Handtökur eftir að ráðist var að minningarathöfn í Brussel Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. mars 2016 19:45 Lögreglan í Brussel handtók tíu manns þegar öfgasinnar réðust inn á Place de la Bourse torgið í dag, þar sem fjöldi fólks hafði safnast saman til að minnast fórnarlamba hryðjuverkaárásanna á þriðjudag. Um tvö hundruð þjóðernissinnar, margir svartklæddir og með grímur, réðust inn á torgið þar sem fjöldi fólks var saman komin og hrópuðu slagorð gegn innflytjendum og köstuðu reyksprengjum. Réðust öfgasinnarnir að múslimum sem komið höfðu á torgið til taka þátt í minningarathöfn um þá sem létust í hryðjuverkaárásunum, kölluðu þá öllum illum nöfnum og sögðu þeim að hypja sig. Óeirðarlögregla greip til aðgerða og sprautaði vatni á öfgasinnanna. Tíu voru handteknir en óttast er að árásirnar verði sem olía á eld útlendingahaturs í landinu. Ítalska lögreglan handtók í gærkvöld alsírskan karlmann, Djamal Eddine Ouali, sem talið er að tengist hryðjuverkaárásunum í Brussel í síðustu viku og í París í nóvember í fyrra. Er hann grunaður um að hafa útbúið fölsuð skilríki fyrir árásarmennina en mynd af öðrum hryðjuverkamanninum sem sprengdi sig á Zaventem flugvelli í síðustu viku fannst heima hjá honum. Verður Ouali líklega framseldur til Belgíu á næstu dögum en ítalska lögreglan kannar nú hvernig hann kom til landsins. Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Viðbúnaður eftir að öryggisvörður í kjarnorkuveri fannst myrtur Tihange orkuverið er staðsett um hundrað kílómetra suðaustur af Brussel. 26. mars 2016 12:54 Göngu gegn ótta í Brussel frestað Lögreglan of upptekin við rannsókn hryðjuverkanna til þess að tryggja öryggi vegna göngunnar. 26. mars 2016 18:36 Fólk slegið óhug í Brussel Daglegt líf Íslendinga þar heldur þó áfram. 24. mars 2016 14:56 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Lögreglan í Brussel handtók tíu manns þegar öfgasinnar réðust inn á Place de la Bourse torgið í dag, þar sem fjöldi fólks hafði safnast saman til að minnast fórnarlamba hryðjuverkaárásanna á þriðjudag. Um tvö hundruð þjóðernissinnar, margir svartklæddir og með grímur, réðust inn á torgið þar sem fjöldi fólks var saman komin og hrópuðu slagorð gegn innflytjendum og köstuðu reyksprengjum. Réðust öfgasinnarnir að múslimum sem komið höfðu á torgið til taka þátt í minningarathöfn um þá sem létust í hryðjuverkaárásunum, kölluðu þá öllum illum nöfnum og sögðu þeim að hypja sig. Óeirðarlögregla greip til aðgerða og sprautaði vatni á öfgasinnanna. Tíu voru handteknir en óttast er að árásirnar verði sem olía á eld útlendingahaturs í landinu. Ítalska lögreglan handtók í gærkvöld alsírskan karlmann, Djamal Eddine Ouali, sem talið er að tengist hryðjuverkaárásunum í Brussel í síðustu viku og í París í nóvember í fyrra. Er hann grunaður um að hafa útbúið fölsuð skilríki fyrir árásarmennina en mynd af öðrum hryðjuverkamanninum sem sprengdi sig á Zaventem flugvelli í síðustu viku fannst heima hjá honum. Verður Ouali líklega framseldur til Belgíu á næstu dögum en ítalska lögreglan kannar nú hvernig hann kom til landsins.
Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Viðbúnaður eftir að öryggisvörður í kjarnorkuveri fannst myrtur Tihange orkuverið er staðsett um hundrað kílómetra suðaustur af Brussel. 26. mars 2016 12:54 Göngu gegn ótta í Brussel frestað Lögreglan of upptekin við rannsókn hryðjuverkanna til þess að tryggja öryggi vegna göngunnar. 26. mars 2016 18:36 Fólk slegið óhug í Brussel Daglegt líf Íslendinga þar heldur þó áfram. 24. mars 2016 14:56 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Viðbúnaður eftir að öryggisvörður í kjarnorkuveri fannst myrtur Tihange orkuverið er staðsett um hundrað kílómetra suðaustur af Brussel. 26. mars 2016 12:54
Göngu gegn ótta í Brussel frestað Lögreglan of upptekin við rannsókn hryðjuverkanna til þess að tryggja öryggi vegna göngunnar. 26. mars 2016 18:36