkur en við áttum von á. Það er auðvitað samt þannig að við innleiðingu á nýrri vélartegund fyrir okkar rekstur þá má búast við að það séu einhverjir byrjunarörðugleikar. En þetta hefur óneitanlega verið meira en við áttum von á.“ Rifjað hefur verið upp að SAS-flugfélagið hætti notkun þessarar tegundar árið 2007 eftir að hjólabúnaður gaf sig í þremur vélum félagsins. Vélarnar þrjár sem Flugfélagið fær eru orðnar fimmtán ára gamlar. -Voruð þið að kaupa köttinn í sekknum? „Nei. Við teljum ekki svo vera. Það eru yfir 450 svona vélar í rekstri í heiminum í dag og þær eru í fullri framleiðslu. Þær hafa reynst mjög vel. Það voru þarna byrjunarörðugleikar, eins og þú nefndir. Það eru orðin tíu ár síðan komið var í veg fyrir þá. Þannig að við teljum að þetta séu mjög áreiðanlegar og hagkvæmar vélar og góðar í rekstri. En óneitanlega erfitt að byrja svona en við teljum að við séum að komast fyrir vind með þetta,“ segir Árni. Hann segir von á Bombardier-vél númer tvö eftir hálfan mánuð og þriðja vélin sé væntanleg um miðjan maímánuð. Gert sé ráð fyrir að rekstri Fokker-vélanna ljúki í aprílmánuði. Tengdar fréttir Flugi á leið til Egilsstaða snúið við vegna bilunar Bilun kom upp í Bombardier Q-400 vél Flugfélags Íslands í kvöld og var afráðið að snúa aftur til Reykjavíkur vegna þess. 28. mars 2016 23:27 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 „Mjög harkaleg“ lending Bombardier-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli Bombardier-vél Flugfélags Íslands sem var á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða í hádeginu í dag þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. 15. mars 2016 17:21 Mest lesið Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Flugfélag Íslands hefur þrívegis á skömmum tíma neyðst til að taka nýju Bombardier-flugvélina úr áætlun vegna bilunar. Framkvæmdastjóri Flugfélagsins, Árni Gunnarsson, segir byrjunarörðugleikana meiri en þeir áttu von á. Vélin var á leið til Egilsstaða í gær þegar henni var snúið við vegna bilunar í vökvakerfi. Það varð til þess að flug til Akureyrar í gærkvöldi raskaðist einnig. „Þetta eru óþægindi fyrir farþega okkar og við reynum að leysa úr þeim eins og við getum. En þetta er ákveðið tjón að þurfa að vera með vél á jörðu niðri. Það hjálpar ekki til með reksturinn. Við höfum aðrar vélar til að spila úr en óneitanlega hefur þetta áhrif á áætlunina,“ sagði Árni í viðtali við Stöð 2 í skýli Flugfélagsins þar sem Bombardierinn var til viðgerðar í dag. Stóra systir, Bombardier Q400, í loftinu við komuna til Reykjavíkur þann 24. febrúar síðastliðinn. Litla systir, Q200, við Flugfélagsafgreiðsluna. Sú stærri tekur 72-76 farþega en sú minni 37 farþega.Vísir/Vilhelm.Þetta er í þriðja sinn á þremur vikum sem Flugfélagið neyðist til að taka Bombardierinn úr notkun vegna bilunar. Í einu tilviki þurfti vélin að lenda í Keflavík vegna þess að vængbörð voru ekki rétt stillt og öðru tilviki þurfti að skipta um rafal í hreyfli. „Þetta eru aðeins meiri brekkur en við áttum von á. Það er auðvitað samt þannig að við innleiðingu á nýrri vélartegund fyrir okkar rekstur þá má búast við að það séu einhverjir byrjunarörðugleikar. En þetta hefur óneitanlega verið meira en við áttum von á.“ Rifjað hefur verið upp að SAS-flugfélagið hætti notkun þessarar tegundar árið 2007 eftir að hjólabúnaður gaf sig í þremur vélum félagsins. Vélarnar þrjár sem Flugfélagið fær eru orðnar fimmtán ára gamlar. -Voruð þið að kaupa köttinn í sekknum? „Nei. Við teljum ekki svo vera. Það eru yfir 450 svona vélar í rekstri í heiminum í dag og þær eru í fullri framleiðslu. Þær hafa reynst mjög vel. Það voru þarna byrjunarörðugleikar, eins og þú nefndir. Það eru orðin tíu ár síðan komið var í veg fyrir þá. Þannig að við teljum að þetta séu mjög áreiðanlegar og hagkvæmar vélar og góðar í rekstri. En óneitanlega erfitt að byrja svona en við teljum að við séum að komast fyrir vind með þetta,“ segir Árni. Hann segir von á Bombardier-vél númer tvö eftir hálfan mánuð og þriðja vélin sé væntanleg um miðjan maímánuð. Gert sé ráð fyrir að rekstri Fokker-vélanna ljúki í aprílmánuði.
Tengdar fréttir Flugi á leið til Egilsstaða snúið við vegna bilunar Bilun kom upp í Bombardier Q-400 vél Flugfélags Íslands í kvöld og var afráðið að snúa aftur til Reykjavíkur vegna þess. 28. mars 2016 23:27 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 „Mjög harkaleg“ lending Bombardier-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli Bombardier-vél Flugfélags Íslands sem var á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða í hádeginu í dag þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. 15. mars 2016 17:21 Mest lesið Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Flugi á leið til Egilsstaða snúið við vegna bilunar Bilun kom upp í Bombardier Q-400 vél Flugfélags Íslands í kvöld og var afráðið að snúa aftur til Reykjavíkur vegna þess. 28. mars 2016 23:27
Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00
„Mjög harkaleg“ lending Bombardier-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli Bombardier-vél Flugfélags Íslands sem var á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða í hádeginu í dag þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. 15. mars 2016 17:21