Fáir bílaframleiðendur hafa ekki uppi áform um smíði bíla sem eingöngu ganga fyrir rafmagni. Breski bílasmiðurinn Jaguar er engin undantekning þar á.
Jaguar virðist raunar komið langt í þróun slíks bíls því þar á bæ hefur verið haft eftir forsvarsmönnum að von sé á rafmagnsbíl strax eftir tvö ár, eða 2018. Framleiðsla á honum mun reyndar hefjast seint á næsta ári.
Líklega verður þessi bíll nefndur Jaguar E-Pace, er jepplingur og verður smíðaður hjá Magna Steyr í Austurríki. Hann á að hafa drægni uppá 500 kílómetra og með því slá við drægni Tesla Model X jepplingsins, en verða á pari við Audi Q6 e-tron, sem einnig mun líta dagsljósið árið 2018.
Þessi rafmagnsbíll Jaguar verður þó ekki sá eini því Jaguar hefur einnig uppi áform um að bjóða XE, XF og F-Type fólksbíla sína með rafmagnsdrifrás. Það er því rafmögnuð veröld framundan hjá Jaguar, líkt og hjá mörgum öðrum bílaframleiðaandanum.
Jaguar rafmagnsjepplingur árið 2018
