Max von Sydow í Game of Thrones Birgir Örn Steinarsson skrifar 29. mars 2016 16:42 Wright og Sydow í hlutverkum sínum í næstu seríu Game of Thrones. Visir/HBO Orðrómar um að leikarinn Max von Sydow fari með hlutverk í sjöttu seríu Game of Thrones þáttanna eru sannir. Leikarinn góðkunni mun fara með hlutverk þriggja-auga-hrafnsins sem aðdáendur muna eftir úr lok fjórðu seríunnar þegar Bran Stark, sem leikinn er af Isaac Hempstead Wright, komst loks á leiðarenda norðan megin veggjarins mikla. Bran var svo fjarri góðu gamni í fimmtu seríu en framleiðendur þáttanna hafa gefið það út að persónan fari með lykilhlutverk í næstu seríu. Þar mun Sydow leika lærifaðir Bran sem kennir honum að beisla ofurnáttúrulega hæfileika sína. Á ljósmynd sem birt hefur verið úr næstu seríu má sjá Sydow og Wright í hlutverkum sínum. Athygli vekur að það virðist vera að þeir séu staddir hjá Næturvaktinni við vegginn mikla. Glöggir hafa líka tekið eftir því að svo virðist sem Bran standi uppréttur en persónan hefur verið lömuð frá fyrstu seríu. Í fjórðu seríu var það annar leikari sem fór með hlutverk hrafnsins en Sydow þykir góð viðbót við leikarahópinn. Hann er líklegast þekktastur fyrir hlutverk sín í The Exorcist, Minority Report og nú síðast í Star Wars: The Force Awakens. Aðdáendur HBO þáttanna verða þó að bíða til 25. apríl til að fá svör við öllum helstu spurningum. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Nýtt myndband úr sjöttu seríu Game of Thrones Það er allt á fullu í nýju myndbroti sem gefur innsýn í hvað gerist í næstu þáttaröð. 26. mars 2016 19:46 Fyrsta stiklan úr sjöttu þáttaröð Game of Thrones komin í hús Apríl getur ekki komið nógu snemma. 8. mars 2016 20:36 Hafþór snýr aftur í Game of Thrones Leikur hinn dularfulla riddara Robert Strong og segist aldrei hafa verið meira í skjánum. 9. mars 2016 13:45 Gera allt til að koma í veg fyrir leka úr Game of Thrones Framleiðendur hinna vinsælu þátta Game of Thrones gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að þáttunum verði lekið á netið. 3. mars 2016 19:22 Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Hvar eru þau nú? Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Orðrómar um að leikarinn Max von Sydow fari með hlutverk í sjöttu seríu Game of Thrones þáttanna eru sannir. Leikarinn góðkunni mun fara með hlutverk þriggja-auga-hrafnsins sem aðdáendur muna eftir úr lok fjórðu seríunnar þegar Bran Stark, sem leikinn er af Isaac Hempstead Wright, komst loks á leiðarenda norðan megin veggjarins mikla. Bran var svo fjarri góðu gamni í fimmtu seríu en framleiðendur þáttanna hafa gefið það út að persónan fari með lykilhlutverk í næstu seríu. Þar mun Sydow leika lærifaðir Bran sem kennir honum að beisla ofurnáttúrulega hæfileika sína. Á ljósmynd sem birt hefur verið úr næstu seríu má sjá Sydow og Wright í hlutverkum sínum. Athygli vekur að það virðist vera að þeir séu staddir hjá Næturvaktinni við vegginn mikla. Glöggir hafa líka tekið eftir því að svo virðist sem Bran standi uppréttur en persónan hefur verið lömuð frá fyrstu seríu. Í fjórðu seríu var það annar leikari sem fór með hlutverk hrafnsins en Sydow þykir góð viðbót við leikarahópinn. Hann er líklegast þekktastur fyrir hlutverk sín í The Exorcist, Minority Report og nú síðast í Star Wars: The Force Awakens. Aðdáendur HBO þáttanna verða þó að bíða til 25. apríl til að fá svör við öllum helstu spurningum.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Nýtt myndband úr sjöttu seríu Game of Thrones Það er allt á fullu í nýju myndbroti sem gefur innsýn í hvað gerist í næstu þáttaröð. 26. mars 2016 19:46 Fyrsta stiklan úr sjöttu þáttaröð Game of Thrones komin í hús Apríl getur ekki komið nógu snemma. 8. mars 2016 20:36 Hafþór snýr aftur í Game of Thrones Leikur hinn dularfulla riddara Robert Strong og segist aldrei hafa verið meira í skjánum. 9. mars 2016 13:45 Gera allt til að koma í veg fyrir leka úr Game of Thrones Framleiðendur hinna vinsælu þátta Game of Thrones gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að þáttunum verði lekið á netið. 3. mars 2016 19:22 Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Hvar eru þau nú? Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Nýtt myndband úr sjöttu seríu Game of Thrones Það er allt á fullu í nýju myndbroti sem gefur innsýn í hvað gerist í næstu þáttaröð. 26. mars 2016 19:46
Fyrsta stiklan úr sjöttu þáttaröð Game of Thrones komin í hús Apríl getur ekki komið nógu snemma. 8. mars 2016 20:36
Hafþór snýr aftur í Game of Thrones Leikur hinn dularfulla riddara Robert Strong og segist aldrei hafa verið meira í skjánum. 9. mars 2016 13:45
Gera allt til að koma í veg fyrir leka úr Game of Thrones Framleiðendur hinna vinsælu þátta Game of Thrones gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að þáttunum verði lekið á netið. 3. mars 2016 19:22
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög