Bilanir í Bombardier-vél meiri en búast mátti við Kristján Már Unnarsson skrifar 29. mars 2016 18:45 Flugfélag Íslands hefur þrívegis á skömmum tíma neyðst til að taka nýju Bombardier-flugvélina úr áætlun vegna bilunar. Framkvæmdastjóri Flugfélagsins, Árni Gunnarsson, segir byrjunarörðugleikana meiri en þeir áttu von á. Vélin var á leið til Egilsstaða í gær þegar henni var snúið við vegna bilunar í vökvakerfi. Það varð til þess að flug til Akureyrar í gærkvöldi raskaðist einnig. „Þetta eru óþægindi fyrir farþega okkar og við reynum að leysa úr þeim eins og við getum. En þetta er ákveðið tjón að þurfa að vera með vél á jörðu niðri. Það hjálpar ekki til með reksturinn. Við höfum aðrar vélar til að spila úr en óneitanlega hefur þetta áhrif á áætlunina,“ sagði Árni í viðtali við Stöð 2 í skýli Flugfélagsins þar sem Bombardierinn var til viðgerðar í dag. Stóra systir, Bombardier Q400, í loftinu við komuna til Reykjavíkur þann 24. febrúar síðastliðinn. Litla systir, Q200, við Flugfélagsafgreiðsluna. Sú stærri tekur 72-76 farþega en sú minni 37 farþega.Vísir/Vilhelm.Þetta er í þriðja sinn á þremur vikum sem Flugfélagið neyðist til að taka Bombardierinn úr notkun vegna bilunar. Í einu tilviki þurfti vélin að lenda í Keflavík vegna þess að vængbörð voru ekki rétt stillt og öðru tilviki þurfti að skipta um rafal í hreyfli. „Þetta eru aðeins meiri brekkur en við áttum von á. Það er auðvitað samt þannig að við innleiðingu á nýrri vélartegund fyrir okkar rekstur þá má búast við að það séu einhverjir byrjunarörðugleikar. En þetta hefur óneitanlega verið meira en við áttum von á.“ Rifjað hefur verið upp að SAS-flugfélagið hætti notkun þessarar tegundar árið 2007 eftir að hjólabúnaður gaf sig í þremur vélum félagsins. Vélarnar þrjár sem Flugfélagið fær eru orðnar fimmtán ára gamlar. -Voruð þið að kaupa köttinn í sekknum? „Nei. Við teljum ekki svo vera. Það eru yfir 450 svona vélar í rekstri í heiminum í dag og þær eru í fullri framleiðslu. Þær hafa reynst mjög vel. Það voru þarna byrjunarörðugleikar, eins og þú nefndir. Það eru orðin tíu ár síðan komið var í veg fyrir þá. Þannig að við teljum að þetta séu mjög áreiðanlegar og hagkvæmar vélar og góðar í rekstri. En óneitanlega erfitt að byrja svona en við teljum að við séum að komast fyrir vind með þetta,“ segir Árni. Hann segir von á Bombardier-vél númer tvö eftir hálfan mánuð og þriðja vélin sé væntanleg um miðjan maímánuð. Gert sé ráð fyrir að rekstri Fokker-vélanna ljúki í aprílmánuði. Tengdar fréttir Flugi á leið til Egilsstaða snúið við vegna bilunar Bilun kom upp í Bombardier Q-400 vél Flugfélags Íslands í kvöld og var afráðið að snúa aftur til Reykjavíkur vegna þess. 28. mars 2016 23:27 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 „Mjög harkaleg“ lending Bombardier-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli Bombardier-vél Flugfélags Íslands sem var á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða í hádeginu í dag þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. 15. mars 2016 17:21 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Flugfélag Íslands hefur þrívegis á skömmum tíma neyðst til að taka nýju Bombardier-flugvélina úr áætlun vegna bilunar. Framkvæmdastjóri Flugfélagsins, Árni Gunnarsson, segir byrjunarörðugleikana meiri en þeir áttu von á. Vélin var á leið til Egilsstaða í gær þegar henni var snúið við vegna bilunar í vökvakerfi. Það varð til þess að flug til Akureyrar í gærkvöldi raskaðist einnig. „Þetta eru óþægindi fyrir farþega okkar og við reynum að leysa úr þeim eins og við getum. En þetta er ákveðið tjón að þurfa að vera með vél á jörðu niðri. Það hjálpar ekki til með reksturinn. Við höfum aðrar vélar til að spila úr en óneitanlega hefur þetta áhrif á áætlunina,“ sagði Árni í viðtali við Stöð 2 í skýli Flugfélagsins þar sem Bombardierinn var til viðgerðar í dag. Stóra systir, Bombardier Q400, í loftinu við komuna til Reykjavíkur þann 24. febrúar síðastliðinn. Litla systir, Q200, við Flugfélagsafgreiðsluna. Sú stærri tekur 72-76 farþega en sú minni 37 farþega.Vísir/Vilhelm.Þetta er í þriðja sinn á þremur vikum sem Flugfélagið neyðist til að taka Bombardierinn úr notkun vegna bilunar. Í einu tilviki þurfti vélin að lenda í Keflavík vegna þess að vængbörð voru ekki rétt stillt og öðru tilviki þurfti að skipta um rafal í hreyfli. „Þetta eru aðeins meiri brekkur en við áttum von á. Það er auðvitað samt þannig að við innleiðingu á nýrri vélartegund fyrir okkar rekstur þá má búast við að það séu einhverjir byrjunarörðugleikar. En þetta hefur óneitanlega verið meira en við áttum von á.“ Rifjað hefur verið upp að SAS-flugfélagið hætti notkun þessarar tegundar árið 2007 eftir að hjólabúnaður gaf sig í þremur vélum félagsins. Vélarnar þrjár sem Flugfélagið fær eru orðnar fimmtán ára gamlar. -Voruð þið að kaupa köttinn í sekknum? „Nei. Við teljum ekki svo vera. Það eru yfir 450 svona vélar í rekstri í heiminum í dag og þær eru í fullri framleiðslu. Þær hafa reynst mjög vel. Það voru þarna byrjunarörðugleikar, eins og þú nefndir. Það eru orðin tíu ár síðan komið var í veg fyrir þá. Þannig að við teljum að þetta séu mjög áreiðanlegar og hagkvæmar vélar og góðar í rekstri. En óneitanlega erfitt að byrja svona en við teljum að við séum að komast fyrir vind með þetta,“ segir Árni. Hann segir von á Bombardier-vél númer tvö eftir hálfan mánuð og þriðja vélin sé væntanleg um miðjan maímánuð. Gert sé ráð fyrir að rekstri Fokker-vélanna ljúki í aprílmánuði.
Tengdar fréttir Flugi á leið til Egilsstaða snúið við vegna bilunar Bilun kom upp í Bombardier Q-400 vél Flugfélags Íslands í kvöld og var afráðið að snúa aftur til Reykjavíkur vegna þess. 28. mars 2016 23:27 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 „Mjög harkaleg“ lending Bombardier-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli Bombardier-vél Flugfélags Íslands sem var á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða í hádeginu í dag þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. 15. mars 2016 17:21 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Flugi á leið til Egilsstaða snúið við vegna bilunar Bilun kom upp í Bombardier Q-400 vél Flugfélags Íslands í kvöld og var afráðið að snúa aftur til Reykjavíkur vegna þess. 28. mars 2016 23:27
Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00
„Mjög harkaleg“ lending Bombardier-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli Bombardier-vél Flugfélags Íslands sem var á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða í hádeginu í dag þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. 15. mars 2016 17:21